Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 58
heilsugæslustöðvunum, en skjólstæð- ingar sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðinga eru mun yngri. Astæða beiðni fyrir hjúkrun á heilsugæslustöð skv. framangreindri skýrslu em eftirfarandi þættir í þessari röð: Lyfjatiltekt, böðun, aðhlynning, eftirlit og daglegt innlit. Hjúkrun skjólstæðinga sjálfstætt starfandi hjúkmnarfræðinga á hinn bóginn er sérhæfðari og kemur það m.a. fram í lengd vitjunar, en fjöldi vitjana sjálfstætt staifandi hjúkrunar- fræðinga er að meðaltali 3 á dag, en eru mun fleiri hjá hjúkmnarfræðingum heimahjúkrunar á heilsugæslustöðvum. Til álita hefur komið að lieilsugæslan annist alla þá heimahjúkmn sem sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar annast nú. Á það hefur hins vegar verið bent að þeir hjúkmnarfræðingar, sem starla skv. samningnum, hafa til að bera meiri og sérhæfðari þekkingu og reynslu í meðferð og umönnun á hverju sviði en almennt gerist hjá starfsfólki sem vinnur við heimahjúkmn heilsugæslunnar og þarf í starfi sínu að sinna ólíkum sjúklingahópum. Sjálfstætt starfandi hjúkmnarfræðingar virðast geta starfað í sátt við heimahjúkrun heilsugæslunnar, einkum á sviði hjúkrunar dauðvona sjúklinga, en e.t.v. einna síst á sviði hjúkmnar aldraðra. Hefur jafnvel verið dregið í efa að gera eigi ráð fyrir starfsleyfum í hjúkrun aldraðra í samningi við TR. Er það athyglisvert þar sem öldmnardeildir sjúkrahúsanna hafa sott einna harðast eftir því að koma á sérhæfðri heimahjúkrun aldraðra sem þær telja betur komna undir sinni stjóm en heilsugæslunnar. Einnig má hugsa sér að megináhersla ákveðinna sérgreina hjúkrunar skv. samningnum verði sem ráðgefandi sérfræðingar fyrir heimahjúkrun heilsugæslunnar. Staða gagnvart sjúkrahúsum. Á undanförnum mánuðum hefur verið fjallað um sk. sjúkrahústengda heimahjúkrun þar sem hjúkrunar- fræðingar og e.t.v. einnig annað heilhrigðisstarfsfólk sjúkrahúss veitir sjúklingum þjónustu í heimahúsi. Meginkostur þess er að með því yrði sjúklingi tryggður auðveldur aðgangur að sjúkrahúsplássi ef veikindi ágerast, en það er ein fmmforsenda þess að sjúklingur með sérhæfðar þarfir geti notið öryggis í umsjá heimahjúkmnar. Nefndin fjallaði um þann möguleika að sjúkrahús taki að sér þjónustu hjúkmnarfræðinga sem samningur TR tekur til. Slík breyting gæti orðið sjúklingum til nokkurra hagsbóta, t.d. aðgengi að sjúkrahúsi, en kostnaðar- hliðin þyrfti hins vegar vandlega athugun. Annar kostur er að tengja þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkmnar- fræðinga að einhverju leyti nánar við sérhæfðar deildir sjúkrahúsanna, þar sem það á við. I skýrslunni er Ijallað um þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga og hvaða þættir ráða því að óskað er eftir þessari þjónustu, um tengsl þjónust- unnar við aðra þætti heilbrigðisþjónustu, um gæði hennar, um kostnað í saman- burði við önnur úrræði, metin þörf fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkmnar- fræðinga og metið hvort þörf er á breytngum á samningnum með hliðsjón af þeim þjónusturamma og kostnaðar- ramma. Nefndin skilaði niðurstöðum sínum skömmu fyrir síðustu jól og vom niður- stöður nefndarinnar þessar helstar: 1. I’jónusta sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga í heimahúsum er sérhæfð hjúkrunarþjónusta sem byggist á sérstakri hugmyndafræði og virðist þjónustan vera í háum gæða- flokki. Hún hefur unnið sér fastan sess innan heilbrigðisþjónustunnar sem hagkvæmur valkostur við sjúkra- stofnanaþjónustu og nauðsynleg viðbót við þjónustu heilsugæslustöðva varðandi sérhæfða heimahjúkmn og ráðgjöf. Stefna ber að því að þróa þessarar þjónustu. 2. Sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðingar verka sem nokkurs konar „brú“ á milli sjúkrastofnana og heilsugæslustöðva og veita sérhæfða heimaþjónustu skjólstæðingum sem að öðmm kosti og að öllu jöfnu lægju inni á sjúkrastofnunum. Með eftirliti hefur verið reynt að tryggja að sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar veiti ekki almenna heimahjúkmn sem er á starfssviði heilsugæslustöðva 3. Skjólstæðingum sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga er yfirleitt vísað til þeirra af læknum eða hjúkmnar- fræðingum á sjúkrastofnunum. Sjúklingar og fjölskyldur jieirra hafa nka þörf fyrir að vera í tengslum við sjúkrastofnun versni heilsufar sjúklings. 4. Stefna ber að nánara samstarfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga, sem starfa skv. samningi TR og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, við sjúkrahúsin en verið hefur hingað til og að sérhæfð sjúkrahústengd hjúkmnarþjónusta verði e.t.v. veitt af sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræð- ingum í samstarfi við viðkomandi sjúkradeildir sjúkrahúsanna þar sem það á við. Tryggja ber þó sjálfstæði hjúkmnarfræðinganna gagnvart sjúkrastofnunum. 5. Til álita kemur að gerður verði einn samningur við teymi heilbrigðis- starfsfólks eða fyrirtæki þess um heilbrgiðisþjónustu við ákveðna hópa heimaliggjandi sjúklinga. 6. Samanburður á kostnaði stofnana og heimahjúkrunar leiðir f Ijós að það er hagkvæmara að láta sjálfstætt starf- andi hjúkmnarfræðinga hjúkra fólkinu heima en að vista það á stofnun. •Meðalkostnaður við hjúkrun dauðvona sjúklinga á mánuði er 1/6 af kostnaði sjúkrahúsvistar, dýrasta dæmið er þriðjungur af kostnaði sjúkrahúsvistar, en ef sjúklings væri vitjað daglega væri kostnaðurinn um helmingur af kostnaði við sjúkra- húsvist. •Við barnahjúkmn er kostnaður legudeildar allt að 6-7 sinnum dýrari en heimahjúkmn og dagdeildar allt að 3 sinnum dýrari en heimahjúkmn. Daglegar vitjanir í mánuð em 82,5% af kostnaði dagdeildar og um 43% af kostnaði legudeildar. •Kostnaður heimahjúkrunar aldraðra er litlu lægri en hjá hjúkrunarheim- ilum en munurinn er hins vegar meiri milli sjúkrahúsa og heima- hjúkrunar. Ef skoðaðar em heildar- tölur eins mánaðar sést að dvöl á hjúkrunarheimili kostar frá 37-114 þúsund á mánuði, dvöl á sjúkrahúsi- kostar 123-235 þúsund á mánuði en heimahjúkrun kostar að meðaltali 35 þúsund á mánuði ( 9 viljanir) upp í 105 þúsund mest (27 vitjanir). Frh. á bls. 55. TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.