Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 41
Stefáns Ólafs Jónssonar og Ingi- bjargar Kristínar Ólafsdóttur. Hún lauk námi í Hjúkrunarskóla íslands í desember 1976. Ema giftist 23. mars, Sigurði Guðna Gunnarssyni, og eignuðust þau tvo myndarlega drengi, þá Gunnar Óla og Amar Bjöm. Að loknu námi fluttust þau vestur til Bolungarvíkur, þar sem Ema starfaði við Heilsugæslustöð- ina um hríð. Hún talaði oft um þann tíma og veit ég, að þeim leið þar vel. Þau fluttust síðar til Reykjavíkur og Ema hóf störf á Geðdeild Landspítalans, þar sem leiðir okkar lágu saman. Ema var hvers manns hugljúfí hafði góða lund og átti auðvelt með að starfa með fólki. Hún var heilsteyptur persónuleiki og hafði létta kímni- gáfu, sem er mikill kostur á erfíðum vinnustað. Skarð Emu verður vand- fyllt, því að reynsla hennar sem aðstoðardeildarstjóri á Geðdeildinni var ómetanleg. Enda var hún dáð af sjúklingum sínum, og reyndist oft erfitt að losna þegar vakt lauk, því að sjúklingar þurftu aðeins að tala við hana, áður en hún færi. Þetta „aðeins" gat varað frá nokkr- um mínútum uppí heila klukku- stund. Oft biðu maður hennar og synir fyrir utan vinnustað, og alltaf kom mamma að lokum. En nú kem- ur hún ekki framar. Söknuðurinn er sár, og ég læt hugann reika til fyrstu daga des- embermánaðar sl., þegar Ema var að segja mér, hve eldri sonurinn væri sjálfbjarga. Til dæmis saumaði hann sjálfur hina ýmsu búninga, sem þurfa að vera til taks í skáta- starfí. Ekki sýndi sá yngri minni dugnað, því einn daginn, þegar hún kom heim, stóð hann stoltur og sýndi mömmu hve myndarlegur hann hafði verið að taka til, allt uppþvegið í eldhúsinu og herbergið hreint og fágað. Ykkur synina, en ykkar er missir- inn mestur, vil ég hvetja til að sýna áfram sama dugnað og heiðarleika. Því mamma vakir yfir ykkur í öðr- um og fögmm heimi. Kæri Sigurður, Gunnar Óli og Amar Bjöm, foreldrar og systkini, þið sem nú eigið um sárt að binda: Ég bið aigóðan guð að blessa ykkur og styrkja í hinni miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Það er gamlársdagur, veðrið á Fjóni er fallegt, næstum heiðskírt og hlýtt úti. Við erum að bytja þennan venjulega undirbúning gamlárskvöldsins þegar síminn hringir. Allt dettur í dúna logn það er verið að hringja frá íslandi. Kom- ið þið sæl, við emm að flytja ykkur sorgarfrétt segir daufleg rödd í símanum. Hvað er að?, spyr sá sem svarar og hjartað sleppir úr slagi þegar svarið kemur. Hún Ema Ól- afs_ er dáin. í annað sinn á ævi okkar sem þetta skrifum er sem veröldin hrynji yfír okkur. Góður Guð misskiljum við eitt- hvað tilvemna og tilvist hennar hér þegar við spyijum, af hverju svona snemma. Við kynntumst Emu og hennar fjölskyldu í Bolungarvík er hún vann þar sem hjúkmnarfræðingur. Milli heimila okkar tókst mikil vin- átta og verður Emu aldrei þökkuð sú aðstoð er hún var heimili okkar er við misstum elsta drenginn okk- ar, en einmitt þá kynntumst við hversu miklum mannkostum Ema bjó yfír. Nú, leiðir skildu, við fluttumst að Mjólkárvirkjun við Amarfjörð en Ema, Siggi og strákamir fluttu til Reykjavíkur, en aldrei rofnaði sambandið og það var alltaf svo mikil hátíð í nánd þegar Ema hringdi frá Reykjavík og sagðist vera að koma í heimsókn. En aldrei leið svo ár að hún kæmi ekki í Mjólká með drengina síná og dveldi þar í nokkra daga á heimili okkar. