Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 45

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 45
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Afköstin um 13 tonn á sólarhring Gandí VE er búið fullkomnum vinnslubúnaði, m.a. Baader slægingar- vél, plötufrystum og lausfrysti. Lestar- rými er fyrir um 180 tonn af frystum afurðum. Hægt er að afkasta í fryst- ingu um 13 tonnum á sólarhring. Línubúnaðurinn byggist upp af 36 þúsund króka línubeitningarvél frá Mustad, línuspili frá Brattvaag og Linetec-stjórnbúnaði frá Vaka, eins og kemur fram hér í opnunni. Lélegt á netunum í fyrra Gunnlaugur Óskarsson, útgerðarmað- ur, segir að ástæðan fyrir skipakaupun- um sé einfaldlega sú að dregið hafi úr afla í netin og snurvoðina. „Það var lélegt á netunum í fyrra- haust og við töldum því meiri trygg- ingu í línuveiðinni. Af þeirri ástæðu fórum við út í skipakaupin en auk þess erum við að yngja skipakostinn upp," segir Gunnlaugur. „Það hefur verið niðursveifla á net- unum um 3-4 ára skeið. Til dæmis er allur ufsi horfinn en við höfum byggt mikið á honum á haustin. Með lín- unni gerum við ráð fyrir að aflinn verði jafnari yfir árið og sóknin verður á mið allt í kringum landið," segir Gunnlaugur. Hann segir að á línunni komi einnig töluverður meðafli af fiski sem er utan kvóta, þ.e. keilu og löngu. Sá afli hafi einnig nokkuð að segja um hagkvæmni iínuveiðanna. Fiskurinn hausaður og blokkfrystur Hinn nýi Gandí VE fær allan kvóta af gamla bátnum. Meirihluti kvótans er þorskur en að öðru leyti er kvótinn blandaður milli tegunda. Eins og áður segir er aflinn allur frystur um borð í Gandí og er fiskur- inn slægður og hausaður. Útgerðin kemur til með að annast sjálf sín sölu- mál á afurðunum og segir Gunnlaugur að stærsti hlutinn fari á markað í Nor- egi. „Nú yfir sumarið er slakasta verðið fyrir afurðirnar en batnar strax og kemur fram á haustið. Annars er þetta svo nýtt fyrir okkur að við erum ekki farin að öðlast mikla reynslu enn," segir Gunnlaugur, aðspurður um markaðsmálin. Fjórtán manna áhöfn í áhöfn Gandís eru 14 menn og er Stefán Sigurðsson skipstjóri. Fyrsti stýrimaður er Njáll Kolbeinsson og yf- irvélstjóri Vignir Sigurðsson. Kaupverð Gandí var um 250 milljónir króna Linetec línubúnaður frá Vaka um borð í Gandí VE: í fyrsta skipti á íslandi um borð í skipi með lágþrýstu vökvakerfi Um borð í Gandí VE var sett Linetec stýribúnaður fyrir línukerfið frá fyrirtækinu Vaka hf. Með þessum búnaði getur skipstjóri haft fulla yfirsýn og stjórn yfir veiðunum, stjórnað hraða á drætti línunnar, fylgst með hversu vel línan er beitt o.s.frv. Vaki hf. hefur náð miklum árangri með þessum stjórnbúnaði en það sem gerir búnaðinn sérstakann um borð í Gandí VE er að skipið er búið svokölluðu lágþrýstu vökvakerfi og er þetta í fyrsta skipti sem Vaki setur niður búnað í íslensku fiskiskipi með lágþrýstikerfi. Arinbjörn Clausen, tæknimaður hjá Vaka hf., segir að fyrirtækið hafi áður sett niður Linetec stjórnbúnað í færeyskt línuveiðiskip sem búið var lágþrýstu vökvakerfi en nú þegar fyrirtækið hafi lokið niðursetningu í slíku skipi hér heima þá hafi það öðlast reynslu sem opni nýja sóknarmöguleika á erlendum markaði. „Það er stór hluti línuskipa í Noregi búinn lágþrýstu vökvakerfi og þar hefur stjórnbúnaður frá samkeppnisaðilum okkar haft sterka markaðsstöðu vegna aðlögunar sinnar að lágþrýstu kerfinum. Sú reynsla sem við höfum öðlast um borð í Gandí og í skipinu í Færeyjum gerir okkur betur í stakk búna að sækja inn á markaðinn í Noregi og bjóða okkar stjórnbúnað fyrir línuskipin með lágþrýsta kerfinu," segir Arinbjörn. Lágþrýsta vökvakerfið var algengara á árum áður í íslenskum skipum en nú er íslenski skipastóllinn fyrst og fremst búinn háþrýstivökvakerfum. Á línuveiðum þarf stjórnunin að ganga þannig fyrir sig að hreyfingar séu allar mjög mjúkar og þess vegna þykja lágþrýstimótorar henta betur til að drífa línubúnaðinn áfram. Arinbjörn segir að þetta hafi þann ókost að minna sé fáanlegt af ýmis konar stjórnlokum og slíkum hliðarbúnaði fyrir lágþrýst kerfi og því hafi þurft að fara krókaleiðir til að fá búnaðinn til að vinna á eðlilegan hátt. Það hafi samt sem áður tekist mjög vel um borð í Gandí VE. msR 45

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.