Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 25
Litli-Bergþór 25 Lionsmenn kynna sér minkarækt á búinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á myndinni má sjá þá Hilmar Ragnarsson Reykholti, Jón Örvar á Geysi, Bjarna á Brautarhóli, Hjalta í Ásakoti, Þorstein á Hábrún, Björn í Úthlíð, Örn í Lindatungu, Snorra á Litlu-Tjörn, Þorfinn á Spóastöðum og Sigurð á Reykjavöllum. Raflagnir - Viðgerðir Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að við sækjum um öll leyfi fyrir heim- taug að sumarhúsum og lagningu raflagna Heimasími: 486 8845 Verkstæði: 486 8984 GSM: 893 7101 Gleðileg jól Í félagsheimilinu Árnesi var boðið upp á súpu og sýningu á margmiðlunarmynd um Þjórsá auk þess sem Oddur Bjarnason bóndi á Stöðulfelli fræddi okkur um Gnúpverjahreppinn og sagði sögur af svæðinu. Opinn fundur um lestur var haldinn í Aratungu 2. október. Fjallað var um lestur almennt, þróun læsis, lestrarkennslu og lestrarörðugleika. Frum- mælendur voru: Guðrún Björt Ingvarsdóttir fulltrúi frá Lionshreyfingunni, Sigurlaug Jónsdóttir, tal- meinafræðingur, Elinborg Sigurðardóttir, sérkennslu- og kennsluráðgjafi, Hrund Harðardóttir, skólastjóri Bláskógaskóla og Gunnar Sverrisson bóndi í Hross- haga. Það hefði verið ánægjulegt að sjá fleira fólk úr byggðarlaginu á fundi um þetta mikilvæga málefni, sérstaklega úr röðum foreldra og skólafólks. Kveikjan að fundinum er lestrarátak Lions sem felur í sér að hvetja til lestrar, bæta lestrarkunnáttu og vinna gegn ólæsi. Fjár er aflað með vegahreinsun, útgáfu símaskrár fyrir Biskupstungur og samkomuhaldi, svo sem hagyrðinga- og sagnakvöldi. Sagnakvöld var haldið í Aratungu föstudaginn 25. október. Sagnakvöldinu stjórnaði Bjarni Harðarson og auk hans komu fram fimm sagnamenn úr héraðinu. Að lokum má geta þess að næsta heimsókn verður í desember. Þá fara félagsmenn í Skálholt þar sem Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup verður gest- gjafi. Hallgrímur Magnússon ritari. Frá heimboði í Friðheima: Bjarni, Snorri, Jón Örvar og Svavar sællegir á svip.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.