Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 43

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI spil af gerðinni Bruselles 1002-S, 93 tonna. Umboðsaðili fyrir togvindurnar hér á landi er Atlas. Sömuleiðis var komið fyrir 50 tonna flottrollsvindum frá Karmöy. Hægt að kæla allan afla Nokkrar breytingar voru gerðar í tengslum við lestar skipsins. Útbúnir vom gangar beggja vegna lestanna og það skerðir lestarrýmið um nálega 300 tonn og getur skipið nú borið um 2000 tonna afla. Sjókælikerfi var endurbætt og aukið og getur Hólmaborgin nú kælt allan afla en áður var mögulegt að kæla hluta aflans. Samtals em fimm lestar í skipinu en áður var aðeins hægt að kæla í tveimur þeirra en öllum í dag. Nýtt í brúnni Aukið var við tækjabúnaðinn í brúnni með Marport veiðarfærakerfi, Furuno FCV-1500 dýptarmæli, Furuno CI-60G straummæli og GMDSS fjarskiptabún- aði frá Furuno. Öll Furuno tækin koma frá Brimrún, umboðsaðila þeirra hérlendis, en fyrir vom mörg Furuno tæki í Hólmaborginni. Stýrisbúnaður og ásrafall endurnýjaður í tengslum við vélaskiptin var útbúið nýtt stjórnpúlt í vélarúmi en auk þess var sett nýtt stýri á skipið og stýrisvél, skipt um afgaskerfi, ásrafal, loftræsti- kerfi í vélarúmi, smur- og sjókerfi, aft- urgálga og fleira. Að loknum breyting- um var skipið málað með Hempels skipamálningu frá Slippfélaginu. Hólmaborgin hélt strax til veiða að loknum breytingunum. í heild sinni munu breytingarnar hafa kostað ná- lega 380 milljónir króna. Æfkiiín JSÖMl ©spíiíi I 1^1 VÉLAR ®gi SKIP sMa Fiskislóð 137A-101 Reykjavík - Sími 562 0095 - Fax 562 1095 WÁRTSILÁ KJg® Á ÍSLANDI AGIR 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.