Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 32

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 32
Teikning af togaranum Ými. Á myndina hefur verið gullitað svæði þar sem svokall- aðir hágeymar eru fyrir brennsluolíu erti en í tank á stjómborða var verið að dœla þegar skipið lagðist á hliðina. Frystitogari sokkinn í sólarhring in viðamesta björgunaraðgerð á skipi hér á landi fór fram á dögunum t Hafnarfjarðarhöfti þegar frystitogarinn Ýmir lagðist á Itliðina og sat á botni hafnarinnar í röskan sólarhring. Ýntir er hreint engin smásmíð og ntá heita mikill árangur björgunarmanna að ná skipinu á flot aftur á svo skömmum tíma sem ratin ber vitni. En kannski er ekki að furða að skjótt sé brugðist við þegar liaft er í huga að verðmœti frystitogara á borð við Ými er ekki langt undir milljarði króna. Ýmir kom til landsins fyrir röskum 11 árum, lagðist að bryggju í Hafnarfirði þann 9. maí árið 1988. Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi fyrir fyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði, sem hefur gert hann út síðan þá. Hönnuðir skipsins eru fyrirtækið Skipatækni og Ágúst G. Sigurðsson, skipatæknifræðingur og einn eigenda Stálskipa. Óhappið í Hafnarfirði á dögunum 32 MSIU -------------------------- er rakið til þess að á sama tíma og slorlúga var opin á skipinu var verið að dæla olíu í tanka skipsins stjórnborðsmegin. Skýringin á því þessir atburðir gerðust mjög hratt er sú að í Ými eru svokallaðir hágeymar í síðum fyrir brennsluolíu, þ.e. meðfram lestum. Sömuleiðis eru í skipinu hefbundnir botntankar fyrir olíu en þeir voru tómir. Þegar olían rann inn í stjórnborðstank tók skipið strax að halla og sjór streymdi inn um slorlúguna og því var ekki að sökum að spyrja. Ljóst mun vera að Ýmir verður frá veiðum næstu mánuðina, enda þarfnast skipið töluverðra viðgerða eftir að sjór hefur flætt um vinnsludekk, íbúðir, lestar og vélarrúm. Þá urðu skemmdir á toggálga og fleiru þegar skipið lagðist utan í bryggju. Stálskip eru tryggð að fullu fyrir tjóninu á Ými en ekki fyrir þeim frátöfum sem verða frá veiðum. Erfiðar aðstæðnr! Þœr voru ekki öfundsverðar aðstæðurnar sem björgunarmenn Ýmis þurftu að takast á við nteðan á björgunarstarfinu stóð. Olíubrák var á sjónum og hreint ekki auðvelt að fóta sig um borð. Ekki auðvelt verk Það sýndist mörgunt áhorfandanum í Hafharfirðinum nánast útilokað að liægt væri að rétta Ými við eftir að hann var sestur á hafsborn og hallaði sér að bryggj- unni líkt og ungabam að brjósti. En ineð því að þétta fyrir alla leka og beita öflttg- unt dœliint var liægt að létta á skipinu og rétta það við. GuObergur Rúnarsson GuObergur Rúnarsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.