Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 28
Togariim Hólmadrangur hefur að undanfomu verið við rœkjuveiðar á Flœmska hattinum. Þórir Matthíasson, framkvcemdastjóri BGB hf., telur að þó svo að af sölu togarans yrði þá komi sameining BGB og Hólmadrangs ekki til með aö veikja Hólmavík og Drangsnes. „Þvert á rnóti vonumst við til þess að staðimir muni styrkjast og landvinnslan aukast," segir Þórir. landinu yrði fyrr eða síðar lokað á öðr- um staðnum. Getur sú staða ekki komið upp t.d. á Hólmavík og Drangs- nesi að lokinni sameiningunni? „Það er eðlilegt að svona spurningar komi upp í umræðunni en ég vil minna á að áþekkar fyrirtækjasamein- ingar hafa verið gerðar og sýna hið þveröfuga. Að lokinni sameiningu hafa byggðarlögin bæði styrkst og það vona ég sannarlega að gerist í okkar tilfelli. Það sem við erum að fara út í er þannig að á Hólmavík er mjög full- komin rækjuverksmiðja sem stendur við gjöful rækjusvæði í Húnaflóa og þaðan verður verksmiðjan auðvitað ekki tekin. Okkar markmið er að nýta allar fjárfestingar betur en gert er í dag, bæði fjárfestingar í landvinnslu og skipum og þetta sjónarmið á við alla okkar starfsemi, hvort heldur hún er á Dalvík, Drangsnesi, Árskógssandi eða Hólmavík. En það þýðir ekki að til þess geti ekki komið að við lokum ein- hvers staðar vinnslum tímabundið ef arðsemi er ekki fyrir hendi og illa árar í hafinu. Þannig verður einfaldlega að 28 ÆGIR ------------------------- bregðast við í því rekstrarumhverfi sem við búum við og ég sé ekkert at- hugavert við það. En miðað við stöð- una í dag þá erum við ekki að horfa til annars en reka okkar landvinnslu áfram af fullum dampi." Byggðakvótinn á ekki upp á pallborðið Byggðakvóta Byggðastofnunar var ný- verið úthlutað og nokkuð örlar á þeim sjónarmiðum að í auknum mæli skuli úthluta kvóta til byggða. Þóri eru þessi sjónarmið ekki að skapi og hann ótt- ast um hagkvæmnina í sjávarútvegin- um. „Ég held að hagkvæmnin í sjávarút- veginum felist í því að stjórnendur fyrirtækjanna geti ráðstafað kvótanum en þurfi ekki að búa við takmarkanir, boð og bönn. Byggðakvóti þýðir í sjálfu sér aukna stýringu og að mínu mati eru menn að pissa í skóinn sinn ef fara á út á þær brautir. Mönnum hitnar um stund en þeim verður mjög kalt á eftir. Ég held að það nægi okkur alveg í sjávarútveginum að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðum af hafrann- sóknum Hafró þó við þurfum ekki líka að taka tillit til þess í áætlunum í rekstrinum hvort við fáum einhvern byggðakvóta eða ekki. Ég held að sjón- armiðin séu mjög ólík varðandi þetta mál innan sjávarútvegsins. Persónu- lega er ég á móti miðstýringu á öllu en í greininni er vissulega að finna marga af öðrum skóla sem aðhyllast stýringu á öllum hlutum. Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sjónarmiðum en sé ekki kostina í aukinni stýringu fyrir sjávar- útveginn. Kynslóðamunurinn skýrir kannski hvers vegna sjónarmiðin eru líka ólík gagnvart fiskverðsdeilunni við sjómenn og ég fullyrði að margir yngri stjórnendanna í sjávarútvegin- um vilja losna út úr þessari deilu og ná sátt við sjómenn. Ég finn ekki ann- að en mér takist í þessu fyrirtæki að ná sátt við sjómennina um fiskverð og al- mennt held ég að stífnin við samn- ingaborðið um þetta deiluefni sé alltof mikil. Á meðan deilurnar standa skað- ast allir og sjávarútvegurinn fyrst og fremt sem heild. Það er slæmt og óá- sættanlegt og vegna deilunnar sitjum við uppi með enn nýjar stofnanir eins og Kvótaþing og Verðlagsstofu skipta- verðs, sem að mínu mati skaðar hags- muni beggja aðila," segir Þórir. Stuðningsmaöur breytinga á framsali kvótans Þórir er sammála því sjónarmiði að kvótakerfið þurfi að vera í sífelldri endurskoðun. „Endurskoðun á við um kvótakerfið eins og önnur lög og reglugerðir í landinu. Kerfið var á sínum tíma sett á til takmörkunar á sókninni og þeir sem tóku þann pól í hæðina strax að vinna með kerfinu í stað þess að snú- ast gegn því, hafa komist vel af og fyr- irtæki þeirra vaxið og dafnað. Hinir hafa setið eftir. Að mínu mati er stóri gallinn á kerfinu sala og leiga á veiði- heimldum og á því máli verður Árni Matthiesen, sjávarútvegsráðherra, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.