Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 44

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 44
Útgerð Gandís VE skipti um skip í kjölfar tregveiði á netunum í jyrra: Sérhæft línuskip keypt frá Noregi Gunnlaugur Óskarsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og kona hans, Kristín Gísladóttir, tóku um mitt sumar við nýju skipi sem fengið hefur ttafnið Gandí VE 171. Fyrir áttu þau hjón bát með sama nafni og hefur hann nú verið settur á söluskrá. Nýja skipið var keypt frá Noregi og er sérhœft línuveiðiskip, sntíðað sem slíkt og með öllum besta búnaði til línuveiða. Með þessum skipakauptim er útgerðin að breyta um útgerðarform, í stað þess að róa á net og snurvoð verður nú gert tít á línu árið um kring. Gandí VE er 10 ára gamalt línuskip og var gert út í Noregi en smíðað í Danmörku. Lengd skipsins er 34 metr- ar og breiddin rösklega 8 metrar. í skipinu er Caterpillar aðalvél, 870 hestöfl að stærð. Þá eru tvær hjálpar- vélar sömu gerðar en tæplega 300 hestöfl hvor. Gunnlaugur Óskarsson, útgerðarmaður, í brítnni á Gandí VE við kotnu skipsins til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Nýinnflutt fiskiskip Gandí VE 171. 44 AG,IK Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.