Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27 litlir snillingar á ferð. Það er einnig gaman og mjög mikilvægt að geta sagt frá því að foreldrar eru ánægðir með starf deildarinnar og það sem skiptir mestu máli er að börnunum líður vel, en vellíðan er ein helsta forsenda þess að börnin geti lært. Það er margt spennandi framundan í leikskólanum. Við í Lambadal ætlum að hafa tónlistarviku í nóvember. Þetta gerum við til að efla tónlistina sem fag. Við kynnumst helstu tegundum tónlistar, skoðum hljóðfæri, fáum undirleik í söngstund, dönsum, hlustum á ýmiss tónverk og margt fleira. En helst af öllu ætlum við að hafa gaman. Við gleðjumst yfir því hvað tónlistin er ríkur þáttur í menningu okkar. Þemað þennan veturinn er fuglar. Nú, ekki líður á löngu þangað til við verðum farin að syngja eitt og eitt jólalag og svo kemur að því að búa til fallega hluti sem við ætlum svo að gefa mömmu og pabba í jólagjöf. Þetta er spennandi verkefni og oft fylgir því mikil gleði hjá litlu barni að geta glatt mömmu og pabba með eigin handverki. Ekki spillir fyrir ef maður er búinn að læra að segja ekki frá hvað leynist í pakkanum .... En umfram allt þarf starf okkar í jólamánuðinum líkt og aðra mánuði ársins að einkennast af hlýju og kærleik. Við þurfum að vera umburðarlynd og sýna samhug. Þetta er eitthvað sem litla samfélagið okkar hér í fallegu sveitinni á auðvelt með að gera. Börnin í Lambadal senda sveitungum sínum góðar kveðjur og minna alla á að vera góðir við náungann. Fyrir hönd Lambadals, Gréta Gísladóttir deildarstjóri. Verslun og bensínafgreiðsla Opið 9:00 til 21:00 alla daga í sumar Allar almennar matvörur og olíur Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðið

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.