Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Frystitogarinn Bliki EA er nú kominn á sölulista, líkt og fleiri skip BGB og Hólmadrangs. Það er skýrt markmið þeirra sem vinna að sameiningu fyrirtœkjanna að skera skipastólinn niður og þjappa veiðiheimildum saman á fcerri skip. Það er því ekki svo að það hafi allt að segja hversu vel menn reka sína ein- ingu því litlu fyrirtækin líða einfald- lega fyrir smæð sína þegar kemur að viðskiptakjörum. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort þetta er góð eða vond þróun en hún er svona og þess vegna er það okkar að meta hvort við viljum stefna í stærri einingu til að geta spilað sem best úr þeim mögu- leikum sem stærðin býður okkur," seg- ir Þórir. - Hvað með hlutabréfamarkaðinn. Ýtir hann ekki á eftir sameiningarþró- uninni? „Nei, ég tel hann ekki eins mikil- vægan þátt og margir vilja vera láta. Vissulega hefur hann áhrif og það er gott að vita af hlutabréfamarkaðnum gagnvart því að fjölskyldufyrirtæki geti smám saman þróast yfir í almenn- ingshlutafélög. Vissulega horfum við til þess hjá BGB hf. að fara með fyrir- tækið inn á hlutabréfamarkað þegar fram líða stundir en sú meginkrafa sem við stöndum frammi fyrir snýst um að reka félagið með viðunandi af- rakstri en við leggjum ekki ofuráherslu á að koma félaginu út á hlutabréfa- markaðinn. Þangað förum við þegar við sjáum okkur hag í því." Loðna þurrkuð í dýrafóður Eins og fram kom í upphafi er þurrkuð loðna og kolmunni meðal framleiðslu- afurða BGB hf. en í þurrkuðu afurðum nýtur fyrirtækið þjónustu Fiskmiðlun- ar Norðurlands hvað varðar sölu er- lendis. „Það kostar mikla peninga að vera í vöruþróun og í stærra fyrirtæki getum við betur tekist á við þann þátt. Vöru- þróunin s.l. ár hefur mest verið í þurrkuninni en í saltfiskafurðunum byggjum við fremur á hefðbundnum vinnsluaðferðum. í þurrkuninni tel ég að okkur hafi tekist vel upp en við erum að þurrka loðnu og kolmunna í dýrafóður og okkur virðist þetta spennandi vinnsla sem lofar góðu. Markaðurinn er líka stór og þarna gætu legið ágætir möguleikar fyrir okkur og sérstaklega hentar þessi framleiðsla okkur vel til hliðar við hausaþurrkunina á Dalvík." Sameining við Hólmadrang styrkir Hólmavík og Drangsnes Fyrr í sumar lágu fyrir viljayfirlýsingar stjórna BGB hf. og Hólmadrangs hf. um samruna fyrirtækjanna og hefur síðan verið unnið að uppgjörum þannig að samruninn geti miðast við 1. júlí. Þórir segist vænta þess að nú í byrjun hausts verði sameinað fyrirtæki komið undir eina stjórn. Þórir segist sjá mikla möguleika fyrir hið nýja fé- lag. „Út frá því sem ég sagði áður varð- andi stærð BGB hf. þá verður fyrirtæk- ið rösklega helmingi stærra og að mínu mati mun samruninn styrkja starfsemina á öllum fjórum stöðun- um, þ.e. Dalvík, Árskógssandi, Hólma- vík og Drangsnesi. Hagkvæmnin í að sameinast mun liggja í sölu á eignum, þ.e. skipum, og að þau skip sem eftir verða geti fengið meiri aflaheimildir til að spila úr. Eftir mun standa fyrir- tæki sem verður með breiðari grunn en áður og það verður með saltfisk- vinnslu, rækjuvinnslu, veiðar á upp- sjávarfiski og sjófrystingu. Grunnur- inn verður því fjölbreyttur og ég tel styrk sjávarútvegsfyrirtækja einmitt felast í verkefnabreidd. Við verðum að geta tekið af sveiflur þegar þær koma. Þetta endurspeglast einmitt í erfiðum rekstri Hólmadrangs hf. í dag þar sem fyrirtækið veðjaði á sínum tíma ein- göngu á rækjuna, eins og svo margir aðrir, og bjó sig út fyrir veiðar og vinnslu á henni en verður svo illa fyrir barðinu á niðursveiflunni í rækjuveið- um þegar hún kemur núna. Sérhæfing er sums staðar til góðs í atvinnulífinu en hún getur verið sjávarútvegsfyrir- tækjum erfið ef of langt er farið út í hana." Stýrum starfseminni eftir hagkvæmni - Nú kynni einhver að segja að reynsl- an sýndi hér á landi að þegar fyrirtæki sameinuðust milli tveggja staða á ÆGIR 27 Þorgeir Baldursson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.