Morgunblaðið - 19.11.1966, Side 30
30
MORGU HBIAÐÍÐ
Laugardagur 19. nóv. 1966
Ecndknaltleibar
um helginn
Steve Chubin
Leikur KR og Evrópumessfarana:
Kolbeinn var stigahæstur
Simmefhal vann 90 — 63
í GÆRKVÖLDI Iéku í Iþrótta-
höllinni í Laugardal KR og
ítalska liðið Simmethal, í Evr-
ópubikarkeppni meistaraliða í
körfuknattleik. Eins og við var
búist sigruðu ítálarnir í þess-
ari viðureign, en ekki með eins
gífurlegum yfirburðum eins og
óttazt var. KR-liðið sýndi lofs-
verða baráttu og eftir að hafa
verið óstyrkir og hálfhræddir í
fyrri hálfleik náðu þeir góðum
köflum í seinni hálfleik, og var
munurinn á liðunum í seii.Li
hálfleik ekki nema 9 stig, en
Simmenthal hafði mun meiri
yfirburði í þeim fyrri og var
munurinn þá átján stig, þannig
að lokatölur urðu 90—67 hinum
ítölsku núverandi Evrópumeist-
urura í vil. Fjólmargir áhorf-
endur hvöttu KR-ingana óspart
og var góð stemmning í Höll-
inni í gærkvöldi.
Italarnir náðu betri byrjun og
komast í 4:0, áður en Einar
Bollason konj KR á blað með
fallegu skoti. ítalarnir sækja
fast og fyrr en varði er staðan
orðin 24:6 KR-ingar ná þó smám
saman tökum á leiknum og tekst
að halda í horfinu það sem eftir
var hálfleiksins, þannig að staðan
í hálfleik var 44:26. Var leikur
Simmenthal mjög skemmtilegur
og skiptust á vel uppbyggð hraða
upphlaup og fallegur samleikur
og leikfléttur sem oftast enduðu
með skoti frá hinum geysihá-
vöxnu miðherjum undir körf-
unni, eða hnitmiðuðum lang-
skotum utan af velli, sem flest
smullu beint í körfunetinu án
þess að KR liðið gæti þar rönd
við rejst. KR ingar voru aftur
á móti mjög óheppnir með sín
skot og dansaði boltinn hvað
eftir annað á brún körfunnar án
þess að vilja ofaní.
Var greinilegt a'ð hræðsla við
mótherjana háði þeim og er þeirn
ekki láandi þar sem ítalarnir
höfðu á að skipa þremur mönn-
uim yfir tvo metra á hæð. Síðari
hálfleiikur var mun betur leik-
inn af KR-inga hálfu og var eins
og þeir 'hefðu öðlazt meiri kjark,
enda höfðu ítalarnir skipt alger-
Evröpu-
keppnin
Evrópubikarinn: (Fyrri leikir).
Inter-Milan (Ítalíu 2, Vasas (Ung
verjalandi) 1.
Vojvadina (Júgóslavíu) 3, Atleti-
co Madrid (Spáni) 1.
Dukla Prag (Tékkóslóvakiu) 4,
Anderlect Belgíu) 1.
TSV Múnchen (V-hýzkalandi) 1
Real Madrid 0.
Real madrid, sem eru Evrópu-
meistarar 1966, töpuðu að vísu
íyrir hinu ágæta Múnchenarliði
TSV í fyrri leiknum, en það er
þó ekki talið nægja til áfram-
halds í keppninni, því almennt
er búizt við að Spánverjarnir
jafni metin — og meira til —
í síðari leik þessara liða í Madrid
á næstunni.
/ kvöld
TVEIR leikir körfuknattleiks-
mótsins fara fram að Háloga-
landi í kvöld. í 1. flokki karla
keppa ÍR og KR og strax á eftir
Ármann og KFR í sama flokki.
lega um lið og sett inn á sína
reyndari menn, sem ekki voru
þó eins hávaxnir og þeir sem
léku fyrri há'lfleikinn. Um miðj-
an hálfleikinn fór að bera á
þreytu hjá KR-liðinu og komst
ítalirnir á tíma í 77:41, eða 36
stiga mun. En endasprettur KR
var mun betri en menn hefðu
þorað að vona og tókst þeim
með hörku og baráttugle’ði að
rétta hdut sinn að mun eða í 27
stiga mun, 90-63, ag mega þeir
vel við una.
