Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 29

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI taka. Leigan og sala aflaheimilda geta komið kvótakerfinu í upplausn ef fram heldur sem horfir en mér finnst liggja í augum uppi að það er hægt að höggva á þennan hnút með því að setja þannig reglur að almennt sé ekki leyfilegt að leigja eða selja veiðiheim- ildir og þiggja eignir fyrir, peninga eða aðrar eignir. Fyrirtæki verða að geta haft skipti á heimildum en þær eiga ekki verða að tekjustofnum í fyrirtækj- um með sölu eða leigu. í þeim tilfell- um sem menn selja eða leigja frá sér heimildir þá á að mæta þeim viðskipt- um í skattkerfinu með almennum skattareglum. Mín skoðun er sú að okkur sem sitjum hér í fyrirtækjunum sé falið það umboð að veiða fiskinn í sjónum á sem hagkvæmastan hátt hverju sinni en ekki að breyta veiði- heimildum í peninga án þess að skattakerfið taki á því. Og ef menn setja fyrir sig að ekki sé hægt að taka á kvótaviðskiptum í skattkerfinu þá er mér spurn hvernig hægt hefur verið að byggja upp jafn flókið kerfi og virð- isaukaskattskerfið ef ekki er hægt að taka á þáttum eins og kvótaviðskipt- um í gegnum skattkerfið. En ég tel að Árna Matthiesen muni takast að sigla milli skers og báru að því setta marki að ná sátt um kvótakerfið. Honum er vel treystandi til þess." Fjárfestar hafa sýnt áhuga - Að því gefnu að sameiningin við Hólmadrang gangi eftir eins og ætlað er, hvar telur þú að nýja fyrirtækið verði statt eftir 3-4 ár? „Við verðum væntanlega meðal- stórt sjávarútvegsfyrirtæki á íslenskan mælikvarða og með 6-7000 þorsk- ígildistonn í kvóta. Við viljum byggja á breiddinni í vinnslu og útgerð og ég sé fyrir mér að innan ekki langs tíma verðum við komnir inn á Verðbréfa- þing og munum taka þátt í þeim bar- daga sem þar er. Við ætlum okkur ekki að leggja árar í bát í uppbyggingunni og munum skoða öll tækifæri til stækkunar jafnframt því sem arðsemis- sjónarmiðin munu ráða í rekstrinum dag frá degi." - Hefurðu orðið var við áhuga fjár- festa á hlutabréfamarkaði á BGB hf.? „Já, ég get ekki neitað því að við höfum orðið varir við áhuga fjárfesta á að koma hér inn sem hluthafar en við tökum skrefin út á markaðinn þeg- ar við verðum tilbúnir til þess." Hagnaður af rekstri Hampiðjunnar eykst Hagnaður Hampiðjunnar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 98 milljón- um króna fyrir skatta en var 83 milljónir á sama tímabili í fyrra. Skýringar á betri afkomu félags- ins eru m.a. þær að sala á veiðarfær- um hefur aukist umtalsvert, sérstak- lega á flotttrollum. Til marks um þann árangur sem Hampiðjan hefur náð í útflutningi er að útflutningur móðurfélagsins var 58% af heildar- sölu tímabilsins en var 49% sama tímabil árið áður. Rekstrartekjur Hampiðjunnar jukust um 15% á tímabilinu, saman- borið við sama tímabil í fyrra. Ný fiskimjöls- verksmiðja á Höfn Ósland hf. á Hornafirði hefur tekið í notkun nýja og fullkomna fiskimjölsverksmiðju sem er öll tölvustýrð og getur afkastað um 1000 tonnum á sólarhring. Verk- smiðjan hefur getu til að framleiða hágæðamjöl. Gerir frystitogarann út á ísfisk Frystitogarinn Bliki EA fer nú á haustdögum á bolfiskveiðar og mun verka aflann í ís um borð. Það kann að þykja undarlegt að gera fullbúið frystiskip út á ísfisk en skýringin er sú að saltfiskmarkaðir BGB hf. eru hagstæðir um þessar mundir og hafa verið um nokkurt skeið. Síðastliðið haust var Bliki einnig gerður út á ísfisk fyrir saltfiskvinnsluna á Árskógssandi en hefur undanfarna mánuði fryst rækju um borð. „Á meðan svo háttar að það sé hægstætt að láta frystitogarann afla fyrir saltfiskvinnsluna í landi þá held ég þessu formi en ég verð jafn fljótur að breyta þessu ef nýjar aðstæður koma upp. Ég sé ekki fyrir mér að stærstu og öflugustu frystiskipin eigi eftir að fara aftur á ísfisk en get vel hugsað mér að meiri tenging verði milli landvinnslunnar og frystitogara í framtíðinni," segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri BGB hf., útgerðaraðila Blika EA. AGIR 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.