Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 40

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 40
Tumi Tómasson: Sj ávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna AsíðastUðmi ári tók til starfa hér- lendis Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn býður upp á sex mánaða nám og starfs- þjálfun fyrir starfandi fagfólk frá þróunarlöndunum og er nýjasta verk- efni íslendinga á sviði þróunaraðstoð- ar. Stofnun skólans á sér langan að- draganda og var hugmynd um stofn- un hans á íslandi fyrst rædd á áttunda áratugnum þegar háskólinn var stofn- aður. Ekki varð þó úr því að honum yrði komið á fót þá, en þess í stað hóf Jarðhitaskólinn starfsemi sína hér á landi, skóli sem hefur nú verið starf- ræktur í tuttugu ár innan Orkustofn- unar. Þegar íslendingar ákváðu að auka þróunaraðstoð sína var hug- myndin um stofnun sjávarútvegsskóla skoðuð að nýju og þótti þá fýsilegur kostur, einkum vegna þess að góð reynsla var af starfsemi Jarðhitaskól- ans. Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur um árabil lagt áherslu á verkefni sem tengjast sjávarútvegi í starfi sínu og aflað sér miklivægrar reynslu og þekkingar á því sviði. Sjávarútvegur er einstaklega mikil- vægur á íslandi og staða hans er sterk, ekki síst á alþjóðlegum vettvangi. Draumur að veruleika Viðræður við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og undirbúningur að stofn- un sjávarútvegsskólans hófst síðla árs 1994 og lyktaði með undirritun sam- starfssamnings í júní 1997. Hafrann- 40 ÆGIR --------------------------- sóknastofnunin ber ábyrgð á fram- kvæmd samningsins í samvinnu við Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins, Há- skóla íslands og Háskólans á Akureyri og eiga þessar stofnanir fulltrúa í stjórn skólans, en auk þess eiga þar sæti fulltrúar HSþ, utanríkisráðuneyt- isins og íslensks sjávarútvegs. Nemendur koma víða að Skólinn er opinn fagfólki frá öllum þeim löndum sem Þróunarstofnun S.þ. styður, en þar sem einungis eru teknir inn fáir nemendur á ári hverju og námið er tiltölulega dýrt vegna þess hve mikil áhersla er lögð á að sníða það að þörfum hvers og eins, er mjög vandað til valsins. Áhersla er lögð á samstarf við lönd þar sem veið- ar, vinnsla og verslun með fisk er mik- ilvægur og vaxandi þáttur atvinnulífs- ins og sjávarútvegur er að færast inn í það alþjóðlega umhverfi sem ísland er svo virkur þátttakandi í. Fyrsta árið voru nemendurnir sex frá þremur Afr- íkulöndum, Úganda, Mozambique og Gambíu. í ár eru nemendurnir níu, frá Uganda, Mozambique, Suður Afríku, Namibíu, og Gænhöfðaeyjum í Afríku, en að auki koma tveir nemendur frá Sri Lanka og einn frá Argentínu. Nemendur valdir til þátttöku Til að eiga rétt á þátttöku í náminu verða nemendur að hafa a.m.k. B.Sc. gráðu og eins árs starfsreynslu, og tryggt starf á sínu sviði til að snúa aft- ur til að námi loknu. Nemendur eru valdir í samvinnu við yfirvöld í hverju landi, en séstaklega er leitast við að fá fólk sem er í aðstöðu til að kenna öðr- um eða þeim sem gegna mikilvægu hlutverki í þróun sjávarútvegs í heimalöndum sínum. Langtímasamstarf við heimalönd nemenda Mikið er um fyrirspurnir og ljóst er að á næstu árum munu nemendur koma mun víðar að, en þó teljum við mikil- vægt að eiga í langtímasamstarfi við þau lönd sem hingað senda nemendur og byggja upp í þeim hóp fólks sem hafa áþekka reynslu. Það teljum við að muni auka líkur á að sú þekking og reynsla sem nemendur sækja hingað muni nýtast vel við uppbyggingu og þróun sjávarútvegs í löndum þeirra. Námið er byggt upp á hliðstæðan hátt og það nám sem hefur verið þró- að í Jarðhitaskólanum. Fyrstu 7-8 vik- unum er varið í grunnnám sem allir nemendur fara í gegnum. Þar er gefið yfirlit yfir flest þau svið sem tengjast sjávarútvegi og samspili þeirra, allt frá þeim þáttum sem máli skipta fyrir út- breiðslu, vöxt og viðgang veiðistofna, til stofnamats, veiðiaðferða, með- höndlun og vinnslu afla, útgerðar og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja og veiði- stjórnunar. Áhersla er lögð á að kynna nemendum hvernig þessir þættir allir móta sjávarútveginn og þróun hans, með heimsóknum í fjölda fyrirtækja og stofnanir. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur temji sér sjálfstæð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.