Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 20
Byggðakvótinn getur laðað fj árfesta að verkefnum í byggðarlögunum - segir Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar um umdeilda úthlutun byggðakvótans r byggðakvóti framfór eða aftur- hvarffrá kvótakerfi í sjávarút- vegi sem talið hefur verið eitt það hagkvœmasta í heimi? Þessi spurning vakttar í Ijósi umrceðu síðustu vikna, umrasðu sem fyrst og fremst hefur spunnist upp í kjölfar úthlutunar á þeim kvóta sem Byggðastofnun fékk með lögutn og úthlutaði til einstakra byggðarlaga. Þung orð hafa fallið t kjölfarið frá stöðum settt ekki fettgu úthlutun ogstjórn Byggðastofnunar hefur verið sökuð utn að hafa ttppi óvönduð vinnubrögð við úthlutunina en þeim röddunt mótmœlir Egil! jóns- sott, formaður stjórnar Byggðastofn- unar, harðlega. Hattn segir aðþvert á móti hafi í aðdragattda úthlutunar- ittnar verið mótaðar úthlutunarregl- ur sem fyrst og fremst taki mið afþví hvaða sjávarútvegsbyggðarlög t land- inu hafi farið verst út úr byggðaþró- un á undanfórnutn áruitt, tapað kvóta og haft inesta þörffyrir að rétta sinn kvótahlut. Egill segir að þróunarsvið Byggða- stofnunar hafi greint landið niður í þrjú svæði samkvæmt styrkleika. Þró- unarsvæði eitt hafi verið metið sem hættusvæði og þarnist staðbundinna aðgerða ef ekki eigi illa að fara í byggðalegu tilliti. Skilgreining fyrir byggðasvæði 2 er að þar sé að finna svæði sem standi nokkuð traustum fæti og að venjuleg þróunarverkefni dugi. Undir byggðasvæði 3 falla síðan 20 M3m -------------------------- Er byggðakvótinn framfór eða afturhvarf? sterkustu svæði landsins, sér í lagi höf- uðborgarsvæðið. „Við þessa greiningu var tekið mið af hliðstæðri vinnu á Evrópska efna- hagssvæðinu, enda ber okkur að lúta þeim reglum sem þar gilda. Við vorum þó strangari í okkar mati og þegar kom að úthlutuninni á byggðakvótanum þá bættum við inn í greiningarvinn- una þróun kvótastöðu byggðarlaganna á tilteknu árabili og það atriði réði að hluta til hvernig úthlutunin varð. Með þessar reglur í höndum, mjög vandlega útfærðar, var úthlutun okkar í raun aðeins stærðfræðilegs eðlis og það var ekki hnikað frá reglunum um eitt einasta tonn og engu úthlutað samkvæmt okkar tilfinningum eða sjónarmiðum um einstök byggðarlög. Ég fullyrði því að úthlutun okkar á byggðakvótanum var byggð á vand- aðri vinnu sem hafði að baki sér þá þróun sem orðið hefur í sjávarútvegs- byggðarlögunum á undanförnum árum. Greiningin sagði okkur einfald- lega að þau svæði sem verst höfðu orðið úti voru Vestfirðir og Austfirðir og því fór þangað meginhluti þeirra 1500 tonna sem við höfðum til út- hlutunar," segir Egill. Mikil áhrif þrátt fyrir lítið magn Egill leggur á það áherslu að stjórn Byggðastofnunar hafi ekki með bein- um hætti komið að ákvörðun um hvernig sveitarstjórnir ráðstöfuðu sín- um byggðakvóta. Atvinnuráðgjöfum í kjördæmunum hafi verið falið að vera sveitarstjórnunum innan handar við þá ákvarðanatöku um ráðstöfunina. Egill segir reynsluna á meginlandi Evrópu þá að í mörgum tilfellum hafi beinar hjálparaðgerðir stjórnvalda við veikustu byggðir haft mikið að segja í þá átt að snúa við óheillavænlegri byggðaþróun. Hann segist binda mikl- ar vonir við að byggðakvótinn og út- hlutun hans hafi þau áhrif hér á landi. „Ég er sannfærður um að vinna okkar hefur afskaplega mikið að segja. Magnið sem við höfðum til úthlutun- ar núna var 1500 tonn og út af fyrir sig má segja að þetta sé of lítið magn en að mínu mati er mikilvægast að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.