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Og ekki var farin sú Reykjavíkur- ferð án þess að fara til Ernu, Sigga og strákanna. Það vita allir sem áttu því láni að fagna að kynnast Ernu hversu góðum mannkostum hún var gædd, hversu tryggur vinur hún var, og hversu hjálpsöm hún var þeim sem erfítt áttu. Við höfum oft haft á orði eftir að við heimsóttum Emu síðastliðið sumar, hvað alltaf væri notalegt að koma til hennar og gaman að sjá hve allt gekk vel hjá henni og hversu ánægð hún var með fjöl- skyldu sinni í íbúðinni sem þau höfðu ekki fyrir svo löngu keypt við Langholtsveg. Við ræddum þá meðal annars um að hittast hér í Danmörku að ári ef aðstæður leyfðu. En fljótt skipast veður í Íofti því kallið hennar kom, sem vissulega er erfítt að sætta sig við svo snemma. Elsku Siggi, Gunnar Óli og Am- ar Bjöm við munum vera með hugann hjá ykkur og biðja þess að góður Guð verndi ykkur og styrki í sorg ykkar. Foreldrum Ernu, systkinum, tengdaforeldrum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góða vinkonu mun varðveitast í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Sjanný og Halli Það var okkur mikið reiðarslag að frétta á gamlárskvöld að Ema, vinkona okkar og frænka, hefði látist í bílslysi daginn áður, aðeins þijátíu og þriggja ára gömul. Á Þorláksmessu kvaddi hún okkur kát og hress að vanda og sagði okkur frá þeim áformum fjölskyldunnar að halda norður í land og samfagna þar ættingjum og vinum yfír ára- mótin. En nú hefur skyndilega verið slökkt á ljósi hennar í þessum heimi, ljósi sem jafnan veitti bæði birtu og yl. Kynni okkar af Emu og fjöl- skyldu hennar hófust að marki þegar synir okkar dvöldu saman á bamaheimili hér í borginni fyrir nokkmm ámm. Þeir mynduðu með sér sterk vináttubönd sem haldist hafa síðan. Af og til, frá því að leiðir þeirra skildu á bamaheimil- inu, hafa þeir fengið að hittast og dvelja hvor hjá öðmm daglangt og stundum yfir nóttina líka. Þannig komust á ánægjuleg kynni við Emu, Sigurð manninn hennar og syni þeirra tvo, Gunnar Óla og Am- ar. Okkur er ljúft að minnast þeirra stunda sem við áttum með Emu. Hún var glaðlynd að eðlisfari og hafði hressilega framkomu. Hún var.hvers manns hugljúfí og veitti bæði af visku og örlæti. Hvenær sem son okkar bar að garði var hann ætíð aufúsugestur og alltaf var hún boðin og búin til að rétta okkur hjálparhönd er á þurfti að 'halda. Nú er Erna látin langt fyrir aldur fram- og mörg og djúp sár opin í röðum ættingja og vina. Við þökk- um henni fyrir samfylgdina, sem var allt of stutt, og allt það sem hún gerði fyrir drenginn okkar og biðjum almáttugan guð að styrkja eiginmann hennar og syni, foreldra og systkini í sorgum þeirra. Blessuð sé minning hennar. Sigurlína og Aðalsteinn. Kveðjuorð frá samstarfsfólki Nú sjáum við á bak góðum starfs- félaga, vinnustaðurinn verður aldrei samur. Við skyndilegt fráfall Emu okkar emm við harmi slegin. Ýmsar myndir skjóta upp kollinum: Ema hlæjandi, geislandi af lífsorku og gleði, ætíð reiðubúin og fús að hjálpa öðmm. Ema með glettni í brúnum augum að segja frá spaugi- legum hliðum mannlífsins, eins og henni einni var lagið. Erna, sífellt á