Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 10
Vísir hf. í Grindavík: Fj ölskyldufyrirtæki eins og þau gerast best T Tið krakkamir ólumst upp við saltfiskviimslu og höfum áreiðanlega iitokað V meira salti ígegnum tíðina en margir aðrir," segir Pétur Hafsteiim Páls- son, framkvœmdastjóri útgerðar- og fiskviiiiislufyrirtœkisiiis Vísis hf. í Grinda- vík, sem jafnframt hefurgegnt stöðu stjóriiarformanns Búlandstinds hf. á Djúpavogi eftir að Vísir eignaðist rösklega helmingshlut íþví fyrirtœki um síð- astliðin áramót. Pétur er eiiinig stjórnarformaður Fjölnis hf. á Þingeyri eftir að Vísir gerðist aðili að endurreisn frskvinnslu á staðnum svo augljóslega lcetur Vísir hf. œ meira til sín taka í sjávarútveginum. Fyrirtœkið rekur öflugustu línuútgerð landsins og saga Vísis hf. er fróðleg fyrir þœr sakir að það hefur á 35 árutn byggst upp úr útgerð á einum litlum báti upp í útgerð 5 skipa, rekur öfl- uga fiskvinnslu í Grindavík og nú síðast liefur fyrirtœkið tekið við rekstri litlu minna fyrirtcekis á Djúpavogi og stofnað með öðrum fiskvinnslu á Þingeyri. Að baki öllu samait stendur samhent fjölskylda í Grindavík og lífið íþeirri fjöl- skyldu er einn samfelldur stjómarfundur í Vísi hf.! Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki eins og það gerist best. Fyrirtækið er í eigu fjölskyldu Páls Hreins Pálssonar, sem var einn af þremur stofnendum fyrir- tækisins árið 1965 og er dagleg stjórn- un mest í höndum sona hans, Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmda- stjóra og Páls Jóhanns Pálssonar, út- gerðarstjóra. Systur þeirra fjórar starfa ekki hjá Vísi en eiginmenn þriggja þeirra eru hins vegar í störfum hjá Vísi, sem og eiginkona Péturs Haf- steins, Ágústa Óskarsdóttir. Skrifstofu- stjóri fyrirtækisins er bróðir hennar, Andrés Óskarsson og bókarinn er frændi þeirra systkina! Það þarf því ekki að fara í grafgötur með hvað rætt er um á samkomum í fjölskyldunni. Pétur Hafsteiim Pálsson, framkvœmda- stjóri Vísis hf. „Nei, auðvitað ræðum við ekki um neitt annað en fyrirtækið og rekstur- inn. Vísir er eins mikið fjölskyldufyrir- Vísir hf. vex og dafnar Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vísir sf. í Grindavík var stofnað 1. desember árið 1965. Frumkvæði að stofnun þess átti Páll Hreinn Pálsson sem jafnframt var aðaleigandi og forstjóri. Áður var Páll skipstjóri á 52 lesta báti sínum, Farsæli KE-27 í Keflavík. í byrjun átti hann 3/5 hluta í Vísi sf. en eigendur ásamt honum voru Ásgeir Lúðvíksson og Kristmundur Finnbogason sem hvor um sig átti 1/5 hlut. Fyrirtækið hóf starfsemina á því að kaupa fiskhús að Hafnargötu 16 í Grindavík og eikarbátinn Vísi KE 70 af fyrirtækinu Sævík hf. Síðan þá hefur skipastóllinn vaxið og starfsemin öll að umfangi. Fyrirtækið hefur 5500 þorskígildistonna kvóta í dag og gerir út fimm skip, þ.e. línuskipin Hrugni, Sighvat, Sævík, Frey og Fjölni. í dag er fyrirtækið stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins. Á síðasta ári framleiddi Vísir um 3000 tonn af afurðum í Grindavík og var veltan nálægt hálfum öðrum milljarði króna. Árið 1970 keypti Páll hlut Kristmundar og árið 1989 keypti hann einnig hlut Ásgeirs. Frá þeim tíma hefur fjölskylda Páls rekið Vísi og þó Páll sé nú hættur daglegum stjórnunarstörfum þá fylgist hann enn grannt með starfseminni og starfar hjá fyrirtækinu. 10 AGIR jóhann Ólafúr Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.