Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór Veðurfar sumarsins var fremur einsleitt, miklar rigningar með lítilli uppstyttu á milli þannig að bændur áttu í vandræðum með heyskap. Rúmlega viku þurrkur í lok júlí bjargaði þó heyskap hjá flestum. Hélst rigningin nánast út september. Í október kom tímabil með nokkrum stillum og fallegu veðri en upp úr miðjum mánuði fór að frysta og var kalt en snjólítið fram yfir miðjan nóvember með einstaka hlákudegi á milli. Þá kom hlýindakafli með rigningum og vindbelgingi en í byrjun aðventu tók að snjóa með hörku frosti og roki á köflum. Þau Geirþrúður Sighvatsdóttir í Miðhúsum og Magnús Kristinsson í Austurhlíð buðu vinum, vandamönnum og sveitungum öllum að fagna með sér 60 ára afmælum þeirra sem þau áttu með stuttu millibili og fór fagnaðurinn fram í réttinni í Úthlíð þann 8. júní. Í sumar var komið upp merkingum með nöfnum gömlu hreppanna, Biskupstungur, Laugardalur og Þingvallasveit, við hreppamörk Bláskógabyggðar. Haldið var upp á 17. júní að vanda. Að þessu sinni fóru þó hátíðarhöldin fram inni í Aratungu eftir að þau hafa verið í Íþróttahúsinu frá vígslu þess. Var gerður nokkuð góður rómur að þessari tilbreytni. Fjallkona í ár var Freydís Halla Friðriksdóttir í Vegatungu. Veitt voru verðlaun fyrir vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppni, kassabílarallýið var á sínum stað og eins sundlaugardiskótekið um kvöldið. Erna Brynhildur Jensdóttir á Tjörn lést 16. júní og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. júní en hún var jarðsett að Torfastöðum. Dýragarðurinn í Slakka sem er í eigu Helga Sveinbjörnssonar, fagnaði 20 ára afmæli sínu í sumar. Í dýragarðinum eru nú um 50 tegundir af dýrum, þar er púttvöllur, veitingasala og leikaðstaða fyrir börn. Litla tómatabúðin var opnuð á Friðheimum 22. júní og var það Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sem klippti á borða við opnunina. Búðin er rekin í tengslum við garðyrkjustöð hjónanna Helenu Hermundardóttur og Knúts Rafns Ármann. Jafnframt var ný heimasíða Friðheima opnuð. Þann 4. júlí var opnulöng umfjöllun um Friðheima í Bændablaðinu í tilefni þessa. Gunnlaugur Skúlason dýralæknir hélt upp á 80 ára afmælið sitt þann 6. júlí og bauð vinum og sveitungum að fagna með sér í Aratungu. Nokkrir Biskupstungnamenn voru matgæðingar Dagskrárinnar í sumar. Þetta voru þær: Steinunn Bjarnadóttir, Jóhanna Hafdís Leifsdóttir, Freydís Örlygsdóttir, Agla Þyri Kristjánsdóttir, Elfa Björk Kristjánsdóttir og Auður Kjartansdóttir. Boltinn kom handan úr hrepp frá brottfluttri Tungnakonu, Guðbjörgu Jóhannsdóttur í Ásatúni og fór aftur yfir í hrepp til annarrar brottfluttrar Tungnakonu Svövu Kristjánsdóttur í Birtingaholti. „Í lystigarði ljúfra kála“ var nafn tónleika sem haldnir voru á Engi í sumar. Voru það Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir blokkflautuleikari, Tinna Sigurðardóttir söngkona og Svanur Vilbergsson gítarleikari sem stóðu fyrir þeim. Í Skálholti hefur ýmislegt verið um að vera: Sumartónleikar stóðu að venju um fimm vikna skeið og var Hreiðar Ingi Þorsteinsson, frá Laugarási, útnefndur staðartónskáld Skálholtsstaðar í ár. Skálholtshátíð var hald- in helgina 18. til 21. júlí. Þess var minnst sérstaklega að í sumar voru 50 ár liðin frá vígslu Skálholtskirkju og afhendingu Skálholtsstaðar til þjóðkirkjunnar. Stofnun nýs Skálholtsfélags fór fram á hádegi laugardagsins 20. júlí. Í bráðabirgðastjórn félagsins, sem situr til 20. júli 2014 en þá er fyrsti aðalfundur félagsins, sitja: Guðmundur Ingólfsson á Iðu, Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis. Jón Sigurðsson rekstrarhagfræðingur, K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum og Karl Hvað segirðu til? Gunnlaugur gleymdi að bjóða mér. Ég hélt að ég væri besti vinur hans. Það er greinilega rangur misskilningur. Fjallkona á 17. júní var Freydís Halla Friðriksdóttir í Vegatungu. Ljósmynd: Jón K.B. Sigfússon

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.