þönum, að sinna óþijótandi verk- efnum deildarinnar. í starfí á geðdeild reynir á margvíslega hæfni fólks til að tak- ast á við hin ýmsu vandamál manneskjunnar. Þar sýndi Ema hversu vel hún gat sett sig inn í hinar ólíkustu aðstæður. I þeim störfum einkenndi hana bjartsýni og virðing fyrir einstaklingnum. Þau áhrif, sem Erna hafði á sam- starfsfólk og sjúklinga, munu vara áfram — áhrif hlýju og lífsgleði. Emu er nú saknað af mörgum, en mestur harmur er þó kveðinn að eiginmanni, sonunum tveimur og öðrum ástvinum. Við biðjum guð að styrkja þau öll í þessari þungu sorg. Minningin um elskulega konu lifír. Samstarfsfólk á deild 33-C, Landspítala. Við harmþmngna fregn um lát náins vinar setur okkur hljóð. Minn- ingarnar streyma fram og liðnar samvemstundir verða ómetanlegar. Þannig urðu viðbrögð okkar í stjóm Heilaverndar þegar ljóst varð að við höfðu misst vinkonu okkar og samstarfsmann, Emu G. Ólafsótt- ur, í hörmulegu slysi þann 30. desember sl. Ema heitin var emn af stofnendum Heilavemdar og átti sæti í stjóm þess félags frá upp- hafi. Ilún hafði mikinn áhuga á starfsemi félagsins og auk þess að afla nýrra félagsmanna af miklum krafti, lagði hún mikla vinnu í skammtímaverkefni, meðal annars jólákortasölu nú fyrir jólin. Milli jóla og nýárs átti Ema samtal við formann félagsins vegna stjórnar- fundar sem hún gat ekki mætt á sökum ferðar sinnar norður. Hún kvaddi með þeim orðum að hún hefði samband þegar hún kæmi til baka. Af því varð því miður ekki því hún fór i miklu lengra ferðalag en til stóð. Fyrir lítið félag sem Heilavernd er mikill missir að slíkum félaga sem Erna var. Enn meiri er þó missir Sigurðar Gunn- arssonar eiginmanns hennar, sona þeirra Gunnars Óla og Amars Bjamar og annarra ættingja, og 41 vottum við þeim okkar dýpstu sam- úð og biðjum guð að styrkja þau á þessari ótímabæru kveðjustundu. Stjóm Heilavemdar þakkar liðn- ar samvemstundir. Hvíli hún í friði. Stjórn Heilaverndar, Guðfinnur G. Þórðarson, Dagný Hildur Leifsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Það er sárt til þess að vita að ung kona sé í einu vetfangi hrifín í burtu frá eiginmanni og bömum. En sú varð raunin 30. desember sl. er vinkona okkar, Ema lést af slys- förum aðeins 33 ára gömul. Kynni okkar af Ernu og fjölskyldu hennar hófust er við fluttum vestur til Bolungarvíkur 1980. Við Ema kynntumst vegna starfa okkar seift hjúkmnarfræðingar á staðnum. Þær vom ófáar ferðimar sem við fómm inná ísafjörð saman og oft við misjafna veðráttu til að sækja fundi Vestfjarðadeildar HFÍ, en þar var Erna í stjóm í 4 ár. í Bolung- arvík bjuggu Erna og Siggi í 5 ár. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur starfaði Ema lengst af við geðdeild Landspítalans. Fyrir 3 ámm ákváðum við nokk- ur hjón sem búið höfðu um lengri eða skemmri tíma í Bolungarvík að viðhalda þjóðlegum sið Bolvíkinga og koma saman fyrstu helgi þorra og blóta. Ema og Siggi vom þar á meðal. Það hefur því verið höggvið stórt skarð í hópinn sem ekki verð- ur fyllt. Stuttu fyrir jól heimsóttum við Emu og Sigga inn á Langholts- veg. Hveijum hefði dottið í hug að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum Emu? En enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Elsku Siggi, Gunnar Óli og