Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 4
Ágætu félagar! Ungmennafélagið hefur miklum skyldum að gegna hér í samfélaginu, sérstaklega hvað varðar barna- og unglingastarf. Árið 2006 var undirritaður samningur við sveitarfélagið þar sem sveitarfélagið styrkir félagið árlega en í staðinn þarf félagið að uppfylla ákveðnar skyldur varðandi barna- og unglingastarf. Mikilvægt er að félagið sinni þessu hlutverki á sem bestan og öflugastan hátt og geti borið sig saman við önnur félög á landsvísu. Vert er að skoða hvort félagið eigi að stefna á að fá viðurkenningu frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands sem heitir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Til að fá þessa viðurkenningu þurfa félög að standast ákveðnar kröfur sem ÍSÍ setur. Þessar kröfur ganga m.a. út á ábyrga fjármálastjórnun, þjálfarar þurfa að hafa ákveðna menntun, félags- og foreldrastarf þarf að vera til staðar. Félög þurfa líka að sinna fræðslu- og forvarnarstarfi og setja sér stefnu í jafnréttismálum. Miklar kröfur eru gerðar úr samfélaginu til félaga sem sinna barna- og unglingastarfi og eru þær alltaf að aukast. Því er mikilvægt að félög séu sífellt í nafnlaskoðun með sína starfsemi. Undirrituðum finnst vert að skoða hvort Umf. Bisk. eigi að stefna á það á næstu árum að taka upp það gæðastarf til að geta fengið þessa viðurkenningu að getað kallað sig Fyrirmyndarfélag. Framundan eru jól og áramót með öllum sínum kærleika og gleði sem við öll hlökkum til. Á þessum árstíma kemur barnið upp í okkur öllum því í jólaundirbúningnum rifjast upp góðir tímar frá okkar uppvexti. Gaman er að fylgjast með börnum í aðdraganda jólanna því tilhlökkunin skín úr andlitum þeirra og óhætt er að segja að jólin séu tími barnanna. Stundum er líka sagt að jólin séu tími kaupmanna, en þeir fara mikinn í þessum mikla verslunarmánuði. Mikilvægt er því að muna eftir tilgangi jólanna og hafa hann í hávegum á aðventunni. Það er auðvelt að gleyma sér í öllum auglýsingaflauminum og missa sjónar á tilganginum. Það eru miklu frekar samverustundir með fjölskyldu og vinum við jólaundirbúninginn sem standa uppúr þegar fram í sækir. Því miður eru þó ekki allir sem eiga góðar minningar frá jólunum og er miklvægt að muna eftir að gefa þeim tíma svo þessi árstími verði þeim góður. Árið sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur verið viðburðaríkt hjá félaginu. Bókin, Ungmennafélag Biskupstungna – 100 ára saga, kom út á árinu og er óhætt að segja að þetta sé eitt af stærstu verkefnum félagsins frá upphafi. Mikil vinna var á bak við útgáfuna sem skilaði sér að lokum í þessu glæsilega riti. Það er gaman að segja frá því að félagið þurfti ekki að setja sig í skuldir og gat fjármagnað verkið með eigin fé og styrkjum og er fjárhagsstaða félagsins traust eftir útgáfuna. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Ritað í byrjun desember 2013 Helgi Kjartansson, formaður 4 Litli-Bergþór Formannspistill Facebook Ritstjórn vill benda lesendum Litla-Bergþórs á Facebook síðu blaðsins. Gaman væri ef fólk rifjaði upp gamlar sögur úr sveitinni - setti inn gamlar (og nýjar) myndir með skýringum á við hvaða tilefni þær eru teknar og hverjir eru á þeim. Kannski verður til grein í Litla-Bergþóri úr svona innleggi á síðuna. Kveðja, ritstjórn Litla-Bergþórs.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.