Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER-1988
29
Menntamála-
ráðherra
ferðast um
Norðurland
SVAVAR Gestsson menntamála-
ráðherra kom til Akureyrar í
gær. Ráðherra heimsótti stofh-
anir á Akureyri í gær og gerir
svo einnig í dag, meðal annars
Háskólann á Akureyri, Þjálfun-
arskólann, Myndlistarskólann,
Tóniistarskólann og Rfkisútvarp-
ið.
Á morgun, laugardag, er ferðinni
heitið í Laugaskóla í Reykjadal og
til Húsavíkur. Þaðan heldur hann
aftur til Akureyrar og heimsækir
Náttúrufræðistofnun Norðurlands.
Klukkan 14.00 á sunnudag ætlar
ráðherra að hitta skólafólk á Norð-
urlandi á Hótel KEA. Með honum
á fundinum verður Gerður G.
Óskarsdóttir ráðunautur í skóla- og
uppeldismálum. Ráðherrann lýkur
Norðurlandsför sinni á mánudag
með því að heimsækja skóla og
stofnanir í Skagafjarðar- og Húna-
vatnssýslum.
Utandagskrárumræður um ríkissjóð í sameinuðu þingi:
Ráðherrum í síðustu stjórn
ber ekki saman um afkomuna
Fjármálaráðherra segir að hallinn sé nú rúmir 5 milljarðar
á lífeyri og greiðslur í byggingasjóð
ríkisins, samtals um 400 mkr.
Ef gerður er samanburður við
síðasta ár þá er hækkun gjalda mið-
að við sömu mánuði í fyrra 36%.
Að teknu tilliti til almennra verð-
breytinga nemur hækkunin um
8V2% að raungildi.
Þarna vegur þyngst hækkun
vaxtagjalda en þau hækka um rúm-
lega 1.900 mkr. eða 62% milli ára
en það er hækkun að grunngildi um
29%. Þar munar mest um vaxta-
greiðslur af yfirdráttarskuld í Seðla-
banka sem hækkar um 1.100 mkr.
Skýrist sá munur af verulega hærra
vaxtastigi en áætlað var í fjárlögum
og meiri yfírdrætti í Seðlabanka.
Rekstrar- og neyslutilfærslur
hækka um 36% milli ára. Þar vegur
þyngst mikil hækkun á niðurgreiðsl-
um sem voru auknar verulega á
þessu ári til að bæta neytendum upp
þá verðhækkun sem ella hefði orðið
vegna skattkerfisbreytinganna um
sl. áramót. Þá hækka sjúkratrygg-
ingar lítið eitt umfram almennar
verðbreytingar sem skýrist af því
að endurgreiðsluhlutfall sveitarfé-
laga var ofmetið í fjárlögum.
Loks má nefna að fjárfesting
hækkar um 42% milli ára eða að
raungildi um 20% en skv. fjárlögum
var stefnt að raunaukningu fjárfest-
inga.
4. Horfur um afkomu 1988
Á grundvelli upplýsingá um af-
komuna fyrstu níu mánuði ársins
og þeirra hækkana á gjaldahlið sem
þekktar eru og með hliðsjón af öðr-
um stærðum í efnahagslífinu er
hægt að leggja mat á afkomu ársins
í heild. Síðustu mánuðir hvers árs
hafa að jafnaði skilað meiri tekjum
en nemur útgjöldum. Út frá þessum .
forsendum má ætla að rekstrarhalli
ársins 1988 verði varla undir þremur
milljörðum króna. Á móti vegur betri
staða á lánahlið vegna samnings við
bankakerfið um spariskírteinakaup.
Greiðsluafkoma getur þannig orðið
400—500 milljónum króna betri en
rekstrarafkoma.
Hins vegar verður að hafa þann
fyrirvara á um þetta mat að sá sam-
dráttur sem orðið hefur vart í tekjum
það sem af er ári gæti haldið áfram.
Nægir þar að benda á vanda at-
vinnufyrirtækja í landinu og vaxandi
fjölda gjaldþrota fyrirtækja. Afkom-
an gæti því í reynd orðið verri eða
á bilinu 3—4 milljarða halli á rekstri
ríkissjóðs. Það er alvarleg þróun sem
knýr á um að gripið sé til aðgerða
sem fyrst. Hún hefur einnig haft
víðtæk áhrif á undirbúning fjárlaga-
frumvarpsins fyrir næsta ár sem
lagt verður fram á Alþingi í upphafi
næstu viku.
Efht var til utandagskrárum-
ræðna um afkomu rikissjóðs á
fuiidi sameinaðs Alþingis í gær.
Var til þeirra boðað að ósk fjár-
málaráðherra. í máli hans kom
fram, að hallinn á ríkissjóði er
nú rúmlega fimm milljarðar. í
umræðunum bar Jóni Baldvin
Hannibalssyni og fyrrum sam-
ráðherrum hans úr Sjálfstæðis-
flokki ekki saman um þær spár
um afkomu rikissjóðs, sem
kynntar voru í síðustu ríkis-
stjórn.