Liðin
Simmenthal sýndi eins og við
mátti búasit, mj'öig góðan körfu-
knattleik ag var hittni þeirra,
leikskipulag og hraði slík að
unun var á að horfa. Þeir nýta
mj'ög vel sína stónu menn og
skoruðu þeir meira en helm-
ing stiganna í fyrri hálf-
leik. Leikreynsla þessara manna
er einnig miklu meiri en KR-ing-
anna, og hafði liðið samtals 329
landsleiki að baki, sem vel sýnir
hverjir garpar eru 'hér á ferð.
Úthald liðsins er frábært og var
ekki þreytu að sjó á nokkrum
manni þrátt fyrir mikinn hraða
í upphlaupum þeirra.
-- XXX -----
KR-liðið sýndi góðan keppnis-
vilja og baráttu og áttu í síðari
hálfleik skínandi leik bæði í sókn
og vörn. Var það reyndar einn
maður, sem bar af í liði þeirra
en það var hinn smávaxni en eld
snöggi bakvörður KR-liðsins og
fyrirliði landsliðsins, Kolbeinn
Pálsson, sem með hraða sínum
og skotöryggi kom ítölunum
hvað eftir annað á óvart og gerði
usla í vörn þeirra og truflaði ó-
tal sóknir Simmenthal með því
að stela knettinum frá þeim. Má
með sanni segja að þar hafi átzt
við Davíð og Golíat, því Kol-
beinn, sem er ekki nema 179 cm
á hæð stökk hvað eftir annað í
gegn um vörn hinna hávöxnu
mótherja. í eitt skipti var hann
umkringdur af tveimur tveggja
metra mönnum en skoraði samt
og sýnir það nokkuð kraft hans.
Hann skoraði flest stig allra í
leiknum eða 25. Einnig átti Ein-
ar Bollason ágætan leik og skor-
aði 17 stig. Aðrir KR-ingar' stóðu
sig einnig mjög vel og börðust af
hörku og dugnaði.
Dómarar í leiknum voru frá
Svíþjóð og írlandi og voru skipt
ar skoðanir um dóma þeirra.
Reykjavíkurmótinu í hand-
knattleik verður fram haldið
sunnudagipn 20. nóv. og hefst
kl. 14 í íþróttahöllinni í Laugar
dal. Leikið verður í eftirtöldum
flokkum:
3 flokkur karla KR — Ármann
3flokkur karla Fram — Valur
3 fl. karla Þróttur — Víkingur
1 flokkur kvenna Fram — KR
Mfl. flokkur kvenna Fram — KR
Mfl. fl. kv. Víkingur Ármann
2 fl. karla Víkingur — Fram
2 flokkur karla Valur — IR
2 ’flokkur karla KR. — Þróttur
í leikskrá stendur að 2. flokk
ur kvenna eigi að leika en þar
á að standa mfl. kvenna.
Sunnudagskvöldið 20. nóv.
kl. 20,00 verður svo leikið í
mfl. karla:
Valur — Ármann
KR. — Víkingur
ÍR. — Þróttur.
H. K. R. R.
Island mætir Spáni tvisvar
í knattspyrnu fyrir 1. júli
undankeppni ÓSympíuleikanna
ISLENDINGAR leika landsleik
við Spánverja í upphafi Olympíu
keppninnar í knattspyrnu. Hef-
ur Mbl. nú borizt vitneskja um
það, hvernig undankeppninni er
hagað, en eins og fram hefur
komið var útilokað að löndin í
riðlunum léku öll við eitt og eitt
við öll. Leikjum Islendinga og
Spánverja heima og heiman á að
vera Iokið fyrir 30. júní nk. og
sigurvegarinn mætir ítölum í 2.
umferð og þá leika einnig Bret-
land og V-Þýzkaland (sami rið-
ill). Þeim leikjum á að vera lok
ið fyrir árslok 1967 og sigurveg-
arar þeirra mætast svo í úrslita
leikjum fyrri hluta 1968.