Am- ar Bjöm. Um leið og við þökkum góð og trygg kynni við Emu viljum við biðja Guð að styrkja ykkur í þeirri sorg sem þið hafíð orðið fyrir en minningin lifír um góða.eigin- konu og móður. Þura, Sæmi og dætur. Ingibjörg Daða- dóttir - Minning Þegar síðustu blóm sumarsins 1987 vom fölnuð undir fögmm hausthimni kynntist ég Ingibjörgu Daðadóttur þegar ég kom til vinnu í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. I tvær vikur veittist mér sú ánægja að fá að hjúkra þessari ljúfu gömlu konu sem var ávallt svo þakklát fyrir þá litlu hjálp sem mér fannst ég gefa henni. Alltaf kallaði hún mig lækninn þó eigi hafí ég blað upp á það því ég var eini karl- maðurinn sem vann við hjúkmn á deildinni þar sem hún Ingibjörg lá. Mér er einkar ofarlega í huga við brottför hennar úr þessum heimi blíðleiki hennar, þakklæti, guðstrú- in og frásögumar um trúarlega drauma hennar sem hún sagði mér frá. Ég naut þess að hlýða á þær frásagnir hennar og það gaf mér mikið. Hún var þess fullviss að hún færi til Herrans í Himinhæðum og ég veit að þangað liggur leið henn- ar og í dag líður henni vel eftir langan dag í mannheimi. Með þessum orðum kveð ég Ingi- björgu Daðadóttur og þakka henni stutta en góða viðkynningu. Megi góður guð geyma hana. Einar Ingvi Magnússon Ingibjörg Daðadóttir fæddist þann 19. maí 1884 að Dröngum á Skógar- strönd, foreldrar hennar vom María Andrésdóttir og Daði Danielsson, sem þar bjuggu. María og Daði eign- uðust 15 böm en misstu þijú. Eitt fæddist andvana en tvö létust í sömu vikunni mjög ung að ámm. Ingibjörg var næstelst barnanna sem upp kom- ust, og segir það sig sjálft, að snemma hefír hún þurft að fara að létta undir störfín á stóm heimili. Það var ekki auður í garði hjá stómm bamafjölskyldum á seinni hluta 19. aldar eða fyrri hluta þeirrar tuttug- ustu. Dagleg störf fólks vom barátta fyrir fæði og klæðum og oftar en ekki búið í húsnæði sem enginn léti bjóða sér í dag. Við þessar aðstæður ólst Ingibjörg upp og vandist ung á að þurfa að vinna, enda varð vinnu- semi eitt af þvi sem einkenndi allt hennar líf og óhætt að segja að henni hafí ekki fallið verk úr héndi í meira en 80 ár. Þann 19. desember 1908 giftist Ingibjörg Sigurði Magnússyni fædd- um í apríl _ 1880. Sigurður var ættaður frá ísafírði, en ólst upp á Ytra-Leiti á Skógarströnd frá 8 ára aldri eða þar um bil. Fyrstu þijú árin bjuggu þau í Reykjavík, en vo- rið 1911 fluttu þau að Ytra-Leiti á Skógarströnd og hófu búskap þar á hluta af jörðinni. Vorið 1912 fluttu þau að Setbergi í sömu sveit og bjuggu þar í tvíbýli á móti foreldmm Ingibjargar í þijú ár. Vorið 1915 fengu þau Kársstaði í Helgafellssveit til ábúðar og bjuggu þar til vorsins 1937 er þau hætta sínum sVeitabú- skap og flytja að Barkarstöðum ( Fljótshlíð til Maríu dóttur sinnar og Sigurðar Tómassonar manns hennar og vom þar í eitt ár. Árið 1938 flytja þau til Stykkishólms og fara að halda heimili í félagi við Aðalheiði dóttur sína og mann hennar, Stefán Sig- geirsson. Ingibjörg og Sigurður eignuðust 5 dætur og tel ég þær hér eftir aldri: María, giftist Sigurði Tómassyni, bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Aðalheiður, giftist Stefáni Siggeirs- syni, afgreiðslumanni í Stykkishólmi, Guðbjörg, ljósmóðir í