Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 62
Gó& Stykkishólmsheimsókn Frá Vesturlandsdeild Uni [njátíu félagar Vesturlands- deildarinnar eyddu saman góðuin degi í Stykkishólmi í október sl. Dagurinn var blanda af fræðslu og skennntun sem liófst á því að félagar af Akranesi og úr Borgamesi fóru um hádegisbil með rútu til Stykkishólms. Á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi hittu þær fyrir félaga úr Ólafsvík og Stykkishólnú. Þar hófst starfið á fyrirlestri um bakverkjameðferð þá sem staiisfólk sjúkrahússins hefur sérhæft sig í. Þann fróðlega og skennntilega fyrirlestur flutti Jósepli Blöndal, læknir. Eftir að hafa þegið kaffiveitingar var spítalinn skoðaður. Nylega var haldið upp á 60 ára afmæli hans og af því tilefni var sett upp sýning á ýmsm skennntilegum gömlum munum sem þarna eru til og var sýningin skoðuð. Einkar notalegt andrúmsloft er á þessum spítala og þá sérstaklega í kapellu þeirra St. Fransiskussystra. Síðan var haldið í skoðunarferð um bæinn og bar þá fyrir augu Norska húsið, sem er hluti af byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, en það mun vera elsta tvílyfta timburíbúðarhús á íslandi. Því næst var haldið í „Hús andanna", þ.e. til eins deildarfélaga þar sem boðið var upp á fordrykk áður en snæddur var kvöld- verður á hótelinu. Yfir borðuni fóm félagar með spaugsögur og gamanmál. Allir vom sammála um að þarna hefði verið hinn ánægjulegasti dagur enda var stjórnin sérlega ánægð með mætingu sem fór fram úr villtustu vonum. Halldóra Arnardóttir, fonnaður Vesturlandsdeildar. Fréttir af hjúkrunarfræðingum Sendifulltrúar erlendis 1 ársskýrslu Rauða kross islands 1995-96 er að finna margs konar for- vitnilegar upplýsingar um starfið heima og heiman. Það Björg Pálsdóttir (t.h.) vakti athygli okkar að sjá þar nöi’n margra hjúkrunar- fræðinga sem eru að starfa með Rauða krossinum að margs konar verkefnum lieima og heiman. Fram kemur að aldrei hafi sendifulltrúar Rauða kross Islands verið fleiri en á síðasta staiísári. Flestir starfa að heilbrigðismálum en frá 1. júlí 1995 voru eftirtaldir hjúkrunarfræðingar að störfum sem sendifulltrúar: 1 Afríku vom Elísabet Halldórs- dóttir og Aslaug Arnoldsdóttir. skurðhjúkmnarfræðingar, að störfum í Súdan. Björg Pálsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur, í Kenía og Hildur Maguúsdóttir í Sien a Leone. Maríanna Csillag og Hólmfríður Garðarsdóttir voru að störfum í fyrrverandi Júgóslavíu og Sigurbjiirg Söebecb í Norður- Kákasus. Sigurbjörg starfaði einnig í Palestínu og Valgerður Gríinsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, var að störfum í Pakistan. Um þessar mundir eru i 1 sendifulltrúar að störfum og sá 12. fer utan innan skannns. Stýrir athvarfi fyrir geðfatlaða Í skýrslunni er sagt frá starfsemi Vinjar, athvarfi fyrir geðfatlaða, sem Rauði krossinn rekur en forstöðukona er Guðbjiirg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur. Upphaflega var Vin rekin til reynslu í tvö ár en í ljósi aukinnar aðsóknar og almenns ástands í geðheilbrigðismálum tók stjórn félagsins þá ákvörðun í desember 1995 að reka athvarfið áfram og meta starfsemina á tveggja ára fresti. Meginmarkmið Vinjar em að: • Rjúfa félagslega einangmn geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. • Fyrirbyggja endurinnlagnir á geðdeildir. • Skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust er ríkjandi og tekið er tillit til hvers og eins. Litið er á Vin sem heimili þangað sem gestir koma á eigin forsendum í hlýlegt andrúmsloft. Þar njóta þeir nærveru og stuðnings, veitt er aðstoð og fræðsla eftir óskum og boðið upp á mat í hádeginu. þvotta- og baðaðstöðu, aðstöðu til myndlistariðkunar. Farið er í göngu- ferðir og ferðalög og margt fleira. Að mati gesta og starfsfólks hefur tekist mjög vel með það fyrirkomulag sem skapast hefur í Vin. Auk framantaldra hjúkrunarfræð- inga em að störfum fyrir Rauða krossinn innanlands þær Sigríður Guðinunds- dóttir. skrifstofustjóri alþjóðaskrifstolu og fyrrverandi sendifulltnii lil margra ára, og Svanhildur Þeiigilsilóttir, deildarstjóri sem hefur umsjón með fræðslu í skyndihjálp og íleim. Herdís og öryggi barna Herdís Storgaard. hjúkmnar- fræðingur, er löngu orðin landskunn fyrir störf sin að öryggismálum barna. Átakið Oryggi barna — okkar dbyrgð - sem Rauði kross íslands, Neytendasamtökin, Umferðanáð, Foreldrasamtökin og embætti landlæknis standa að — veitti Herdísi viðurkenningu ársins 1996 fyrir að starfa af fagmennsku og sérstökum áhuga og ötulleik að öryggi barna í umhverfinu. Auk Herdísar hlutu viðurkenningu Mótorsmiðjan fyrir að starfa á vel heppnaðan og skipulagðan hátt að forvarnastörfum fyrir böm og unglinga og Einar Gunnlaugsson fyrir að koma á framfæri vel útfærðri hugmynd að öryggisút- búnaði fyrir heita potta. TlMARIT II.IÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.