Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 31
Sofnar lukkan sómasnauð, sorgin fer á stríða. Lömbin smáu liggja dauð lands um bygðir víða. Eitt er nú, sem ama bar, Óðins heljar skríði, sjer hún muni sveima þar svívirðingar líki. Ekki var það Ýmis bein, eigi parið kendi; sínum fríða sjónarstein seljan hringa rendi. Vann svo ræða veigalind: „veldu snauða tapi, það er einhver amakind, ekki hýr í skapi.“ Hallur svarar hringabil: „Hvetjum nú úr sporum, svoddan fjanda síst jeg skil, segja föður vorum.“ Hallur fer og hleypur inn, hvergi neitt þó skilur. Finnur karlinn föður sinn frjettir allar þylur. „Eitt er skrípi ofar jörð, að því máttu hlera, okkar sauða hrekur hörð hvergi má hún vera. Vekur þetta skemdar skaup skaðsemdir ófínar; lömbin smáu liggja dauð lands um bygðir þínar.“ Anzar karl og ygldi sig, orða beitir geiri: „Þið hafið leyndan þessu mig. Það er skaðinn meiri. Ertu Hallur eins og fljóð, ei sem nennir breka, út af minni eigin lóð óvættið að reka.“ Húfur rekið hlustum frá hlýðið ljóðum sönnum. Býð jeg eina bragarskrá Biskupstungnamönnum. Býr á Fljóti auðs með arð, eftir gömlum vanda; á þar bæði góss og garð gautur frægur randa. Svona frá því sagan tjer, sem er varla skreyti, góins binga gildur ver Guðmundur að heiti. Þegar um hann þjóðin tjer, þeytir orðaslöngu, sá er geira gildur ver giftur fyrir löngu. Ein er dóttir hjónum hjá, heima garðinn skreytir, piltar hrósa pilsagná, Pálína sem heitir. Hennar bróðir Hallur þá, háður engum trega. Honum sagan seinna frá segir greinilega. Þessi klæðakvistur eins, kostum búinn fínum; lýðir segja lundur fleins líkist föður sínum. Eigi neitt til ama ber, áfram stundir líða. Veður lægja, vetur fer, vorið kemur blíða. Hverfur snjóa helið kalt, heyrist söngur fagur. Þá er kominn yfir alt upprisunnar dagur. Ærnar bera út um jörð; yngis heimasæta Pálína á hendi hjörð hefur þá að gæta. Eins og blásið væri í voð vinds af gusti hröðum Hallur lætur hófagnoð hlaupa að Kvervatnsstöðum. Hallur bónda hitta fer, honum tjer í skyndi, segist hafa eins og er eitthvert smáerindi. Vekur bóndi svo um sinn svör með anda fínum: „Hvernig líður, Hallur minn, honum föður þínum?“ „Hann er karlinn hjer um bil hugar kvalinn pínum og mig sendi yðar til í vandræðum sínum. Helst er pabba hyggjan fróð, hugarpín svo linni, byssuskot og bjölluhljóð bót á slíku vinni.“ „Umfram hluti alla má aðgæslunni beita, ef þig fýsir eggjaþrá Óms á kvendi þreyta. Heimilt skal þjer haglatröll, hjer við máttu una, en víga til að vekja sköll vantar hvellhettuna.“ „Um það hirði ekki par,“ illir leikir grána, Hallur svarar: „Hinir það hljóta mjer að lána.“ Sagan getur eins þar um, Óms á beru kvendi, taumahjera tygjuðum til Úthlíðar rendi. Hettur, púður hann fjekk þá, hugði’ um lambaskaðann, og nú ríður eins og má ánægðastur þaðan. Litli-Bergþór 31 svo var hann mikill fjörmaður að hann réri út við Faxaflóa mörg ár eftir það. Lét hann þá leiða sig heiman og heim og kváðu menn enga töf af honum. Heima stundaði hann einkum að ríða körfur og þótti vel gjört, þó eftir alsjáandi mann hefði verið. Eina þeirra þá Kristján konungur 9. af honum á þjóðhátíðinni. Hneigður var hann fyrir bókmenntir og fékk iðurlega unglinga til að lesa fyrir sig blöð og bækur. Á síðari árum var hann orðinn hrumur. Helztu heimildir: Kirkjubækur úr nokkrum prestaköllum, dómsmála- og bréfabækur sýslumanns í Árnessýslu, bréfabækur bæjarfógeta Reykjavíkur og amtmanns. Það sem Jón orti er nú glatað, nema tvær rímur af Halli bónda á Stóra-Fljóti, og birtist hér önnur þeirra sem Lesbók Morgunblaðsins fékk frá Kristni Kristmundssyni, skólameistara á Laugarvatni.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.