Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór 17 Það var lítil og léleg rafstöð við bæinn sem hafði verið byggð 1939 og gaf ljós allan sólarhringinn þegar hún var í lagi og það var mikill munur að hafa ljós við heimilisstörf og mjaltir. En stöðin gat samt oft dottið út heilu dagana. Ef rigndi breytti farvegur lækjarins sér og þá þurfti að stífla og veita vatninu í réttan farveg. Ef þurrt var var ekki nóg vatn. Og svo var hún alltaf að bila. Við eignuðumst þrjá stráka, Sigurfinnur er fæddur 10. maí 1947 og er bóndi hér í Efstadal, Theodór Indriði er fæddur 17. september 1950, hann er bifvélavirki og líka bóndi hér í Efstadal og yngstur er Gunnar, fæddur 29. júlí 1953, og býr á Laugarvatni. Hann er vélvirki og rekur ferðaþjónustu. Samtals eru börn, barnabörn og voru skornar. En þetta er erfitt land að smala og við tókum ekki kindur aftur. Það er allt að hverfa í skóg. Þeir fóru að smala um daginn þegar laufið var fallið og ég ætlaði að sjá safnið. Það var þá bara tveir lambhrútar! Það er ekki hægt að finna skepnurnar í þessum skógi. Það er líka gaman að fara á hestbak. Fyrir 12 árum komu 50 konur og við fórum í reiðtúr upp að Brúará og síðan að Klofningaflötum við Hóla. Konurnar spurðu mig hvort ég ætlaði ekki af baki, en ég sagðist ekki ætla af baki af því að ég hefði svo mikið fyrir því. Svo reið ég út á grasflöt til að leyfa hestinum að bíta, en þá lagðist hann og ég steig af baki með stæl! Þær héldu auðvitað að hann ætlaði að velta sér með mig, en það gerði hann ekki. Þetta eru skynugar skepnur. Það er hálfa lífið að kunna að meta skepnurnar og njóta þess að vera í kringum þær. Ég man líka þegar ég reið í Tungnaréttir, þegar verið var að koma með lömb eftir fjárskiptin 1952. Ég fór ein ríðandi yfir brúna á Brúará í gömlu Tungnaréttirnar. Theodór og Sigurfinnur voru þá tveggja og fimm ára og ég sé það fyrir mér þegar þeir leiddust yfir til Guðrúnar í Vesturbænum, sem passaði þá á meðan. Ég hef verið óskaplega heppin með tengdadæturnar, þær eru allar góðar, en Ragnheiður er mér sérstaklega ómetanleg, passar uppá að mig vanti ekkert og tekur mig með í ferðalög, t.d. með kvenfélaginu og svoleiðis. Strákarnir eru líka duglegir að taka mig með þegar þeir eru að fara eitthvað. Ég hef mjög gaman af því að fara með þeim í bíltúra og ég hef líka farið með þeim á vélsleða á veturna. Ég held að það sé rétt að lífið er til að hafa gaman að því, það þýðir allavega ekki að vera í fýlu. Best að muna það sem er skemmtilegt og gleyma því leiðinlega segir Kristrún og brosir kankvís. Með þessum góðu lokaorðum kveð ég Kristrúnu og þakka henni kærlega fyrir veitingarnar og skemmtilegt spjall. barnabarnabörn orðin tólf. Kristrún býður upp á pönnukökur og ómengaða kúamjólk, sem blaðamaður Litla-Bergþórs slær ekki hendinni á móti. Guðmundur Jóhannesson læknir sagði við mig: „Þú mátt ekki fitna út af liðunum og þú verður að rétta úr bakinu“ og tók í axlirnar á mér til að rétta úr mér. Ég hef ekki sett sykur í kaffi síðan og borða ekki bakkelsi sjálf. Litlu krakkarnir spyrja: „afhverju er amma svona sperrt?“ Það er von, en ég verð að gera það, annars væri ég í hjólastól. Ég reyni alltaf að vera úti þegar gott er veður og hreyfa mig. Labba út um tún, og stundum slít ég upp njóla. Mér leiðist að hafa njólann, það er góða tíðin sem gerir að hann dreifir meira úr sér. L-B: Ég hef frétt að þú hafir stundað minkaveiðar. Getur þú sagt frá því og öðrum áhugamálum þínum? Kristrún: Jú, ég held ég hafi veitt 62 minka um ævina. Það var mikill minkur hér, heima í fjósi og allsstaðar. Ég sá fyrsta minkinn úti á hlaði þar sem hann var að drepa hænurnar. Það var 1949. Minkurinn var gæfur, örugglega búrdýr og labbaði sér inn í skemmu. Þar náði ég að loka hann inni og síðan sáu karlarnir fyrir honum. Ég fór svo að veiða minka í kassa og notaði mýs sem agn. Veiddi mikið af þeim niður við á. Ég hef samt ekkert farið að veiða síðustu tvö árin. Svo veiddum við Sveinn á Drumboddsstöðum stundum silung í Brúará, Sveinn kom með netstúf. Það var gaman og góður silungur. Ég tíni líka ber á haustin og bý til saft, í fyrra tíndi ég 23 kg, en ekkert í ár, enda var lítið sem ekkert af berjum. Ég reyni að borða hollt, bý til mat handa mér, bara venjulegan, engin fínheit. Ég hef alltaf haft gaman af því að vera innan um skepnur, sérstaklega kindur. Sá eftir þeim þegar þær Fjölskyldan í Efstadal 1. Talið frá vinstri: Sigurfinnur, Kristrún, Theodór, Vil- mundur og Gunnar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.