Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 36

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 36
36 Litli-Bergþór Rauður Grasið er fallegt og grænt, en það er alls ekki gott. Himininn fallega himinblár, en því miður geturu ekki tekið hann. Blómið er gult með bláa miðju, bæði er það lítið og fallegt. Regnboginn er rauður, blár og meira, rauður er minn uppáhaldslitur. Daníel Máni, 7. bekkur Skrýtnir fætur Ég er með tvo fætur. Skrýtnir eru mjög. Gera mér fært að hlaupa Og skemmta mér mjög vel. En þó eru þeir ekki alltaf í stuði. Allir eru með fætur tvo. Það er rosa satt. En sumir eru búnir að missa þessa dýrð. En fá þeir þá gervi. Höfundur: Sverrir Örn Gunnarsson, 7. bekkur Bláskógaskóli -Vísnaskáld Heimurinn Allt í heimi er svo skrýtið, bæði stórt og lítið. Það er rosa gaman að skoða allan heiminn, hefurðu spáð í það að fara út í geiminn. Mikið um að vera hér, aldrei einn með sjálfum mér. Þegar allt er farið á fulla ferð, ég grænn í framan verð. Þorfinnur 7. bekk Áin Áin hríslast niður hæðirnar. Vitni, er skógar eru höggnir af völdum mannanna. Augun sýna hræðslu ærinnar. Í dag hlýtur maður ei dóm án sannana. Ánni er slátrað og send í Bónus. Meðan maðurinn hlýtur dóm saklaus. Menn á móti fá sínu ekki framgengt. Allt fer þetta á reikning þriðja heims, með sjúkdómum, vatnslaus. Sólmundur 7. bekkur Segðu mér söguna Heyrðu kallinn minn hvað ert þú að brugga vantar kannski glossinn þinn eða jafnvel skugga. Elsku besti pabbi minn opnaðu nú gluggann þinn segðu mér nú söguna svo ég geti sofið vært þessa nótt svaf ég svo tært. Rósa Kristín Jóhannesdóttir, 7. bekk Ljóðið mitt Lækir skoppa út um allt. Býr hann þá til blómakrans. Fallegt er nú fjallið mitt. Bý þar til ljóðið þitt. Úti er svalt. Loftið er kalt. Þarna er maður. Það er mikið daður. Bríet 6. bekk

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.