Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 13
Vaskir réttabyggingarmenn í lok ágúst 2013: Ólafur Jónasson Reykholti, Hjalti í Ásakoti, Helgi Kjartansson Reykholti, Trausti í Austurhlíð, Rúnar á Vatnsleysu, Smári Þorsteinsson Hábrún, Sævar í Arnarholti, Egill í Hjarðarlandi, Þorsteinn Þórarinsson Hábrún, Magnús í Austurhlíð, Guðmundur á Vatnsleysu, Brynjar á Heiði, Loftur í Myrkholti og Egill á Vatnsleysu. Litli-Bergþór 13 Vorið fór í að taka burt upprunalegu járngrindurnar og toga upp gömlu sökkulstöplana. Gekk það vel eins og vænta mátti og var því lokið í júní. Þá tók við biðin langa eftir nýju grindunum, en þær þurfti að senda í galvaniseringu að smíði lokinni. Grindurnar voru smíðaðar hér í Tungunum af listasmiðnum Óskari í Goðatúni (í landi Reykjavalla) og eru vandaðar að allri gerð. Í byrjun ágúst birtust svo grindurnar og stuðið hófst. Byrjað var af fullum krafti helgina 10. og 11. ágúst. Mættu hátt í tuttugu manns báða dagana og náðist að setja upp þriðjunginn af grindunum þessa helgi. Ákveðið var í framhaldinu að setja upp helminginn af grindunum áður en sökkulstöplar yrðu steyptir. Allar holur fyrir þá höfðu áður verið boraðar upp og gengu nýju grindurnar upp í gamla kerfinu. Í hinum helmingi réttanna þurfti hins vegar að grafa upp nýjar holur til að grindurnar gengju upp. Steypuvinna við hvorn Tungnaréttir Seinni hluti réttauppbyggingar 2013 Búið að stilla nýju grindunum upp. Magnús í Austurhlíð og Guðmundur á Vatnsleysu vinna við réttasmíði á rigningarsumri. helming tók eina kvöldstund og var vel mætt í bæði skiptin. Að því loknu var sementssteypuglundri hellt í uppistöðuprófílana og settur tappi á. Réttirnar voru nánast fullkláraðar þann 6. september og var þá einnig búið að skipta um hliðgrindur í safngerðinu en eftir að setja nýtt hlið í hestagerðið. Var það gert í vikunni fyrir réttir. Á réttadaginn má segja að allt hafi verið tilbúið. Fjáröflun var haldið áfram til að standa straum af kostnaði við þennan seinni áfanga uppbyggingarinnar. Diskur með heimildamynd Ólafar Hermannsdóttur, Þjófadalafjöllin, hefur selst vel og fengið afar góðar viðtökur. Blásið var til tónleika í október með Ljótu Hálfvitunum og var vel mætt þó þeir hefðu mátt tala minna og spila meira að mati sumra tónleikagesta. Hagyrðingakvöld var haldið í Aratungu þann 8. mars. Var það vel sótt og okkar góðu gestir, sem þar skemmtu fyrir ekki neitt, máttu vel una við undirtektirnar. Komu kvæðamenn að norðan og öttu kappi við snillinga af Suðurlandi m.a. einn úr Tungunum. Vinir Tungnarétta endurtóku leikinn frá í fyrra og héldu ball í ágúst í tengslum við Tvær úr Tungunum. Ágóðinn af því rann í sjóð félagsins. Þegar þetta er ritað liggur lokauppgjör ekki fyrir en óþarfi er að vera annað en bjartsýnn á útkomuna. Til stendur að vígja nýju réttirnar við hátíðlega athöfn næsta sumar, 2014. Oft er sagt að margar hendur vinni létt verk. Það hefur sannast við endurbyggingu Tungnarétta, en einnig má segja að hér hafi samhentur hópur manna lyft Grettistaki með góðri aðstoð fjölmargra sem komu að verkinu á einn eða annan hátt. F.h. stjórnar Vina Tungnarétta Sævar í Arnarholti, ritari.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.