Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 24
Stœkkimarmöguleikar íslenskra sjávartítvegsfyrirtœkja liggja fyrst og fremst í samstarfi fyrirtœkja eða samruna. Kvótakerftð er takmarkandi gagnvart sókninni í auðlindina og þrátt fyrir frjálst framsal aflaheimilda er raunin sú að fyrirtœki hafa stœkkað hraðast með samruna. BGB hf. ergott dœmi um sameiningarferlið því grunnur þessa tœplega þriggja ára gantla útgerðar- og fiskvinnslufyrirtcekis eru tvö rótgróin fjölskyldufyrirtœki, annars vegar Bliki hf. á Dalvík og G. Ben á Arskógssandi. Síðastliðið haust eignaðist fyrirtœkið síðan útgerðina Otur ehf. á Dalvík ásamt samnefndum báti og eftir þann samruna hefur BGB yftr að ráða um 3300 þorskígildistonna kvóta. Þessa dagana er í undirbúningi sameining BGB hf. og Hólmadrangs hf. og þar með verður til sjávarútvegsfyrirtceki, byggt á grunni fjögurra fyrirtœkja áður, með á sjöunda þúsund tonna í aflaheimildir og fjölþœttan griiitn í útgerð ogvinnslu til að byggja á. Gert er ráð fyrir að samruninn við Hólmadrang hfeigi sér stað ttndir merkjum BGB hf. og að höfuðstöðvamar verði á Ársskógssandi. Til að kynnast uppgattgi BGB hf. tók Ægir hús á framkvœmdastjóra fyrirtcekisins á Arskógssandi, Þóri Matthíassyni, sem óhcett er að segja að tengist fyrirtcekinu frá blautu barnsbeini því hann er sonur Matthíasar Jakobssonar, annars aðaleiganda Blika hf. og ólst því upp íþví fyrirtœki og var um tíma skipstjóri og stýrimaður hjá Blika hf. Þórir Matthíasson stýrir sjávarútvegsfyrirtœkinu BGB hf. sem í hafa sameinastþrjú útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á nokkrum misserum: Stærri einingarnar njóta sín betur í yiðskiptaumhverfí nútímans BGB hf. gerir út frystitogarann Blika, nótaskipið Arnþór, sem aðallega veiðir síld, loðnu og kolmunna og rækjubátana Sæþór og Otur. Á Dalvík rekur fyrirtækið fiskþurrkun þar sem þurrkaðir eru hausar en einnig loðna og kolmunni. Á Árskógssandi eru aðal skrifstofur fyrirtaekisins og hefðbundin saltfiskvinnsla. „Við erum með um 75 manns í vinnu og veltum um 750 milljónum króna á ársgrundvelli. Þetta er því ekki mjög stór eining á íslenskan mæli- kvarða sjávarútvegsfyrirtækja en í raun ekkert lítil heldur," segir Þórir. Það sem hvað eftirtektarverðast var við sameiningu G.Ben hf. og Blika hf. fyrir hartnær þremur árum var að það voru ekki rekstrarerfiðleikar sem ráku eigendur út í breytingar. Starfsemi beggja fyrirtækjanna var í föstum skorðum og fjárhagur traustur en engu að síður mátu eigendur sameininguna sem raunhæfan sóknarmöguleika. „Það er rétt hjá þér að sameiningin kom ekki til vegna rekstrarerfiðleika. Hér runnu saman tvö rótgróin fjöl- skyldufyrirtæki og voru eigendur þeirra að leggja drög að framtíðinni og koma fyrirtækinu í daglega stjórn yngra fólks, enda þótt þeir yrðu eig- endur áfram. Áður höfðu fyrirtækin átt með sér 'samstarf og sameiningin lá því beint við. Ég held að í dag sjái menn ekkert eftir að hafa stigið skrefið til fulls því að mínu mati styrktust báðir eigendahóparnir og staðan er vafalítið mun betri í dag en hún væri ef ekki hefði verið farið út í samein- ingu. Við höfum verið að ná mjög góðri nýtingu á veiðiheimildunum og betri en áður og síðan höfum við náð að selja töluvert af tækjum sem fyrir- tækin áttu og hagræðingin hefur verið rauði þráðurinn í rekstrinum á fyrstu árunum eftir sameininguna." Of mikið stál miðað við kvóta Þegar farið er í gegnum sameiningu tveggja útgerðarfyrirtækja og rekstur- inn krufinn til mergjar þarf að þraut- reikna alla rekstrarþætti og í huga Þór- is er mjög skýrt að það eru veiðiheim- ildirnar og nýting þeirra sem ráða úr- slitum um afkomu fyrirtækjanna. „Rekstur á útgerðarfyrirtæki snýst fyrst og fremst um það hvað má draga úr sjónum, hverjar aflaheimildirnar eru. í framhaldinu þurfa svo fyrirtækin að búa sig út með réttan skipastól 24 M3m

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 7-8. Tölublað (01.08.1999)
https://timarit.is/issue/314129

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7-8. Tölublað (01.08.1999)

Aðgerðir: