Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 14
14 Litli-Bergþór Í Efstadal, efst og austast í Laugardal býr Kristrún Sigurfinnsdóttir, nú 94 ára að aldri, ekkja Vilmundar Indriðasonar bónda þar. Hún er ern og býr enn í sínu eigin húsi í Efstadal og tekur á móti gestinum hress í bragði. Kristrún á ættir að rekja austur yfir Brúará í Biskupstungur og blaðamann Litla-Bergþórs langar að forvitnast um rætur hennar þar og búskapinn í Efstadal. Kristrún: Ég er fædd á Bergsstöðum í Biskups- tungum 3. janúar 1919 en foreldrar mínir voru úr Hreppunum. Faðir minn, Sigurfinnur Sveinsson, fæddur 1884 og dáinn 1966 var reyndar ættaður undan Eyjafjöllum, frá Nýjabæ og var af seinna hjónabandi föður síns. Alls voru þau 10 systkinin, þar af bjuggu sjö í Hreppum og í Biskupstungum. Alsystir hans stórt og mikið timburhús, gott á sumrin en ofsalega kalt á vetrum. Það hafði orðið fyrri eiganda dýrt í byggingu og þess vegna þurfti hann að selja það. Þar var þá engin eldavél, bara hlóðir og mér var sagt að frostaveturinn mikla 1918, hafi verið svo kalt, að það myndaðist svell á gólfinu þegar skúrað var út á kvöldin. Þá hafði Sveinn uppeldisbróðir minn haft gaman af að renna sér fótskriðu á gólfinu. Síðar var sett upp eldavél með miðstöð og ofnar. Þar sem þetta þótti betra húsnæði en annarsstaðar, kom fyrir að það væru samkomur og böll á Bergs- stöðum. Rúmin voru þá tekin úr baðstofunni og dansað! Sveinn Kristjánsson, sem bjó seinna á Drumb- oddsstöðum, var alinn upp hjá okkur á Bergsstöðum. Hann var fæddur 1912 og kom fimm ára til okkar. Hann var systursonur pabba, sonur Guðríðar, en Kristján faðir hans veiktist og fjölskyldan tvístraðist. Eftir að Þorsteinn Þórarinsson á Drumboddsstöðum fórst í Brúará keypti pabbi Drumboddsstaðina af Guðríði systur Þorsteins. Seinna settist Sveinn þar að og afkomendur hans búa þar enn. Það voru mikil samskipti yfir í Hrunamannahrepp þegar ég var að alast upp. Þegar foreldrar okkar fóru að heimsækja ættingja, fara í fermingar og þessháttar, var farið yfir Hvítá á Kópsvatnseyrunum. Við krakkarnir vorum bundin á hestana og svo var teymt yfir. Það var ekki fyrr en brúin kom á Tungufljót 1929, að við fórum að þekkja fólkið í Ytri-Tungunni. Við vorum fjögur systkinin, elstur Þorsteinn fæddur 1917, smiður. Svo kom ég, fædd 1919, þá Þórunn, fædd 1920, starfaði sem saumakona og yngst var Dóróthea fædd 1924, líka saumakona. Þær voru báðar saumakonur af Guðs náð og gekk vel í sínu fagi í Reykjavík. Búið á Bergsstöðum var ekki stórt, kannski fjórar kýr og innan við 200 kindur og nokkrir hestar. Ég man það ekki vel. Þetta var lítil jörð og pabbi var fatlaður, var með staurfætur af því að hann var svo slæmur í mjöðmunum. Það hefur gengið í ættir, ég er svona líka. Búið að skipta tvisvar um hvorn mjaðmalið og einu sinni um hvorn hnjálið hjá mér. Það var góð vetrarbeit á Bergsstöðum en oft hart á vorin og þurfti að gefa lengi. Hestar voru látnir ganga úti. Viðtal: Geirþrúður Sighvatsdóttir Kristrún í Efstadal „Ég hef alltaf verið mikið fyrir hesta og kindur“ Jónasína Sveinsdóttir bjó í Holtakotum, kona Einars J. Helgasonar, og albróðir hans, Sveinn Sveinsson bjó á Hrafnkelsstöðum, þar sem afkomendur hans búa enn. Guðrún hálfsystir hans bjó í Kjarnholtum, gift Gísla Guðmundssyni, formóðir Kjarnholtafólksins og önnur hálfsystir, Guðbjörg, bjó í Torfastaðakoti stuttan tíma. Faðir minn var í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi um tíma, hjá hálfbróður sínum Sveini Sveinssyni eldri, og einnig í Hruna. Móðir mín, Guðrún Þorsteinsdóttir var yngst barna Þorsteins í Haukholtum, fædd 1884 dáin 1968, dóttir ráðskonu hans Þórunnar Jónsdóttur, sem tók við búi eftir að kona hans Guðrún Loftsdóttir dó. Hálfsystkini hennar voru m.a. Loftur Þorsteinsson, en afkomendur hans búa enn í Haukholtum, Halla Þorsteinsdóttir á Grafarbakka, og Guðrún Þorsteinsdóttir (eldri) í Langholtskoti. Faðir minn keypti Bergsstaði 1914, hann hefur verið þrítugur þá, og kom móðir mín upphaflega sem ráðskona til hans að Bergsstöðum. Húsið var mjög Kristrún og Vilmundur á brúðkaupsdaginn 1945.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.