Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags Islands: Stórviðburðir í íslenskum sjávarútvegi íslenska sjávarútvegssýningin Þegar þetta er skrifað er aðeins rúm- ur hálfur mánuður þar til íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin. Hún verður að þessu sinni í Kópa- vogi frá 1. til 4. september. íslenska sjávarútvegssýningin hef- ur verið reglulegur viðburður frá því 1984 og hefur unnið sér sess sem helsta sýning á þessu sviði í heimin- um. Aðsókn sýnenda er með besta móti og áhugi bæði innlendra og er- lendra aðila í sjávarútvegi er mikill. Þeir sem fylgjast með innlendum og erlendum fagblöðum um sjávarút- veg þekkja hve mikið framboð er af sjávarútvegssýningum af ýmsu tagi um allan heim. Til þess að ná at- hygli fjöldans þarf eitthvað sérstakt og margir þeirra sem standa að sýn- ingum víða um heim hafa gefist upp. Það er því ánægjulegt að vita hve aðstandendum fslensku sjávar- útvegssýningarinnar gengur vel að halda sínum sessi. Forsendur fyrir árangri eru auðvit- að margar. Vel þarf að vanda til sýn- ingarhaldsins og alls undirbúnings. Sýnendur, og þeir sem áhuga hafa á að sækja sýninguna, þurfa að treysta á að vel sé að verki staðið. Fram- kvæmdaaðilar íslensku sjávarútvegs- sýningarinnar standa undir þeim væntingum sem til þeirra hafa verið gerðar og er það vel. Hins vegar er þetta ekki nóg til þess að sýning af þessu tagi heppnist ár eftir ár. Sjávar- Leiðari ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSÝNINGIN Kópavogi 1.-4. september útvegssýningu sem stendur undir nafni þarf að halda í umhverfi þar sem sjávarútvegur stendur styrkum fótum. Velgengni íslensku sjávarút- vegssýningarinnar er því í raun einnig viðurkenning á íslenskum sjávarútvegi. Hún er viðurkenning umheimsins á því að íslenskur sjáv- arútvegur standi í fremstu röð; að hér á land sé hægt að fræðast og bæta við þekkingu sína á sjávarút- vegi; að hér megi sjá nýjungar í greininni í verki. Norræna fiskimálaráðstefnan 25. Norræna fiskimálaráðstefnan var haldin 16. og 17. ágúst, s.l. Á Nor- rænu fiskimálaráðstefnunni hittast forystumenn helstu stofnana og samtaka í sjávarútvegi á Norður- löndunum. Að þessu sinni var ráð- stefnan haldin í Reykjavík og auk sjávarútvegsráðuneytisins kom Fiski- félag íslands að undirbúningi henn- ar. Þema ráðstefnunnar var „Hvernig á að nýta auðlindir hafsins" og var fjallað um þemað út frá þremur ólík- um sjónarhornum. í fyrsta lagi frá líffræðilegu sjónarhorni. í öðru lagi frá hugsjónalegu og siðfræðilegu sjónarhorni og í síðasta lagi út frá efnahagslegum forsendum. Áður en tekið var til við þema ráðstefnunnar fluttu sjávarútvegsráðherra íslands Árni M. Matthiesen og matvælaráð- herra Danmerkur, Henrik Dam Kristenssen, athyglisverðar ræður um stöðu sjávarútvegsins og breyt- ingar á umhverfi matvælafram- leiðslu. í ráðstefnulok var gestum boðið í siglingu um Breiðafjörð og vélsleðaferð upp á Langjökul. Óhætt er að fullyrða að 25. Nor- ræna fiskimálaráðstefnan tókst afar vel og var íslandi til sóma. Fagleg umfjöllun var með ágætum og veðr- ið skartaði sínu fegursta meðan í ráðstefnuferðinni. Ráðstefna af þessu tagi hefur mikla þýðingu fyrir stöðu íslensk sjávarútvegs og stöðu íslands sem miðstöðvar sjávarútvegsumræðu. AGIR 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.