Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 59
Þanlcastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. / Þankastriki gefst hjúkrunarfrœðingum koslur á að tjá sig um ýmislegl sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða slarfsfólk, eitthvað sem hej'ur orðið liöfundinum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfmu og hugmyndafrœði þess. Unnur Heba SteingrCmsdótlir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Helgu Matlhildi Jónsdóttur sem hér lekur upp þráðinn. Framtíðarsýn hjúkrunarfræðinga Helga Matthildur Jónsdóttir að eru engin ný tíðindi að heilsa og líðan fólks er mikilvægur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga. Hlutverk okkar er m.a. að bæta heilsu fólks og því kemur okkur við allt það sem hefur neikvæð áhrif á almennt heilsufar. Forvamastarf og fræðsla em mjög mikilvægir þættir og þar sem orsakasamhengi andlegrar og líkamlegrar heilsu er svo sterkt verður að vinna á þeim þáttum sem valda veikindum ekki síður en veikindunum sjálfum. I vestrænum heimi mótast líf fólks mjög mikið af því að uppfylla þaríir um efnisleg gæði. Fólk lifir við stöðug áreiti um að uppfylla nýjar efnislegar þarfir sínar. Einnig em til þeir aðilar sem stjórna ferðinni varðandi hvað það er sem telst fallegt útlit og hvað ekki. Ósjaldan sjáum við myndir af ungum konum sem em tákn fegurðar og svo eru myndir af sömu konunum á fullorðinsámnum til samanburðar og myndimar látnar tala sínu máli um fegurð og ljótleika. í mörgum tilvikum bitnar þessi staðlaða fegurðanmynd illa á konum og fullorðnu fólki. ímynd sem segir að ef konur em ekki eins og þessar ímyndir segja til um þá er eitthvað að þeim. Og þær segja líka að við það að íullorðnast verði einstaklingurinn Ijótur og jafnframt eru gefin út þau skilaboð að þjóðfélagið hafi ekki lengur not fyrir fólk sem komið er á eftirlaunaaldur. Atvinna er stór þáttur í lífi alls fólks og því skiptir mjög miklu máli hvernig við skipuleggjum vinnuna með tilliti til heilsuverndar okkar. Skipulag vinnu hefur lítið þróast í áranna rás en þó hefur vinna fólks tekið miklum hreytingum á þessum sama tíma. Hefbundið miðast hlé í vinnutíma við líkamlegar þarfir, þ.e. hlé er tekið í kaffi- og matartíma. En þeim sem vinna líkamlega erfið störf er beinlínis nauðsyn að taka sér hvíld frá störfunum og næra og hvíla líkamann af og til yfir vinnutímann til að geta haldið starfið út. Nú á tfmum eru aftur á móti mjög niörg störf þess eðlis að við þau þarf fólk í ríkari mæli að beita huganum frekar en líkamsburðum sfnum. Vinna fólks hefur þróast og breyst en hlé á vinnu hefur ekki þróast að sama skapi, en það er þó er afar brýnt til að fólk nái nauðsynlegri endumýjun krafta í vinnunni. Afleiðingar þessa er að finna í ýmsum álagssjúkdómum, svo sem streitu, þreytu, einbeitingarleysi og ýmsum líkamlegum kvillum. Rannsóknir á starfsemi hugans hafa sýnt að hann þarf bæði hvíld og næringu, eins og aðrir hlutar h'kamans, annars getur verið hætta á kulnunareinkennum („burn °ut“) og afleiðingar þein a þekkjum við. Hjúkrunarfræðingar hafa stóru hlutverki að gegna til þess að hafa áhrif á þróun þessara mála á hinum almenna vinnumarkaði. Þar myndi ég halda að lægi óplægður akur sem vert væri að hjúkmnarfræðingar gæfu rneiri gaum en þeir hafa gert hingað til. Helga Matthildur Jónsdóttir skorar á Astrósu Sverrisdóttur, hjúkrunarfræðing, að skrifa næsta Þankastrik. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.