Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 34
sem Jóhann B. Óskarsson gaf félaginu, veittur þar í fimmta sinn. Að þessu sinni kom hann í hlut Magneu Kjartansdóttur 13 ára heimasætu í Bræðratungu. Kammerkór Suðurlands hélt tónleika í hinni fornfrægu dómkirkju Southwark Cathedral í London þann 15. nóvember þar sem frumflutt var nýtt tónverk eftir breska tónskáldið Sir John Tavener en samstarf Sir John og kórsins stóð í u.þ.b. áratug. Sir John andaðist nokkrum dögum fyrir tónleikana sem voru haldnir engu að síður. Meðal söngfólks í Kammerkór Suðurlands eru Tungnakonurnar: Aðalheiður Helga- dóttir, Geirþrúður Sighvatsdóttir, Henrietta Ósk Gunnarsdóttir og Lára Jónsdóttir. Stjórnandi kórsins er Tungnamönnum líka að góðu kunnur en það er Hilmar Örn Agnarsson sem var organisti í Skálholti lengi vel. Tröppur við aðalinnganginn að Aratungu voru steyptar upp á nýtt í haust og endurbættar mikið. Í þeim er nú hitakerfi, ljós í öllum tröppum og skábraut fyrir hjólastólafólk og aðra sem eiga erfitt með að fara tröppur. Þá var sett handrið á þær og einnig á tröppurnar við skrifstofuinnganginn. Hjólreiða- og hlaupakeppnin, Uppsveitahringurinn, var haldin 7. september í tengslum við uppskeruhátíðina á Flúðum. Farnar voru eftirfarandi leiðir: 10 km hlaup, 46 km hjólreiðar og 10 km hjólreiðar sem er ný grein í Uppsveitahringnum. Í hlaupinu og 10 km hjólreiðunum var lagt af stað frá Reykholti og endað á Flúðum. Að kvöldi 23. nóvember síðastliðinn boðuðu Vinir Tungnarétta alla þá sem komu að uppbyggingu réttanna og alla velunnara þeirra til samkomu í Aratungu til að fagna verklokum. Fram voru borin svið með rófustöppu og kartöflumús. Fyrr um daginn þann 23. var líka líf og fjör í Aratungu, því þá var haldinn jólamarkað- ur Kvenfélags Biskupstungna. Þar voru söluborð með allskonar varningi, kökubasar og tombóla og frá kaffisalnum barst ilmandi vöfflulyktin frá kaffiveitingum Kvenfélagsins. Auglýst var eftir starfsmanni í fyrirhugaða félagsmiðstöð í Bláskógabyggð sem verður rekin í nánu samstarfi við félagsmiðstöðina á Borg í Grímsnesi. Guðmundur Hermann Óskarsson í Reyk- holti var ráðinn í starfið og verður það skipulagt í nánu samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp. Aðventutónleikar kirkjukóranna í Uppsveitunum voru haldnir í Skálholti þann 7. desember, en þar sungu líka börn úr Bláskógaskóla og einsöngvarar. Var það notaleg stund. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur efnt til hönnunarsamkeppni um Geysisvæðið í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, Landeigendafélag Geysis ehf. og Félag landslagsarkitekta og eiga þessir aðilar allir fulltrúa í dómnefnd um tillögurnar. Skilafrestur er til 30. janúar 2014 og á niðurstaða dómnefndar að liggja fyrir þann 6. mars 2014. Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti hefur gefið út nýja ljóðabók sem ber nafnið „Undir ósýnilegu tré“. Það er Sæmundur, bókaútgáfa í eigu Elínar Gunnlaugsdóttur og Bjarna Harðarsonar í Bókakaffinu á Selfossi sem gefur bókina út. Ólöf Vala Ingvarsdóttir sem ólst upp í Birkilundi í Reykholti hefur gefið út barnabók, sem ber nafnið „Bleikir fiskar“, hjá Bókasmiðjunni sem er í eigu Elínar Gunnlaugsdóttur og Bjarna Harðarsonar í Bókakaffinu á Selfossi Safnahelgi var 1. október til 3. október, Á föstu- dagskvöldinu var bókakynning og uppboð í Bjarkar- hóli á vegum Bjarna Harðarsonar. Lásu Tungnaskáldin Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti og Ólöf Vala Ingvarsdóttir úr bókunum sínum ásamt fleirum. Hægt var að fá áritaðar bækur á hagstæðu verði á staðnum, ekki síst ef boðið var í bækurnar. Daginn eftir var hin árlega sultukeppni haldin í Bjarkarhóli, dómarar að þessu sinni voru Magnús Hlynur Hreiðarsson, Valgerður Sævarsdóttir og Ragn- hildur Þórarinsdóttir. Keppt var í þrem flokkum: um bestu, nýstárlegustu og hollustu sultuna. Sigurvegarar voru Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir sem átti nýstárlegustu sultuna, Agla Þyri Kristjánsdóttir fyrir besta bragðið og Inga Ósk Jóhannsdóttir fyrir hollustu sultuna. 2. október hélt Lionsklúbburinn Geysir opinn fræðslu- og umræðufund um lestrarörðugleika barna og ungmenna í Aratungu. Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar stóð fyrir eftirtöldum menningargöngum í sumar og haust: Þann 19. júní leiðsagði Hreinn Óskarsson skógarvörður fólki um skógræktina í Haukadal. Í júlí gekk Bjarni Harðarson um Laugarás og sagði samferðafólki sínu sögu þorpsins og lýsti æskuslóðum sínum. Í september fór Einar Á. Sæmundssen fyrir ferðafólki að sýruker- inu á Bergsstöðum og að Haukadalskirkju en þessir staðir tengjast þjóðsögunni um risann Bergþór í Bláfelli. Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Loga var haldin 17. október og var æskulýðsskjöldurinn Feykir, 34 Litli-Bergþór Ja hérna, hvað þau voru góð sviðin og rófu- stappan! Texti: Svava Theodórsdóttir

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.