Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 12
Feðgarnir í Vísi hf., Páll H. og Pétnr Hafsteinn, frœða franska sendinefiid á vegum SÍF um galdurinn á bak við góðan saltfisk. og fórum þá að byggja hana upp. Það má eiginlega segja að frá 1993 hafi fyr- irtækið vaxið hvað hraðast," segir Pét- ur Hafsteinn. „Árin frá 1987 til 1992 voru mikill umbrotatími í saltfiskvinnslunni og ekki hvað síst fyrir sölusamtökin, SÍF. Við höfum alltaf selt afurðir okkar í gegnum SÍF og það er í dag orðið mjög öflugt og skemmtilegt þjónustufyrir- tæki og þyrfti mikið að gerast til að við tækjum þann pól í hæðina að selja afurðirnar með öðrum hætti." Línuveiðarnar skapa stöðugleika í rekstrinum Segja má að saltfiskframleiðsla Vísis hf. sé með tvennum hætti. Annars vegar „portfiskur" sem fer í þurrkun en í þá vinnslu er aðallega notaður stór netafiskur og hins vegar „spigfisk- ur" sem fer í útvötnun eða beint í sölu og er seldur í 25 kg. pakkningum. Þar fyrir utan er svo flakavinnsla sem lýtur svipuðum lögmálum og „spigfiskur- inn" hvað varðar kröfur um blæ, dreif- ingu og umbúðir. Stærstur hluti hrá- efnis Vísis hf. er línufiskur sem hentar vel í spig og flök. Pétur Hafsteinn segir að saltfisk- vinnslan sé sú grein fiskvinnslunnar sem taki minnstum sveiflum á mörk- uðum. „Línuveiðar og saltfiskvinnsla er form sem býður að mínu mati upp á mesta stöðugleikann. Hitt er annað mál að línuveiðarnar eru kostnaðar- 12 ÆGIR ------------------------------ samar og ekki allir sem hreinlega ná tökum á þeim en okkur hefur tekist það ágætlega. í línuútgerðinni koma aldrei eins kröftugir veiðitoppar og á öðrum veiðiskap en hins vegar er línu- aflinn stöðugri og tekur ekki eins miklum niðursveiflum og stundum gerist á netunum. Þetta atriði skiptir miklu máli þegar rekin er umfangs- mikil saltfiskvinnsla í landi, líkt og við gerum," segir Pétur Hafsteinn. Hinn gleymdi vertíðarfloti á Suðurnesjum Pétur Hafsteinn segir að Vísir hf. hafi komið nokkuð ve! út úr viðmiðunarár- unum sem kvótaúthlutunin byggðist á. Að vísu hafi þau mistök verið gerð strax á fyrstu árum kerfisins að selja frá fyrirtækinu einn af bátum þess en almennt segir hann að vertíðarflotinn á Suðurnesjum hafi mátt þola hlut- fallslega meiri skerðingu á kvóta en flestir aðrir útgerðaraðilar allt fram á þennan dag. Þetta hafi vissulega kom- ið við fyrirtækið, líkt og önnur á Suð- urnesjunum. „Vertíðarflotinn hefur verið stans- laust skorinn niður frá fyrsta degi kvótakerfisins og er réttnefndur „hinn gleymdi floti". Eins og ég sagði veiddu vertíðarbátarnir vel á viðmiðunarárun- um en kvótinn var fluttur á norður- svæðið strax í byrjun, ásamt því að út- valdir togaraskipstjórar kroppuðu drjúgt til sín af heildarkvótanum. Síð- an kom sóknarmarkið sem einnig var sniðið að togaraútgerðinni og næst komu smábátarnir sem tóku sitt af heildinni og þannig má áfram halda. Hluti bátaflotans fékk síðan leiðrétt- ingu sinna mála með úthlutun 60% línupottsins sem vó einhvern hluta af töpuðum aflaheimildum. Til viðbótar fengu Suðurnesin enga sérstaka fyrir- greiðslu til að mæta niðurskurði á afl- anum." - Gleymdust Suðurnesin á einhvern hátt í umræðunni um afleiðingar kvótakerfisins fyrir einstök byggðarlög landsins? „Ég held að þetta felist ekkert síður í eðli fyrirtækjanna. Þetta voru ein- staklings- og fjölskyldufyrirtæki sem ekki voru með sín mál upp í fjölmiðl- um og höfðu lítil ítök inni í hags- munasamtökum og enn síður í pólitík- inni. Þetta fólk var bara um borð í sín- um skipum eða inni í fiskvinnsluhús- unum að sinna sínum daglegu störf- um. Á meðan tók pólitíkin, meðvitað eða ómeðvitað, ákvörðun um að flytja kvóta í burtu af svæðinu. Ég get ekki sagt að þetta hafi breyst mikið, því miður, og sést kannski á því að þegar samningar eru nú gerðir við Norð- menn um að koma frystiskipum ís- lendinga í veiðar í Barentshafi þá launum við m.a. með því að hleypa norskum bátum í línuveiðar á keilu og löngu hér við land. Þetta er bein sam- keppni við fyrirtæki eins og okkar en snertir auðvitað ekki frystitogarana á þeirra heimavelli hér við land. Þarna er enn eitt dæmið um hvernig vertíð- arflotinn verður fyrir barðinu á ein- stökum aðgerðum í fiskveiðistjórnun- inni. Við þurfum líka að berjast við Færeyinga um veiðar á keilu og löngu á þessum sömu hafsvæðum vegna samnings sem gerður var við þá þar sem engin umbun kom í hlut bátanna frekar en fyrri daginn," segir Pétur ákveðinn og bætir við að á sama tíma og þetta gerist fái fyrirtæki á borð við Vísi klapp á bakið fyrir að halda uppi landvinnslu og sannarlega geri Vísir það með vinnslunni í Grindavík og innkomu sinni í Búlandstind á Djúpa- vogi. „Okkur finnst þess vegna skrýtið að á bak við þennan árangur í land- vinnslunni er einmitt vertíðarflotinn sem þarf að sæta þessum eilífu áföllum og skerðingum. Þarna er verið að ógna landvinnslunni á beinan hátt því með aukinni sókn Norðmanna og Færey- inga í þær tegundir sem hafa verið meðafli í línuveiðunum hjá okkur get- ur grundvellinum hreinlega verið kippt undan línuveiðunum. Þetta^ er því ekki heillavænleg þróun."

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.