Hallinn rúmir fímm
milljarðar
Ólafur Ragnar Grfmsson fjár-
málaráðherra hóf umræðurnar
með því að kynna greinargerð sína
um afkomu ríkissjóðs á fyrstu 9
mánuðum þessa árs og spá um stöð-
una í árslok. Þorsteinn Pálsspn,
formaður Sjálfstæðisflokksins ósk-
aði eftir þessum upplýsingum í
umræðum í neðri deild í síðustu
viku, og sagði Ólafur að sér þætti
leitt að Þorsteinn gæti ekki verið
viðstaddur þessar umræður, én
hann hefði fjarvistarleyfi forseta
vegna^ skuldbindinga í kjördæmi
sínu. í máli fjármálaráðherra kom
fram, að rekstrarafkoma ríkissjóðs
hefði verið óhagstæð um rúmlega
fimm milljarða króna á tímabilinu
janúar til september, en hallinn
yrði líklega þrír til fjórir milljarðar
í árslok. Greinargerð fjármálaráð-
herra er birt í heild hér í opnunni.
Mqrgunblaðið/Sverrir
Friðrik  Sophusson flytur ræðu sína i utandagskrárumræðunum.
Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra hlýðir á mál hans.
Framkvæmdin brást
Málmfríður Sigurðardóttir
(Kl./Ne.) sagði að í ljósi upplýsinga
fjármálaráðherra hlytu spurningar
að vakna um hvort þjóðin gæti ekki
treyst því, að þeir sem sjá ættu um
fjármál þjóðarinnar gerðu það af
skynsemi. Hún sagði, að endurskoð-
un síðustu stjórnar á tekjuöflunar-
kerfi ríkissjóðs hefði ekki leitt til
betri skila á sköttum; framkvæmdin
hefði brugðist og tekjur ríkissjóðs
reynst minni en við var búist.
Ólafiir vill réttlæta
stjórnarþátttöku sína
Friðrik   Sophusson   (S./Rvk)
minnti á, að tilefni umræðnanna
væru athugasemdir Þorsteins Páls-
sonar við þau ummæli Ólafs Ragn-
ars Grímssonar fjármálaráðherra á
fundi Alþýðubandalagsins í
Garðabæ, að skuldareikningar
síðustu ríkisstjórnar væru upp á 5
til 9 milljarða. Um þau ummæli
sagði Friðrik: „Ég held að ástæðan
fyrir því að hæstvirtur fjármálaráð-
herra nálgaðist málið með þessum
hætti, hafi verið sú, að hann þarf
að koma lagi á fyrrverandi fjár-
málaráðherra, hæstvirtan núver-
andi utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, til þess meðal annars
að réttlæta það, að koma inn í þetta
stjórnarsamstarf án þess að ná fram
mikilvægustu stefnumálum Al-
þýðubandalagsins, án þess að draga
matarskattinn til baka og án þess
að launastöðvun verði hætt og
samningarnir taki gildi. Ráðið, sem
gripið var til er alkunnugt; að kenna
einhverjum öðrum um."   .
Friðrik sagði að Jón Baldvin hefði
gefið ríkisstjórninni þær upplýsing-
ar, að rekstrarhallinn á ríkissjóði
gæti orðið 400 milljónir, síðar 500
milljónir en lengst af um 700 millj-
ónir. í septemberbyrjun hefði borist
bréf frá fjármálaráðuneytinu um
að liklega myndi greiðsluhallinn
verða 870 milljónir í árslok, en
rekstrarhallinn jafnvel 1.170 millj-
ónir, enda væri þá tekið tillit til
vaxta og geymslugjalds, sem gæti
hækkað, og sjúkratrygginga, sem
einnig gætu farið fram úr áætlun-
um. „Engar aðrar upplýsingar bár-
ust frá fjármálaráðuneytinu á dög-
um síðustu ríkisstjórnar, en hins
vegar var sagt, að verið væri að
vinna að nýrri áætlun."
lögð hefði verið áhersla á að ná
jafnvægi í ríkisbúskapnum á þrem-
ur árum. Síðar hefði ríkisstjórnin
afráðið að hraða aðgerðum til að
ná jöfnuði þegar í stað, en ekki ¦•
hefði tekist að gera það að veru-
leika. Sagðist hann bera sinn hluta
ábyrðarinnar, en spurði jafnframt,
hvort hann bæri ábyrgðina einn.
Jón Baldvin ræddi ástæður þess
að þessi áform mistókust. Hann
nefndi sem dæmi, að tekjur ríkisins
hefðu verið minni en við var búist
vegna samdráttar í efhahagslífinu.
Einnig hefðu efnahagsaðgerðirnar
í febrúar og maí kollvarpað forsend-
um fjárlaga. í þriðja lagi hefðu út-
gjöld vegna sjúkratrygginga aukist
mun meira en gert var ráð fyrir.
