Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 26
Vildi ekki vera án skipstjórnar- reynslunnar Þórir Matthíasson er 35 ára að aldri, fæddur og uppalinn Dalvíkingur og menntaður skipstjórnarmaður frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Þórir hefur mikið verið til sjós en auk stýrimannaskólans fór hann í Tækni- skóla íslands og lauk þar prófi í útgerðartækni og iðnrekstrarfræði. Hann var sölu og markaðsstjóri Sæplasts hf. á Dalvík um sjö ára skeið en tók í byrjun árs 1997 við starfi hins nýstofnaða fyrirtækis BGB hf. og hefur stýrt því síðan. Hann segir sjómennskureynsluna notadrjúga í starfinu í dag og til þeirrar reynslu þurfi hann stöðugt að grípa. „Ég vildi ekki án þeirrar reynslu vera að hafa starfað til sjós í nokkur ár, sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Sú reynsla er mér í raun ómetanleg í þessu starfi sem framkvæmdastjóri BGB hf.,“ segir Þórir. Þórir er búsettur á Dalvík og er kvæntur Dórotheu E. Jóhannsdóttur og eiga þau 3 dætur. miðað við heimildirnar og ég fer ekki dult með þá skoðun mína að íslensk útgerðarfyrirtæki hafi mörg hver alltof mörg skip í rekstri miðað við veiði- heimildir. Stálið er einfaldlega of mik- ið miðað við þann fisk sem sækja má og einhverra hluta vegna eru menn alltof hræddir við að taka á þessum þætti og skera skipastólinn niður. Sjálfir erum við i þessari glímu hjá BGB hf. og þurfum að auka við okkar aflaheimildir eða fækka að öðrum kosti skipum til að nýta betur skipin sem við eigum því þau geta afkastað mun meiru en þau gera nú. Það er svo einfalt að ef menn vilja bæta við sig skipum þá er það hægt nærri því sam- dægurs en það er mun erfiðara að losna við skip en þó mögulegt ef menn gefa því verkefni tíma," segir Þórir. Betri viðskiptakjör í stærri fyrirtækjunum Fróðlegt er að leggja þá spurningu fyr- ir Þóri hver sé kjörstærð sjávarútvegs- fyrirtækja. Eigendur BGB hf. þekkja rekstur hefðbundinna fjölskyldufyrir- tækja og síðan millieiningu á borð við BGB hf. og framundan er skrefið í helmingi stærri eingingu þegar sam- eining við Hólmadrang verður að baki. „Við sjáum greinilega hver þróunin er í sjávarútveginum á íslandi. Sam- runaferlið er í fullum gangi og verður það áfram, að mínu mati. í dag er BGB hf. frekar óhentug eining í rekstri vegna þess að við erum hvorki stórt né lítið fyrirtæki. Ef við ætlum okkur að taka þátt í sjávarútveginum af ein- hverri festu og af styrkleika þá þurfum við að stækka vegna þess að viðskipta- lífið í kringum okkur krefst þess. Eftir því sem rekið er stærra og öflugra fyr- irtæki þá verða viðskiptakjörin betri en ef um lítil fyriræki væri að ræða. Hér er ég að tala um hluti eins og t.d. lánakjör í bönkum, viðskipti við olíu- félög, flutningafyrirtæki og almenn viðskiptakjör hjá viðskiptamönnum. 26 M3m

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.