Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 37

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Samábyrgð íslands 90 ára: Hefur þróast í takt við útgerðarsöguna Samábyrgð íslands á fiskiskipum fagnaði nú í sumar 90 ára af- mœli. Saga félagsins hófst með því að sett voru lög um Samábyrgðina árið 1909 og lagði ríkissjóður félaginu til fjármuni vegna kostnaðar við stjórn og tryggði henni ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum upp að ákveðnu marki. Um beint stofnframlag úr rík- issjóði var ekki um að rceða. Félagið skyldi vera gagnkvœmt trygginga- félag. Hlutverk Samábyrgðarinnar var í byrjun að tryggja skip eða báta sem ætluð voru til fiskveiða eða flutninga við ísland. Um var að ræða beina vá- tryggingu hjá félaginu eða endurtrygg- ingu fyrir bátaábyrgðarfélögin í landinu. Þá skyldi Samábyrgðin einnig annast tryggingar á afla og veiðarfær- um. Við stofnun félagsins voru 3 menn í stjórn þess, þ.e tveir gæslustjórar og framkvæmdastjóri, sem jafnframt var formaður félagsins. Framkvæmdastjór- inn og annar gæslumaðurinn voru skipaðir af stjórnarráðinu en hinn gæslumaðurinn kosinn af innlendu vátryggingafélagi sem Samábyrgðin var í samvinnu við. Úr 50 bátum í 500 Núverandi forstjóri Samábyrgðar ís- lands er Pétur Sigurðsson. Hann segir að við upphaf tryggingastarfsemi Sam- ábyrgðarinnar árið 1910 hafi verið í tryggingu hjá félaginu 51 seglkuggur, 4 gufuskip, 7 bifkuggar og 17 bifbátar, alls 79 skip, þar af 36 í beinni trygg- ingu og 43 í endurtryggingu. Þessi upptalning segir Pétur að sýni á hvaða stigi útgerð á íslandi var við upphaf aldarinnar. Margur dropinn hefur til sjávar runnið síðan þá og í dag eru í frum- og endurtryggingu hjá Samá- byrgðinni hátt í 500 skip. í mörg ár annaðist félagið trygging- ar á skipum Skipaútgerðar ríkisins og varðskipum Landhelgisgæslunnar. Pét- ur segir að tjón sem urðu á varðskip- unum vegna þorskastríðanna hafi fengist að mestu leyti greidd af endur- tryggjendum á Lloyd's markaði í London. Fúinn varð að vandamáli Á árunum í kringum 1950 fór að gera vart við sig þurrafúi, eða bráðafúi sem síðar var kallaður, í íslenskum tréfiski- skipum. Sá ófögnuður orsakaðist af svokölluðum „Poria" sveppum, og var mjög hraðfara og lagði undir sig til- tölulega ný tréskip á ótrúlega skömm- um tíma. Árið 1955 var þetta orðið svo alvarlegt vandamál að ríkisstjórn- in ákvað að hlaupa undir bagga og að- stoða þá skipaeigendur, sem urðu fyrir barðinu á þessum vágesti. Sjávarútvegsráðherra fór þess á leit við Samábyrgðina árið 1957 að hún sett á stofn sérstaka deild við stofnun- ina, sem kæmi á og annaðist trygging- ar gegn tjónum af völdum bráðafúa. Lög um bráðafúatryggingar voru sett á í byrjun maí árið 1958 og var tilgang- Stjóm Samábyrgðar íslands. Aftari röð frá vinstri: Björn Guðbjömsson, Ottó /akobsson, Hjálmar Styrkársson. Fremri röð frá vinstri: Pétur Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar íslands, Haraldur Guðmundsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson, stjómarformaður. .« 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.