Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fjölskyldan að baki Vísi hf. Hér er stœrstur hluti fjölskyldunnar að baki Vísi hf. samankominn, foreldramir Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir, ásamt bömum og tengdabörnum. Frá vinstri: Páll Jóhann Pálsson, útgerðarstjóri Vísis hf. og eiginkona hans Guðmunda Kristjánsdóttir, þá hjónin Sólveig Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjónsson, sem er framleiðslustjóri Vísis og verðandi framkvœmdastjóri Búlandstinds á Djúpavogi. Fyrir miðju eru svo Páll H. og Margrét, þá Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvœmdastjóri Vísis og eiginkona hans Ágústa Óskarsdóttir, sem jafnframt er starfsmaður á skrifstofú Vísis. Þeim á hægri hönd er Ágúst Ingólfsson, verkstjóri hjá Vísi, sem giftur er Kristínu Pálsdóttur, og loks em Svanhvít D. Pálsdóttir og Albert Sigurjónsson, sem er einnig verkstjóri hjá Vísi hf. Á myndina vantar eina afdcetrum Páls og Margrétar, þ.e. Margréti Pálsdóttur sem búsett er Þýskalandi. tæki og það getur orðið en ég held við glímum ekki við meiri vandamál hér í daglegum rekstri en gengur og gerist í öðrum fyrirtækjum. Það gera sér allir grein fyrir því hvað ber að varast þegar tengslin eru svona mikil innan fyrir- tækisins en þetta form hefur líka mikla kosti," segir Pétur. Fjölskyldan bjó í fiskvinnsluhúsinu Fjölskylda Páls flutti á sínum tíma frá Keflavík til Grindavíkur þegar rekstur Vísis hófst. Pétur Hafsteinn rifjar upp að fjölskyldan hafi búið fyrstu tvö árin í Grindavík á efri hæð í bragganum þar sem saltfiskvinnslan var, enda var allt lagt undir að koma fyrirtækinu á laggirnar. „Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt, vinna myrkranna á milli og allir tóku þátt í störfunum. En það er líka gaman að segja frá því að það er fyrst núna í sumar, 35 árum eftir að fyrirtækið hóf starfsemina í bragganum, sem við erum að endurnýja skrifstofuhúsnæð- ið okkar en skrifstofan hefur verið á sama stað alla tíð fyrirtækisins," segir Pétur Hafsteinn. „Við bræðurnir höfum alltaf unnið við Vísi, ef frá er talið að við fórum báðir á loðnuvertíðir á Grindvíking um tíma. Ég fór líka til Englands í hálft annað ár og Páll var bóndi í Skagafirði í nokkur ár en búskapurinn var ekki meiri en svo að hann var jafn- framt við skipstjórn hjá Vísi. Báðir höfum við verið vélstjórar og skip- stjórar á skipum Vísis - Páll þó öllu meira - þannig að við höfum komið að flestum störfum í fyrirtækinu." Saltfiskvinnslan leggur grunninn Saltfiskvinnsla hefur ætíð verið kjöl- festan í Vísi, auk bátaútgerðarinnar. Fyrr á árum einkenndist starfsemin af vetrarvertíðunum þegar bárust á land um 2000 tonn af fiski á vertíðum sem fór bæði í salt og skreið en auk þess var lítillega fengist við síldarsöltun á haustin. „Við gerðum þá breytingu á árabil- inu 1986-'88 að flytja fiskinn út í gám- um og því var ekkert saltað á meðan í Grindavík. Þá var útflutningurinn hagkvæmari en söltunin en um 1990 snerum við okkur aftur að söltuninni NGiU 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.