Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 31

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Velkomin á vef VERÐLAGSSTOFU SKIPTAVERÐS H*r *r *d finn* nnuitu opmb*r*r upo>»m9*r um i bemni sdlu, yilulepir upplrsnger um Sikverd * mðrkudjm oq m4n*d*iieg* f»r«o mn * tldune uppl»mg*r um Oinkjn eturdeverdt og mergt fleire ftngf t)4verút»egi 1998 í kjölfar kjaradeilu út- gerðarmanna og sjómanna þar sem m.a. var deilt um fiskverð í beinum samningum, þ.e. um það verð sem gildir þegar sjó- menn semja beint við útgerðir um fiskverð í stað þess að afli sé verðmyndaður á uppboðs- mörkuðum. Á þeim tíma sem Verðlagsstofa hefur starfað hef- ur hún safnað ítarlegum upp- lýsingum um fiskverðssamn- inga, svo sem lög um stofuna kveða á um, og látið vinna gagnlegar upplýsingar um fisk- Verðlagsstofa skiptaverðs: Stórbætt upplýsingaþj ónusta yið sj ávarútveginn V'erðlagsstofa skiptaverðs hefur opnað vefsíðu á Veraldarvefnum par sem er að finna mjög ítarlegar upplýsingar um þróun fiskverðs, jafnt í beinum viðskiptum sem á mörkuð- um, þróun afurðaverðs og fleiri þœtti sem kunna að snerta samninga um fiskverð. Síðuna er að finna á vefslóð- inni http://verdlagsstofa.is Valtýr Þór Hreiðarsson, forstöðu- maður Verðlagsstofu skiptaverðs, segir að með vefsíðunni sé stigið stórt skref fram á við í upplýsingaþjónustu við sjávarútveginn, jafnframt því að Verð- lagsstofa skiptaverðs framfylgi með síðunni betur þeirri lagaskyldu sinni að vinna á skipulegan hátt upplýsing- ar um fiskverð og birta þær þannig að nýtist útvegsmönnum, sjómönnum og fiskkaupendum sem best. Sem kunnugt er var Verðlagsstofu skiptaverðs komið á fót snemma árs verð sem gefnar hafa verið út í prent- formi. Valtýr segir að augljóslega séu miklir möguleikar til upplýsingagjafar á Veraldarvefnum og því hafi verið ráðist í gerð vefsíðunnar. Á vefsíðu VSS eru nýjustu opinberar upplýsingar frá Fiskifélagi íslands um fiskverð í beinni sölu, vikulegar upp- lýsingar um fiskverð á mörkuðum og mánaðarlega færast inn á síðuna upp- lýsingar frá Þjóðhagsstofnun um þróun afurðaverðs í sjávarútvegi. Á síðunni er einnig að finna aðrar upp- lýsingar sem tengjast starfsemi stofunnar, til að mynda úrskurði úr- skurðarnefndar sjómanna og útvegs- manna, lög um Verðlagsstofu o.s. frv. Á vefsíðu VSS er einnig að finna opinn umræðuvettvang þar sem notendur síðunnar geta skipst á skoðunum og komið að fyrirspurnum. REVTINGUR \MF/ Paul Watson skæður Færeyingum Sea Shephard samtökin, með Paul Watson í broddi fylkingar, hafa neytt þýsku verslunarkeðjuna Aldi til að segja upp samningum við Færeyinga um kaup á fiski, sem þýðir 511,2 milljóna ISK tap fyrir fiskvinnslu þeirra. Aldi keðjan kaupir mest af PureWater í Klakksvík og riftun samninganna er því fyrirtækinu alvarlegt áfall. Síðustu mánuði hefur verið unnið þar á vöktum allan sólarhringinn til að geta staðið við samningana. Sea Shephard hefur undanfarið dreift áróðri utan við 300 af 1250 Aldi búðum. Loks lét Aldi keðjan undan og leyfði Sea Shephard að tilkynna að í búðum hennar yrði hætt að selja færeyskar fiskafurðir. Aróðurinn byggir Sea Shepherd á grindhvalaveiðum Færeyinga en sérfræðingar telja að stofninn sé ekki ofveiddur þótt árlega veiði Færeyingar 1000 dýr. Sjávarútvegsmálaráðherra Fær- eyinga, Jprgen Niclasen, segir að áróðri Sea Shephard verði mætt með fræðslu og aftur fræðslu og öllum mótmælabréfum sem send eru færeysku landsstjórninni verði svar- að. Niclasen telur að upplýsingar um grindhvalaveiðar Færeyinga hafi haft jákvæð áhrif á sölu færeyskra fiskafurða í Bretlandi. (Fiskaren) AGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.