Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 18
Saltfiskvinnsla er nú komin á falia ferð hjá Búlandstindi hf. þar sem áður var hefðbundin frysting. hæfa Búlandstind í þeirri vinnslu. Með þessu getum við stýrt hráefninu á hús- in eftir því hvað hentar hverju sinni," segir Pétur Hafsteinn og bætir við að hjá Búlandstindi komi til með að verða um 30 starfsmenn að jafnaði yfir árið en það er áþekkur fjöldi og verið hefur í fiskvinnslunni hjá Bú- landstindi á Djúpavogi undanfarin ár. Kvóti fyrirtækisins er um 3000 þorskígildistonn og má segja að þær aðgerðir sem gripið var til felist að stórum hluta í því að hætta frystingu úti á sjó en flytja vinnsluna á einn stað í landi. „Sá þáttur sem við höfum ekki reynslu í er síldarvinnslan og verður fróðlegt að sjá hvernig hún gengur í haust. Ég tel að það henti vel að reka samhliða á Djúpavogi saltfisk- vinnslu og síldarvinnslu en við sjáum strax í haust hvort sú spá gengur eftir. Við höfum líka þann möguleika að frysta ioðnu ef slík verkefni bjóðast og sama má segja um frystingu á síld í beitu en almennt er stefnan ekki að fara út í frystingu í líkingu við þá sem var áður hjá Búlandstindi hf.," segir Pétur. Hægt að ná samlegðaráhrifum með samstarfi fyrirtækja Innkoma Vísis í Búlandstind á Djúpa- vogi vekur upp þá spurningu hvort ekki hafi komið til greina að sameina fyrirtækin tvö í stað þess að kaupa meirihluta í Búlandstindi og taka við stjórnartaumum í fyrirtækinu. Pétur Hafsteinn segist þeirrar skoðunar að sameining sjávarútvegsfyrirtækja geti í sumum tilfellum gengið afar vel og skilað miklum árangri en í öðrum til- fellum náist fram mikill árangur með samstarfi fyrirtækja. Samstarf Bú- landstinds hf. og Vísis hf. sé þannig hugsað. „Auk þess var ekki áhugi á því hjá okkur í Vísi að hætta að reka það fyrir- tæki sem fjölskyldufyrirtæki. Ég sé heldur ekki að það sé betri eign að eitt fyrirtæki eigi tvær fiskvinnslur á sitt hvorum staðnum á landinu heldur en að baki þeim standi tvö fyrirtæki með sama eigendahóp í grunninn. Það er heldur ekki víst að sameining væri holl fyrir byggðarlögin tvö. Það verður líka að hafa í huga varð- andi starf okkar á Djúpavogi að við sækjumst alls ekki eftir því að vera ráðandi aðili í atvinnulífinu á staðn- um. Þvert á móti viljum við að sem flestir geti komið undir sig fótunum í eigin atvinnurekstri og ef við getum hjálpað til þess þá gerum við það óhikað. Staðir á borð við Djúpavog þurfa einmitt á að halda fleiri fyrir- tækjum en ekki einu aðalfyrirtæki sem kollvarpar öllu atvinnulífi byggðar- lagsins ef illa fer. Þess vegna er það okkur ánægjuefni að nýir eigendur skuli hafa tekið við rekstri fiskimjöls- verksmiðjunnar og sömuleiðis að starfræktar eru tvær litlar saltfiskverk- anir á staðnum samhliða öflugri smá- bátaútgerð. Ég er einnig sannfærður um að fiskmarkaðurinn á Djúpavogi á eftir að opna ný tækifæri fyrir marga á staðnum. Þetta er allt til staðar nú, ásamt öðrum ónefndum fyrirtækjum." Fjölmiðlarnir fóru offari Sú mikla og neikvæða umræða sem varð í fjölmiðlum í kjölfar kaupa Vísis hf. á meirihlutanum í Búlandstindi hf. segir Pétur að hafi ekki beinlínis komið sér á óvart en hún hafi verið löng og þreytandi. „Mér finnst ábyrgðarhluti hjá fjöl- miðlum að þegar svona stórmál eru uppi fyrir það fólk sem býr á þessum litlu stöðum þá virðist gengið á skipu- legan hátt í að gera hlutina eins nei- kvæða og hægt er. Hér var vissulega bullandi taprekstur en breytingarnar voru til þess gerðar að snúa blaðinu við og tryggja starfsemina á staðnum. Ég hefði kosið að fjölmiðlaumfjöllun- in hefði meira snúist um það hvernig ástandið var hjá fyrirtækinu og hvað við ætluðum okkur að gera til bjargar því. Síðan geta fjölmiðlar fylgt því eft- ir þegar frá líður og kannað hverjar efndirnar eru. Við vissum auðvitað að það að hætta vinnslu á Breiðdalsvík yrði erfiðasti þáttur málsins en það varð meðal annars að gerast til að Bú- landstindur hf. kæmist á beinni braut í rekstri. Auk þess fannst mér að fjöl- miðlar hefðu mátt horfa meira á að við vorum ekki að kaupa forræði yfir fyrirtækinu af fólki fyrir austan heldur af fyrirtækjum í Reykjavík þannig að meirihlutinn í Búlandstindi fluttist ekki frá Djúpavogi til Grindavíkur heldur kom hann frá Reykjavík. Og ég held að það hefði verið allt öðruvísi tekið á málinu ef Búlandstindur hefði t.d. verið staðsettur í Sandgerði i8 Mm Jóhann ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.