Reykjavík, Jófríður, giftist Bjama Sveinbjöms- syni, sjómanni í Stykkishólmi og Agústa, giftist Baldvin Ringsted, tannlækni á Akureyri. Erfiðleikar lífsins fóm ekki fram hjá Ingibjörgu. Hún varð fyrir þeirri sorg, að tvær dætur hennar, tengda- sonur og dótturdóttursonur fómst af slysfömm. Hún tók þessu öllu með stillingu, enda var hún mjög trúuð og treysti á miskunn og hand- leiðslu guðs. Sigurður lést vorið 1984, þá 104 ára að aldri og hafði þá hjónaband þeirra enst ( nær 76 ár. Það em ekki margir sem lifa heilan manns- aldur í hjónabandi og alltaf í sátt og eindrægni. Þegar Ingibjörg og Sigurður fluttu í Stykkishólm, tóku þau til sín móður Ingibjargar, Maríu Andrésdóttur, og annaðist Ingibjörg hana í ellinni. María varð 106 ára gömul og var það til mikillar fyrirmyndar hvemig Ingibjörg vann það af alúð og kær- leika eins og öll önnur störf sín. Það er örugglega einstætt, að þijár manneskjur á sama heimilinu skuli ná meira en 100 ára aldri og er það áreiðanlega ekki síst að þakka þeim kærleik, sálarfriði og umhyggju sem ríkti á heimilinu fyrir þeim sem Ingibjörg annaðist. Það mun ekki vera tilefni til sorg- ar, þótt háöldmð manneskja fái hvíld frá sjúkdómum og erfíði þessa heims. Það er þó svo, að allir, sem þekktu Ingibjörgu og kynntust mannkostum hennar, sakna hennar sárt. Aldrei var hún svo upptekin fyrir sjálfa sig, að hún hefði ekki tíma til að hjálpa þeim sem erfitt áttu vegna veikinda eða einhverra annarra ástæðna. Þar sem einhver þurfti með var Ingibjörg komin á sinn hljóða og milda hátt og tók til hendinni. Þegar hún taldi ekki þörf fyrir hjálp sína lengur, fór hún þannig að helst var að finna að það hefði verið henni mikill greiði að fá að veita aðstoð sína. Ég minnist Ingibjargar með þakk- látum huga vegna þessa og margs fleira, og svo mun vera um marga aðra bæði skylda og vandalausa. Ingibjörg var mjög frændrækin ojp' lét sér annt um allan sinn stóra frændgarð. Hún fylgdist með böm- um systkina sinna ejns og sínum eigin bömum og gladdist þegar þeim vegnaði vel. Einnig fylgdist hún eftir því sem hún gat með bamabömum systkina sinna og var alveg ótrúlegt hvað hún mundi eftir mörgum af öllum þeim stóra hópi. Ingibjörg hafði þá hæfileika að láta aðra finna að þeir væru einhvers virði og að þeir skiptu máli í samfélaginu. Það eru mikil verðmæti unglingum í upp- vexti að finna fyrir slíku og eykur sjálfstraust þeirra og virðingu fyrir sjálfum sér. Ég naut þessa mjög í uppvextinum og svo mun um marga fleiri. Ingibjörg bar kærleik í bijósri- til allra manna, ég er þess fullviss að hún mælti aldrei illt orð um nokk- um mann á sinni löngu ævi. Aftur á móti hafði hún samúð með þeim sem margir aðrir hefðu lagt hlutina til lasts. Ég vil að lokum þessara fátæklegu orða þakka Ingibjörgu fyrir allan hennar kærleik í minn garð, einnig biðja foreldrar mínir fyrir sínar inni- legustu þakkir til hennar fyrir alla þá hjálp og vináttu sem hún sýndi þeim og veitti á lffsleiðinni, einnig þakka systkini mín henni vináttu sfna og tryggð. Ég vil að lokum senda dætrum hennar og öllum hennar nánustu samúðarkveðjur og biðja þeim blessunar guðs. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þórir Guðmundsson :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.