Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1971, Blaðsíða 3
MINNING Elías Tómasson frá Hrauni Fæddur 3. apríl 1894, dáinn 8. sept. 1971. Einn góðviðrisdag í fyrstu viku septémbermánaðar sá ég hann glaðværan á tali við kunningja á förnum vegi í miðbænum. Þrem dögum síðar heyrði ég andláts- fregnina. Elías Tómasson verður þeim, sem kynntust honum og umgeng- ust, ætíð minnisstæður. — Sjálf- ur þekkti ég hann í sjón frá ung- um aldri, vörpulegan mann og þreklegan, með hlýju og glettni í augum. Um miðjan aldur kynntist ég honum nókkru nánar. Af ein- hverri tilviljun lentum við saman í spilum fjórir í hópi, og úr því varð spilaklúbbur, sem lifði og starfaði hátt á annan áratug. Smám saman hjóst skarð í þenn- an hóp, en maður kom í manns stað. Elías var elztur okkar, en þess varð aldrei vart. Andinn var síungur, og þótt árin færðust yfir, kvartaði hann aldrei um þreytu, þótt liðið væri á nótt fram, er staðið var upp frá borðinu. Þó vissum við, að er hann mætti ekki til leiks, var hann í sjúkrahúsi, því að síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar, sem kallað er. En er hann kom aftur í hópinn, þýddi ekki að spyrja hann um heilsufar- ið. Því var ætíð snúið upp í gam- anmál af lians hálfu. Svo æðrulaus var hann í öllum háttum. Og starfs orkan og starfsviljinn voru svo mifc il, að allt fram á síðustu daga æv- innar mætti hann svo fljótt sem þakka honum fyrir þá gæfu að fá að kynnast honum, og bið Guð að blessa minningu hans. Ef íslenzk þjóð eignast marga syni, sem vinna störf sín af jafn mikilli þjónustulund og alúð og Þorvald- ur Sigurðsson, þá mun henni vel farnast. Lárus Jónsson. verða mátti til vinnu sinnar, eftir sjúkdómslegu heima eða í sjúkra- húsi. Elías fæddist að Steinsstöðum í Öxnadal, og voru foreldrar hans hjónin Jóhanna Solveig Sigurgeirs- dóttir og, Tómas Tómasson bóndi, síðast á Auðnum í sömu sveit. Hann lézt fyrir fáum árum meira en aldargamall á heimili sonar síns, Elíasar, og tengdadóttur, þar sem hann naut frábærrar aðhlynn- ingar mörg síðustu æviárin. Elías ólst upp við lík kjör og önnur sveitabörn fyrir og um alda- mótin síðustu, þ.e. sparneytni á lífsþægindi en nægan eril og vinnu. Stórbúskapur þekktist ekki í Öxnadal á uppvaxtarárum haiis. Bændur þar flestir einhvers stað- ar milli fátæktar og bjargálna. Þó tókst Elíasi að afla sér búfræði- menntunar í Hólaskóla, sem var stórum betri en engin, og hóf tveim árum síðar búskap að Hrauni í fæðingarsveit sinni og rak hann nærfellt 20 ár. í fámennum sveitum vilja nauð- synleg trúnaðarstörf hlaðast, um of á einstaka menn, og fór Elías ekki varhluta af þeim umsvifum. Á bú- skaparárum sínum á Hrauni var hann samtímis um mörg ár hrepp- stjóri, oddviti og sýslunefndarmað ur. Einnig var hann þar formað- ur skólanefndar, deildarstjóri Öxn- dæladeildar IÍEA og umboðsmað- ur Brunabótafélags íslands. Sum- um þessara? starfa gegndi hann brottfluttur samhliða föstu starfi á Akureyri. Elías kvæntist sama vorið og hann hóf búskap Róslín Berghödi Jóhannesdóttur bónda á Hrauni, en missti hana eftir tæpra 16 ára búskap frá ungum börnum þeirra, Jóhannesi nú bankastjóra í Reykja vík, og Jóhönnu, nú húsfreyju á Akureyri. Árið 1941 kvæntist hann aftur. Síðari kona hans, Sigrún Jónsdótt- ir, ættuð úr Borgarfirði eystra, á nú á bak að sjá umhyggjusömum lífsförunaut. Þau eignuðust gott og fagurt heimili að Helgamagra- stræti 4 hér í bæ, þar sem vinum þeirra og ættingjum þótti ánægju legt að koma og dvelja. Þótt húsa- kynni ^æru þar að rúmmáli ekki meiri en gerist og gengur hjá mið- stéttarfólki, var þar ætíð nóg rými fyrir vini og vandamenn, enda var hjartarýmið hjá þeim báðum nokk uð meira en almennt gerist. Bæði höfðu hjónin ánægju af að fá góða gesti, og hvergi undi hinn látni vin ur okkar sér betur en heima. Þó var hann um margt félagshyggju- maður. Ekki vanrækti hann funda- sókn í Oddfellowstúkunni Sjöfn, þar sem hann var kjörinn í ábyrgð arstörf öðrum fremur. Hið sama getum við spilafélagar sagt, svo sem áður er að vikið. Hér á Akureyri var Elías starfs- maður útibús Búnaðarbankans frá því hann kom hingað og fram eft- ir sjötugsaldri, fulltrúi hans og gjaldkeri og oft útibússtjóri í fjar veru aðalútibússtjórans, er sat mánuðum saman ár hvert á al- þingi. Naut Elías jafnt traust sem vinsælda í því starfi. Síðustu árin gegndi liann gjaldkerastarfi við ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.