Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 33
Litli-Bergþór 33 Sigurbjörnsson biskup. Félagið stóð fyrir málþingi í Skálholti um framtíð staðarins laugardaginn 19. október undir yfirskriftinni „Skálholt hvað ætlar þú að verða?“ Um 80 manns sóttu þingið og komu þar fram margar hugmyndir og ábendingar sem stjórn félagsins mun vinna áfram með. 16. ágúst var óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson frumflutt í Skálholti af fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit, níu einsöngvurum og Kammerkór Suðurlands. Hljómsveitarstjóri var Petri Sakari og Hilmar Örn Agnarsson er stjórnandi kammerkórsins. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu heimsótti Ingólf og Sigrúnu á Engi og átti við þau spjall fyrir greinaflokkinn „Matreiðslumeistari heimsækir bændur“ í Bændablaðinu 22. ágúst. Sveitarstjórn Biskupstungna samþykkti bókun vegna Kjalvegar í tengslum við bréf Samtaka ferða- þjónustunnar, var bókunin þess efnis að nauðsynlegt sé að hefjast handa strax við uppbyggingu Kjalvegar þar sem ekkert fjármagn hafi verið sett í hann í marga áratugi þrátt fyrir margföldun tekna ríkisins af ferðamennsku þar. Ný símanúmer voru tekin í notkun hjá stofnunum Bláskógabyggðar þann 15. ágúst. Skrifstofan er með númerið 480 3000 og faxnúmerið er 480 3001. Númer Bláskógaskóla er 480 3020. Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum var haldin í og við Aratungu þann 17. ágúst, var veður með eindæmum gott þennan dag og mætti töluverður fjöldi fólks á hátíðina. Keppt var í járnkarlinum og gröfuleikni. Járnkarl varð Samúel Birkir Egilsson á Hjarðarlandi og járnkona varð Sandra Grímsdóttir á Syðri-Reykjum. Í Gröfuleikninni sigraði Grétar Már Grímsson á Syðri- Reykjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og fékk fólk að skoða hana. Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar voru veitt við þetta tækifæri. Viðurkenningar voru veittar fyrir snyrtilegasta sveitabýlið í rekstri, fyrsta til þriðja sæti. Vatnsleysa I-III hlaut fyrstu verðlaun, önnur verðlaun fékk Fellskot og í þriðja sæti var Heiðarbær í Þingvallasveit. Kvenfélag Biskupstungna var með sumarmarkað sinn þennan dag í Aratungu og um kvöldið var haldinn stórdansleikur í húsinu þar sem Geirmundur Valtýsson lék fyrir dansi. Unnið var að vegabótum í sumar og haust á veginum frá Skálholtsafleggjaranum langleiðina upp að Hross- hagaafleggjara. Var vegurinn bæði hækkaður og breikkaður. Réttað var í Tungnaréttum þann 14. september, milli 4500 og 5000 fjár, í ágætis veðri. Heimtur voru ágætar þrátt fyrir leiðinlegt fjallveður og óvenju blautan framafrétt. Um kvöldið var að venju réttaball í Aratungu þar sem hljómsveitin Góðir landsmenn spiluðu fyrir dansi. Í eftirsafni fundust um 80 kindur og síðan er búið að sækja reiting af kindum á bílum, samtals um 16 kindur, þar af fjögur húnversk lömb, sem voru norðan varnargirðingar. Eitthvað af þessum kindum voru flækingar úr Hreppum og af Skeiðum. Samkvæmt Magnúsi grenjaskyttu í Austurhlíð var legið á 19 grenjum í ár, þar af voru einungis tvö í óbyggðum. Hin voru öll í byggð. Unnust 53 dýr þar af 12 fullorðin og 41 yrðlingur. Fimm ný gren fundust á árinu, flest í byggð. Sauðfé í byggð stendur hætta af fleiru en tófunni. Óvenju lélegar heimtur voru á Brekku og Miðhúsum í haust, en á Brekku vantar um 11 lömb af 70 úr heimalandinu. Af þeim sem heimtust lifandi voru 7 lömb hundbitin, að því er talið er, og mikið var um undanvillinga. Á Miðhúsum vantar einnig um 30 lömb í haust, þar af heimtist eitt hundbitið í haust og annað drapst í vor með áverka eftir hundsbit. Í fyrra vantaði einnig 30 lömb á Miðhúsum, en fé frá þessum bæjum gengur í afgirtu heimalandi. Stolið var fatnaði að verðmæti um einnar milljón króna úr versluninni Geysi sunnudaginn 15. september en þjófarnir náðust skömmu síðar með fenginn. Sömu menn voru gripnir við þjófnað úr sumarbústöðum í landi Efri-Reykja í nóvember en sluppu í burt eftir að hafa ráðist á manninn sem stoppaði þá og veitt honum áverka. Náðust þeir skömmu seinna við Úthlíð. Sigurmyndin úr ljósmyndasamkeppni 17. júní í ár. Myndina tók Dana Heiða Becker í Laugarási.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.