Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35 Á síðastliðnu ári hafa ungmenni stundað fjölbreyttar æfingar á vegum ungmennafélagsins. Eins og oft áður er það yngsta kynslóðin sem mætir hvað best og sum börn mæta á allar þær æfingar sem í boði eru fyrir þeirra aldurshóp. Í ár geta yngstu félagarnir stundað fimleika, knattspyrnu og körfubolta og svo er íþróttaskólinn alltaf mjög vinsæll. Hjá þeim eldri er það knattspyrnan og glíman sem eru best sótt en í ár buðum við einnig upp á „bland og fjör“ en það eru íþróttatímar sem einkennast af leikjum og íþróttum að vali iðkenda og reynum við að koma til móts við óskir þeirra hverju sinni. Þar hefur badminton verið svolítið spilað og kannski er að byggjast upp grundvöllur til að fara að bjóða upp á að iðka badminton reglulega. Því miður virðist íþróttaáhuginn hafa dalað hjá elstu krökkunum og í dag eru einungis fimm börn í 8. bekk sem æfa með félaginu. Þess ber þó að geta að mjög fjölbreytt íþróttaval er í boði í grunnskólanum sem nemendur nýta sér vel og má vera að þau fái sína hreyfiútrás þar. Í vor var í fyrsta sinn í langan tíma boðið upp á leikjanámskeið. Var það afar vel sótt og voru börnin mjög ánægð með námskeiðið í alla staði, þrátt fyrir að sumarið hafi látið bíða eftir sér. Strax í framhaldinu var svo boðið upp á sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina og sem fyrr var það Guðbjörg Bjarnadóttir sundkennari, sem sá um það. Ég hvet foreldra eindregið til að fara með börnin sín á sundnámskeið, það skilar sér sannarlega, það er ódýrt að fara í sund og heilsusamlegt. Það er gott að sjá að „litli“ þreksalurinn okkar er ágætlega nýttur en börn hafa ekki haft aðgang að honum hingað til. Ég vil gjarnan hvetja alla Tungnamenn til þess að koma í þreksalinn, laugina og í íþróttahúsið og nýta sér þá aðstöðu sem í boði er. Hver veit nema styttist í að við fáum stærri þreksal sem getur ef til vill nýst betur til dæmis í skólaíþróttum. Verum dugleg að hreyfa okkur í vetur og tökum börnin með í salinn á laugardögum. Nú er opnunartíminn orðinn mjög rúmur, eða frá kl. 10 - 18 og ættu allir að geta fundið stund til að eiga góðan dag í húsinu, Pési mun taka vel á móti öllum. Agla Þyri Kristjánsdóttir. Gleðileg jól og farsælt komandi ár upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Íþróttadeild Ungmennafélags Biskupstungna

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.