Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 41

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Nemendahópur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna heimsótti Akureyri á dögunum, til að kynna sér starfsemi fyrirtœkja á Eyjafjarðarsvœðinu og sœkja fyrirlestra um rekstur sjávarútvegsfyrirtaekja, gœðastjórnun og markaðsmál við Háskólann á Akureyri. Með hópnum voru Tumi Tómasson, forstöðumaður skólans og Magnús Magnússon sem er námsstjóri á rekstrarsviði og hefur borið hitann og þungann af skipulagningu námsdvalarinnar á Akureyri. Hér er hópurinn við frystitogarann Sléttbak. vinnubrögð, venjist að safna upplýs- ingum, vinna úr þeim og kynna niður- stöður. Grunn- og sérnám Að grunnnáminu loknu tekur við sér- nám. Sérnámið er aðlagað þörfum hvers og eins eins og kostur er, og þá tekið mið af því starfi og starfsaðstæð- um sem nemendur hverfa til að námi loknu. Misjafnt er hvernig sérnámið er uppbyggt, en það fer eftir fjölda nem- enda hverju sinni og stöðu þeirra. Þeg- ar nemendur eru fleiri en tveir hefst sérnámið á um fjögurra vikna námi með fremur hefðbundnu sniði, en síð- an tekur við verkefni þar sem nemend- ur takast á við viðfangsefni sem er sér- staklega valið með tilliti til starfs þeirra, þannig að það nýtist sem best þegar heim kemur. Hingað til hefur verið boðið upp á sérnám á fjórum sviðum,. þ.e.: * gæðastjórnun í meðferð og vinnslu afla, * stofnamat og fiskifræði, * veiðistjórnun * veiðafærafræði og veiðitækni í veiðafærafræðinni var leitað sam- starfs hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, enda eru báðir nemendumir á þeirri braut skólamenn sem starfa með nem- endur á svipuðu stigi og FS gerir. Það er því leitað út fyrir þær stofnanir sem formlega taka þátt í samstarfi um starf- semi Sjávarútvegsskólans þegar svo ber undir. Hluti sérnámsins fer í sumum tilfellum fram innan fyrirtækja í sjávar- útvegi eftir því hvernig við á hverju sinni. Reyndar er lögð mikil áhersla á samstarf við fyrirtæki og vonast ég til að það geti komið á frekari tengslum og samstarfi enda gæti samstarf við ís- lensk fyrirtæki orðið mikil lyftistöng fyrir þróun sjávarútvegs í þróunarlönd- unum auk þess sem slíkt styrkir enn frekar stöðu okkar á alþjóðlegum vett- vangi. Það hefur verið öllum sem að Sjávar- útvegsskólanum standa mikið ánægju- efni hve vel íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki hafa tekið nemendum skólans og fyrir það erum við mjög þakklát. Höfundur er forstöðumaður sjávarútvegs- skóla Sameinuðu þjóðanna. ÆGJR 41 Jóhann Ólafiir Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.