Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9 fólk. En þegar sjóndeildar-hringurinn víkkaði og kynni tókust með fleira fólki snerist þetta við og mér fór að finnast þeir bræður Steini og Tómas faðir minn sérstakari en mér fannst áður. Báðir urðu þeir gamlar sálir löngu áður en líkami þeirra varð gamall og það var betra að fara vel að þeim. Hjá Steina snerist lífið fyrst og fremst um kindur og hunda, auk hins daglega búskaparamsturs, en hann var afburða vinnusamur og ósérhlífinn. Við búskaparamstrið áttu nýjungar sjaldan greiða leið að hjarta hans. Haldið var fast í gömul vinnubrögð sem útheimtu oftast líkamlegt erfiði. Þegar rætt var um að taka upp nýja tækni eða vinnubrögð var svarið jafnan „Ég held ég yrði ekkert bættari með það“. Manni verður hugsað til þess í samanburði við nútímabúskaparhætti þar sem afköstin eru mikil án þess að mannshöndin þurfi að gera mikið. Í Helludal bjó Steini með um 200 kindur þegar flest var. Nokkur hross voru á bænum. Kúnum var fargað 1968, fyrir mitt minni. Arðsemi af búskapnum var ekki sett á oddinn. Það voru önnur markmið sem réðu för, þetta var lífstíll. Vinnustundirnar við hans litla bú voru óendanlega margar og ekki var verið að hlífa sér á sunnudögum. Það var engu líkara en markmiðið væri að vinna sér allt erfitt. Hann var algerlega meðvitaður um það og þegar ég ræddi þetta við hann var svarið oftast „Sjálfskaparvíti eru verst af öllum vítum“. Lengra varð ekki komist með það. Dæmi um það er gamli heypokinn. Steini var lengst af með sauðfé á tveimur stöðum. Í fjósinu við bæinn og á Bingnum sem kallaður var, áleiðis inn í Haukadal. Þangað er u.þ.b. hálfur kílómetri. Til gegninga var gengið tvisvar á dag í hvaða veðri sem var, ekki þýddi að reyna að breyta því. Alltaf fótgangandi og með stóran heypoka sem hann bar fullan af heyi báðar leiðir fram á síðustu ár. Aðra leiðina með moð austur á Bing fyrir hrossin. Í bakaleiðinni var hann borinn fullur af heyi fyrir féð sem var í fjósinu. Það var ekki vegna þess að ekki væru til tæki til slíkra flutninga. Aðspurður sagðist Steini bara mega til með að nota ferðina, sér fyndist bara ómögulegt að vera ekki með eitthvað á bakinu. Kvartaði þó gjarnan yfir að hann væri slituppgefinn eftir pokaburðinn. Ég minnist líka gamla mörkunarhnífsins, sem var liðónýtur og bitlaus. Ekki mátti nota neitt annað lengi vel. Þegar við vorum að marka lömbin eitt vorið, mig minnir árið eftir fermingu mína, og ekkert gekk með þessu verkfæri, missti ég þolinmæðina og hljóp inn í bæ og fann þar nýja markatöng sem ég vissi að hafði verið til í mörg ár og aldrei verið notuð. Ég tók hana úr umbúðunum og byrjaði að nota hana í óþökk Steina til að byrja með. En upp frá þeim degi, eftir nokkurt þóf, var gamli hnífurinn aflagður. Hann gerði síðan grín að því sjálfur hvað hann hefði verið þrjóskur að ætla að nota þennan ónýta hníf fram í rauðan dauðann. Eftir á var hann dauðfeginn að hnífdruslan var aflögð og mörkunin í öðrum höndum. Vetrarrúning reyndi Steini í þrjá vetur, þá var ekki lengur við það unað. „Ég hátta frekar í björtu en horfa upp á ærnar strípaðar einn veturinn enn“, sagði hann. Honum fannst alveg óþolandi að sjá féð nýrúið að vetri og hélt margar ræður um að vetrarrúningur væri skref aftur ábak og leyndi ég því ekki að ég var mjög ósammála honum um það. Lengi átti Steini gráa rollu sem hann kallaði Gúlbikkju. Það kom þannig til að það myndaðist gúll í annarri kinninni á henni þegar grastugga safnaðist fyrir þar. Elta þurfti rolluna uppi sumarlangt á hverjum degi, við misjafna hrifningu sumra, til að hreinsa úr gúlnum. Ekki kom til greina að fella hana fyrr en hún var rígfullorðin. Minnisstæð er mér Svört gamla sem lifði í 18 vetur. Fædd árið á eftir mér. Síðustu árin fékk hún að dvelja í garðinum við bæinn. Sumarið sem hún fór yfir móðuna miklu þurfti að reisa hana á hverjum morgni. Hún dó drottni sínum án þessa að mannshöndin hefði þar áhrif. Hún var jörðuð í skógarreitnum ofan við bæinn. Dætur Svartrar gömlu fengu einnig mikla umönnun síðustu æviár sín. Þetta er til marks um að skepnurnar hans Steina nutu nánast fullra mannréttinda. Það duldist engum sem þekktu hann að framkoman við skepnur var einstaklega hlý og varfærin. Var þá sama hvort um var að ræða kindur, hunda, hross eða svín. Hafi einhver staðið undir því að vera kallaður dýravinur þá var það Steinar Tómasson. Varla finnast mörg dæmi um annað eins og ættu aðrir að taka til eftirbreytni. Oft var ég minntur á að manni myndi hefnast fyrir að koma leiðinlega fram við skepnur. Mér varð það einu sinni á að sparka í gyltu sem lét illa að stjórn og þá fékk ég heldur betur pistilinn frá mínum manni. Ég tel mig hafa staðið við fyrirheit um góða framkomu við skepnur eftir það. Ekki var það algengt að Steini gerði sér glaðan dag. Hann var heimakær með afbrigðum og bundinn sínum átthögum. Á þrjár vetrarvertíðir fór hann þó, tvær suður með sjó og eina í Þorlákshöfn. Vetrarpart Steinar og Helludalur í baksýn. Myndin er tekin 1987 af Óskari Björnssyni. Þarna er Steini sjötugur.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.