Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Molarnir Æskulýðsfélagið Molarnir sér um æskulýðsstarf fyrir unglinga frá áttunda bekk grunnskólans til fyrsta bekks í framhaldsskóla. Fundirnir eru yfirleitt haldnir aðra hverja viku í Skálholtsbúðum og standa frá 20 til 22. Nú í ár eru í kringum 40 krakkar sem sækja starfið og koma mörg hver langt að. Um fundina sjá leiðtogar en þeir koma bæði úr sveitinni og úr Reykjavík. Fundirnir eru vel skipulagðir og byrja flestir á einhverskonar leik eða þraut sem er í gangi út fundinn en undir lokin er tekin bænarstund og krakkarnir fá Prins Póló og djús. Á hverju ári fer æskulýðsfélagið á tvö mót til þess að kynnast unglingum úr öðrum félögum og hafa gaman saman. Fyrra mótið er haldið í febrúar í Vatnaskógi þar sem æskulýðsfélögin af höfuðborgarsvæðinu koma saman ásamt Molunum og æskulýðsfélaginu á Selfossi. Seinna mótið er Landsmót æskulýðsfélaganna, haldið í október, en þar koma saman unglingar af landinu öllu. Það mót er haldið á mismunandi stöðum á hverju ári. Krakkarnir eru nú nýlega komnir heim af slíku móti sem haldið var í Keflavík. Þar stóðu þau sig með prýði og skemmtu sér konunglega. Þau lögðu mikinn metnað í skemmtiatriðið sem þau fluttu á mótinu, ekki síst búningana, þar sem þau voru verur úr myndinni Avatar, og fengu unglingarnir fyrstu verðlaun fyrir búningana. Molastarfið stendur frá september og fram í lok maí en loka fundurinn er haldinn í Haukadalsskógi þar sem allir grilla saman og fara í leiki. Molararnir halda úti hóp á facebook sem heitir Molar! Allir sem vilja fylgjast með Molunum eru velkomnir í þann hóp. Konný Björg Jónasdóttir, æskulýðsfulltrúi. Meðfylgjandi myndir sýna æskulýðsstarfið í Skálholti og á Landsmótinu. Þórhildur Sif Loftsdóttir ásamt æskulýðsleiðtogunum Konný Björg Jónasdóttur og Herdísi Ingvadóttur. Brynhildur Óskarsdóttir, æskulýðsfulltrúi, ásamt Guðmundi Hermanni bróður sínum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.