Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 22
Sæunn Axelsdóttú; fiskverkandi í Ólafsfirði, segir úthlutun byggðakvótans hafa verið kornið sem fyllti mælinn: „Nú er nóg komið af óréttlætinu“ Strax og Ijóst var hvernig byggða- kvótanum svokallaða yrði úthlut- að dundu yfir uppsagnir starfsfólks í fiskvinnslu Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði, burðarfyrirtœkis fiskiðn- aðar á staðnum. Forsvarsmenn fyrir- tœkisins hafa gagnrýnt harðlega að Ólafsfjörður skuli ekki hafa verið inni í myndinni við úthlutunina og boðar Sœunn Axelsdóttir, eigandi fyr- irtcekisins, að látið verði á það reyna fyrir dómstólum livort úthlutunin standist samkeppnisreglur. fía'ði út- hlutun byggðakvótans og í raun alla þróun kvótakerfisins segir hún vera dœmi um hrópandi óréttlœti sem fyrst og fremstgeri þá stóru stœrri og ríkari en hina minni veikari og van- máttugri. „Ég er rétt að byrja í baráttunni enda hef ég engu að tapa úr því sem komið er. Ég vil láta reyna á það fyrir dómstólum hvort úthlutunin á byggðakvótanum geti staðist allar samkeppnisreglur og sömuleiðis verð- ur að taka kvótalögin öll til vandlegrar skoðunar. Okkar aðgerðir eru mótmæli vegna hróplegs óréttlætis sem kvóta- kerfið hefur fest í sessi í þjóðfélaginu og einhver verður að vera í því hlut- verki að stöðva þessa vitleysu. Nú er nóg komið af óréttlætinu," segir Sæ- unn Axelsdóttir. Engin rök til að sniðganga Ólafsfjörð Sæunn segist ekki sjá nokkur rök fyrir því í úthlutun Byggðastofnunar að Er byggðakvótinn framfór eða afturhvarf? Fiskur unnin hjá Sasunni Axels ehf. í Ólafsirði. 22 MAU ganga framhjá Ólafsfirði. Bæjarfélagið hafi tapað kvóta til vinnslu úti á sjó og á sama tíma hafi verið barist í bökkum í vinnslunni í landi á meðan niður- sveiflan hafi varað í þorskveiðunum. Full ástæða hafi því verið til að fá hlutdeild til baka þegar kvóti var auk- inn á nýjan leik. „Við búum við þau lög að fiskimið- in eru sameign þjóðarinnar en þrátt fyrir það er kvótinn aðeins í höndum fárra aðila. Baráttan um kvótann er barátta um völd og við getum t.d. séð þetta kristallast í því sem gerst hefur á Skagaströnd undanfarnar vikur. Þar eru tveir risar í sjávarútveginum að berjast um völd í Skagstrendingi hf. og milli þeirra er algert viðskiptastríð þar sem menn hika ekki við að rífa hvern annan á hol. Og svo horfum við upp á að þeir stóru í sjávarútveginum kaupa nú orðið fyrir hundruðir milljóna nær daglega. Þetta getur ekki talist eðlilegt og engin furða þó fólki ofbjóði," segir Sæunn. Peningavaldið hefur öll tök „Ég hef fengið mikil viðbrögð við um- ræðunni um byggðakvótann og sjáv- arútvegsmálin að undanförnu en mér finnst eftirtektarvert að margir eru hræddir við að láta til sín taka og koma fram með gagnrýni af ótta við að það komi niður á þeim í atvinnu- legu eða viðskiptalegu tilliti. Sé þetta raunin þá er illa fyrir þjóðfélaginu komið og peningavaldið ógnvænlegt." - Telurðu vandann fólginn í því að sjófrysting sé orðin óeðlilega stór þátt- ur í vinnslu sjávarfangsins? „Auðvitað hefði átt að setja einhver mörk og hugsa um að fólkið sem býr í sjávarplássunum verður að lifa eins og hinir. Vandinn er líka sá að stjórnvöld _ eru búin að missa þræðina úr höndum | sér og ráða ekki lengur við gerðir s þeirra stærstu í sjávarútveginum í dag. í Frelsið í sjávarútveginum kemur | þannig út að það er engu hlíft og að auki hafa nýverið komið fram þau sjónarmið frá þeim stóru að nú beri að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.