Varðandi þá gagnrýni, að hann
hefði ekki gefið rétta mynd af af-
komu ríkissjóðs í síðustu stjórn
sagði hann, að 14. júní hefði verið
gert ráð fyrir að í árslok gæti hall-
inn orðið 700 milljónir. í byrjun
september hefði fjármálaráðuneytið
hins vegar talið líklegt, að hallinn
yrði 1.420 milljónir og það hefðu
samstarfsmenn hans í ríkisstjórn
fengið að vita. Á þeim tíma hefði
hins vegar ekki verið ljóst, að hall-
inn yrði meiri. Jón Baldvin sagðist
hafa gagnrýnt þjóðhagsspá í sumar
vegna þess að skýringar á forsend-
úm hennar hefði vantað; hann hefði
ekki rengt niðurstöðutölur hennar.
Lækkun ríkisútgjalda
nauðsynleg
Jón Baldvin sagði að veran í fjár-
málaráðuneytinu hefði verið sér
lærdómsrík og ræddi sfðan um þann
lærdóm, er draga mætti af reynsl-
unni. Meðal þess sem hann nefndi
í því sambandi var að f fjárlögum
hefði átt að gera ráð fyrir veruleg-
um tekjuafgangi, því ailtaf væri um
útgjaldaaukningu að ræða í með-
ferð Alþingis. Aukin framlög til
landbúnaðarins hefðu lfka verið
mistök, svo og fjölgun ríkisstarfs-
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrfkisráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Baldvin brást hinn
versti við þjóðhagsspá
Friðrik rifjaði einnig upp umræð-
ur frá síðasta sumri um þjóð-
hagsspá, sem gerði ráð fyrir að
hallinn yrði eitthvað á annan millj-
arð. Sagði hann að Jón Baldvin
hefði þá brugðist hinn versti við,
og fullyrt að um rangfærslur að
yfirlögðu ráði væri að ræða í spá
Þjóðhagsstofnunar.
Friðrik spurði hvort Jón Baldvin
Hannibalsson hefði leýnt viðsemj-
endur sína í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum í haust, hver staðaríkis-
sjóðs væri 5 raun og hvort Ólafur
Ragnar hefði þekkt stöðuna er hann
tók við embætti fjármálaráðherra.
Síðar í ræðu sinni gagnryndi Frið-
rik hina nýju ríkisstjórn fyrir að
auka hallann á ríkissjóði með er-
lendum lántökum. Stjórnin væri að
falsa gengið og greiða niður verð-
bólguna með auknum útgjöldum.
Friðrik Sophusson sagði að lok-
um, að þenslunni í islensku efna-
hagslifi væri lokið og samdráttur
framundan. Fyrirtæki og heimili
þyrftu að rifa seglin og ríkið þyrfti
að bregðast við með sama hætti.
Þörf væri á að draga úr ríkisútgjöld-
um í stað þess að auka skattheimtu.
Ekki tókst að ná jöfhuði
í ríkisbúskapnum
Næstur tók til máls Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra.
Hann minnti á, að þegar síðasta
ríkisstjórn tók við var hallinn á
ríkissjóði 3,4 milljarðar króna og
Hann bætti við, að íslendingar
yrðu að átta sig á því, að þeir væru
ekki 5 eða 10 milljóna þjóð og hefðu
ekki efni á hinum sjálfvirku greiðsl-
um til landbúnaðarins, námslána-
kerfi, sem væri eitt hið gjöfulasta
í heiminum, eða þremur sjúkrahús-
um, með hinum fullkomnasta bún-
aði. Hann sagði þjóðina ekki hafa
efni á fleiri gæluverkefnum stjórn-
málamanna og tók undir með Frið-
riki Sophussyni um nauðsyn lækk-
unar ríkisútgjalda og því, að tak-
mörk væru fyrir því, hversu mikil
skattheimtan gæti orðið.
Jón Baldvin beindi orðum sínum
til eftirmanns síns í fjármálaráðu-
neytinu, Ólafs Ragnars Grímssonar
og hvatti hann til aðhalds í ríkis-
rekstrinum. „Vertu miklu harðari
gagnvart samstarf smönnum þinum
heldur en ég," sagði hann að lokum.
Fjármálaráðuneytið
spáði 700 milljóna halla
Að lokinni ræðu Jóns Baldvins
Hannibalssonar tók Matthías Á.
Matthiesen (S./Rn.) til máls. Hann
sagði meðal annars, að í upplýsing-
um frá greiðslu- og eignadeild fjár-
málaráðuneytisins frá 2. september
hefði verið spáð 693 milljóna halla
á ríkissjóði, hann hefði hins vegar
ekki séð það skjal frá sama tíma,
sem Jón Baldvin vitnaði í í ræðu
sinni. Því hefði aldrei verið dreift á
ríkisstjórnarfundi.
Ýmsir tóku til máls í umræðunum
um málið og stóðu þær í rúmlega
fjórar klukkustundir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48