Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2013, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 Á þemadögum í haust í Bláskógaskóla sem haldnir voru í tilefni af Degi íslenskrar tungu voru unnin ýmis skemmtileg og áhugaverð verkefni. Eitt af þeim var samvinnuverkefni sem var unnið þvert á skólastigin, þ.e. allir nemendur skólans tóku þátt í því. Þemað var Lofsöngurinn eftir Matthías Jochumsson og varð hugmyndin að verkefninu til þegar þrír kennarar settust niður og ræddu hugmyndir að þemadögum. Hugmyndin kviknaði út frá púsluspilshugmynd þ.e. verk þar sem allir nemendur gætu gert sinn part í einu og sama verkefninu og þróaðist út í þá hugmynd að túlka þjóðsönginn með myndum þar sem tveir til þrír nemendur fengju eina ljóðlínu úr söngnum og fyndu leið til að túlka hana. Fyrsti bekkur sá um að mála grunninn á plötur sem áttu að bera verkið uppi. Máluð voru himinn og jörð á átta þykkar karton plötur. Nemendur fengu svo frjálsar hendur með það hvernig þau túlkuðu sönginn og hvaða efni þau notuðu til þess. Í verkið var m.a. notað þæfð ull, pappír, efnisbútar, garn, pappír, trélitir, túss, þekjulitir, perlur, pípuhreinsarar, gúmmí- hanski, klósettrúllur, sogrör og fjaðrir. Verkefnið tókst í alla staði vel. Áhugavert var að sjá hve samvinnan tókst vel í hópunum. Nemandi í öðrum bekk átti fulla samleið með nemanda í tíunda bekk í sköpuninni og allir fengu að njóta sín. Almennt sýndu nemendur metnað og áhuga fyrir verkefninu ásamt því að leysa það vel þrátt fyrir erfið orð að túlka. Afraksturinn má sjá á gangi skólans á efri hæð og tók smíðakennarinn að sé að hengja það upp og ramma inn. Skipulag þemadaganna var á þann hátt að skól- anum var skipt upp í stöðvar og þess vegna gafst einnig kostur á að syngja þjóðsönginn á einni stöðinni. Þeir sem leið eiga um skólann ættu endilega að kíkja á þetta skemmtilega verk og kanna hvort þeir nái að syngja alla myndina. Fyrir hönd kennara, Sigurlína Kristinsdóttir. Myndverk um Lofsönginn unnið af nemendum Bláskógaskóla

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.