Evrópuriðlarnir 5 verða þann
ig:
A-riðill: Sovét — Albanía í 1.
umferð. 2. umf. Sigurvegarar úr
þeim leik gegn Póllandi og
Tékkóslóvakía — Júgóslavía.
B-riðill: 1. umferð A-Þýzka-
land — Grikkland. 2. umf. Sigur
vegarinn móti Rúmeníu; Tyrk-
land — Búlgaría.
C-riðill: 1. umf. Finnland —
Holland. T. umf. Sigurvegarinn
móti Frakklandi; Sviss ■— Austur
ríki.
D-riðill: 1. umf. ísland —•
Spánn. 2. umf. Sigurvegarinn
móti Ítalíu og Bretland móti
V-ÞýzkalandL
Eins og áður hefur verið sagt
frá verður síðari leik landanna
framlengt um 2x15 mín. verði
stigatala og markatala jöfn eftir
tvo leiki. Verði þá enn jafnt ræð
ur hlutkesti úrslitum.
England
Wales 5-1
ENGLAND — WALES 5-1
Ensku heimsmeistararnir sigr-
uðu welska landsliðið í knatt-
spyrnu, léttilega s.l. miðviku-
dagskvöld, með fimm mörkum
gegn einu. Þetta er þriðji leik-
urinn síðan liðið vann heims-
meistaratitilinn þann 30. júlí f
sumar. Þeir hafa sigrað N-írland
í Belfast 2-0, gert jafntefli við
Tékkóslóvakíu 0-0 og nú síðast
stórsigur á Wembley.
Alf Ramsey stjórnandi enska
liðsins tefldi fram sömu mönn-
um sem léku gegn Vestur-Þjóð-
verjum í úrslitaleiknum. Geoff
Hurst 2, bræðurnir Bobby og
Jackie Charlton og Terry
Hennessey (eigið mark) skoruðu
fyrir England og Wyn Daviea
fyrir Wales. Áhorfendur voru
76 þús.
SKOTLAND — N-ÍRLAND 2-1
Skozka landsliðið átti í tölu-
verðum erfiðleikum með írana,
á Hampden Park, Glasgow. írar
skoruðu fyrsta markið á 8. mín.
og var Nicholson að verki. Eftip
14 mín. jafnaði Murdoch fyrip
Skota, en hann átti mjög góðan
leik og rétt fyrir lei'khlé bætti
Lennox öðru við. Staðan í hálf-
leik var því 2-1 og hélzt hún
óbreytt til leiksloka, þó írap
væru nálægt með að jafna rétt
fyrir leikslok.
Hin árlega knattspymukeppm
atvinnulandsliða á Bretlandseyj
um er í ár raunverulega „tvö-
föld“ keppni þar sem sigur í áp
gefur áframhaldandi keppnis-
rétt um Evrópubikar þjóða 1067
—68.
Staðan er nú þessi:
L U J T M S
England 2 2 0 0 7-1 4
Skotland 2 110 3-25
Wales 2 0 112-61
N-írland 2 0 0 2 1-4 0
Sigurhöggið
HÉH ERU síðustu augnhlik
kappleiksins milli Cassiusar
Clay og Cleveland Williams
á dögunum er Clay vann í 3.
lotu. Efst vinstra megin má
sjá höggið hæfa varnarlaus-
an, gleiðstandandi og úttaug-
aðan áskorandann. Hann fell
ur á kaðlana og liggur í gólf-
inu. Leikurinn var þá stöðv-
aður.
Clay keppir næst við Ernie
xciiciij ydim vi iiciiHijjdiH"
bandið viðurkennir sem lieims
meistara. Clay hefur sagt að
hann gæti liugsað sér að hætta
eftir þann leik. En flestir telja
það orðagjálfur eitt. Hann
hefur auðgazt vel í ár. Tekj-
ur hans af 6 leikjum hans á
árinu nema yfir 90 millj. ísL
króna.