Tíminn - 23.12.1944, Page 1
I
1 Enn einu sinni eru blessuö jólin komin.
Á hverju ári hefir pessi hátíð komið til okkar með
birtu og yl og gleðiríkar stundir, mitt í dimmasta
skammdegi vetrarins. Við höfum öll fengið að njóta
jólanna sem börn, meðan við áttum pann eiginleika
að geta fundið óumrœðilega gleði við litla tilbreytingu
á fábreyttum kjörum og kringumstœðum. — Það er
sagt, að fáir vilji sína barnœsku muna, og satt er pað,
að mörg hugðarefni og tilfinningar bernskuáranna vilja
dofna með hœkkandi aldri og árum, víkja úr huga^
okkar fyrir viðfangsefnum fullorðinsáranna. Og ýmsir
hugsa víst sem svo, að ekkert af pví, sem mest áhrif
hafði á pá í bernsku, geti komið aftur í sömu mynd
og með sama krafti á fullorðinsárunum. En petta er ekki
rétt. Til eru peir atburðir og til eru pœr stundir, sem
mega verka með sama og sams. konar áhrifakrafti á
okkur um œvina alla, jafnt á fullorðinsárum og efri
árum sem á bernskuárunum, — ef við ekki harðlœsum
hjörtum okkar fyrir peim. Slíkur atburður, slík stund,
er jólahátíðin. Það má vera, að menn geti látið
veraldarvafstrið deyfa áhrif hennar á huga sinn um
lengra eða skemmra tímabil œvinnar. En áhrif hennar
eru g eym<jl, en ekki gleymd. Þau segja til sín, pótt
síðar sé. Þau koma, pau gagntaka okkur að nýju, áhrif
jólanna, pegar hugur okkar öðlast pann nœmleika, sem
hann áður átti. Jólaprá og jólahugur býr í djúpi hjart-
ans hjá okkur öllum, um alla œvi, hvort sem við ger-
um okkur pað Ijóst eða ekki.
Hvað eru jólin? Hvað er hún, pessi hátíð, sem hefir
markað áhrif sín dýpra í hjörtu mannanna en nokkur
önnur helgistund okkar? Ég held, að enginh maður sé
svo vitur og djúpskyggn, að hann geti til fulls útlistað
hin leyndardómsfvllu áhrif jólanna. Jólin eru heilög
haldin á milljónum heimila um víða veröld og svo hefir
verið um aldaraðir. Þau eru haldin heilög við hin ólík-
ustu kjör, meðal hinna ólíkustu manna og pjóða. Hinn
ytri blœr peirra getur pví verið með mjög mismunandi
móti. En dýpstu og varanlegustu einkenni peirra hafa
alltaf verið hin sömu. Þegar ég nú sé jólagleði Ijóma á
svip peirra, sem eiga við pœgindi og allsnœgtir að búa,
pá minnist ég pess, að alveg jafn skœr og Ijómandi gleði
skein í augum peirra, sem á löngu liðnum tímum lifðu
sín jól í lágum bœ og fengu enga aðra jólagjöf en lítið
kerti. Ytri viðhöfn fer jólunum vél, sé hún í hófi. Hún
er viðleitni til að gefa jólunum sama blœ í hinú ytra,
eins og pau háfa sjálf skapað hið innra í hjörtum okk-
ar. Þegar við minnumst jólanna, eins og við höfum lif-
að pau bezt, pá finnum við, að pau eru ímynd lífsins,
eins og við getum hugsað okkur pað fegurst og full-
komnast. Gleði og friður hið innra, samhugur og kœr-
leiki meðal manna, pað er sú mynd af lífinu, sem jólin
hafa skapað í huga okkar. Og yfir öllu hvílir æðri feg-
urð. Það er sem Ijós og máttur streymi til okkar frá
himindjúpum tilverunnar. Og pá kemur boðskapur jól-
anna ósjálfrátt fram í huga okkar, sá boðskapur, sem
hljómað hefir til mannanna á hvexjum jólum:
Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.
Jólin eiga sinn uppruna og sinn áhrifamátt að rekja
til pess atburðar, er œðsta prá mannsandans var upp-
fyllt, pegar himnarnir opnuðust okkur jarðarbörnum
og lífi okkar var gefin ný fegurð, nýtt eilíft lífstakmark,
sem áður var hulið sjónum okkar. Jól kristinna manna
voru stofnuð sem minningarhátíð um fœðingu Jesú
Krists, og pað eru pau enn í dag. Við sjáum í anda barn-
ið, sem var lagt í jötu. Úti grúfa nœturmyrkrin, en
gegnum pau brýzt himneskt Ijós og dýrð guðs er ná-
lœg jörð okkar. Og í fullum Ijóma birtist dýrð guðs
okkur í lífi hins unga sveins. í hjarta Jesú Krists, í
kenningu hans, í öllu starfi hans og framkomu Ijómar
sjálfur hinn eilífi kœrleiki guðs. „Ég og faðirinn erum
eitt“ voru einkunnarorð lífs hans, og um leið var bœn
hans til föðurins, okkur til handa, pessi: „Ég vil, að
einnig peir séu hjá mér, par sem ég er, til pess að peir
sjái dýrð mína, sem pú hefir gefið mér.“ Dýrð lífsins,
sem Je'sú Kristur opinberaði okkur, hefir verið að birt-
ast mönnunum, œ að nýju, gegnum aldirnar. Hið heil-
aga líf hans hefir verið áhrifamesta aflið til að glœða
allt hið fagra og góða í sálum mannanna. Með fœðingu \
hans voru myrkrin rofin og Ijósbrú byggð frá pessum
heimi til æðra heims.
Dagsins Ijós hylur marga himinrós sjónum okkar.
En í kyrrð.og húmi hinnar hélgu nœtur getum við öll
séð pá Ijósbrú, sem tengir jörð við himin, petta líf við
hið eilífa. Þannig megum við nú á pessari hátíð finna
pað fagnaðarefni, sem jólin boða. Guð gefi, að svo megi
verða. Guð gefi, að við megum öll finna, að jólabarnið
Jesú Kristur er hið skœrasta vegferðarljós pessarar
veráldar, að hann einn getur sýnt okkur hina œðstu
fegurð lífsins og hinn sanna tilgang pess. Við biðjum,
að pau sannindi megi verða augljós öllum mönnum,
svo að hin undursamlegu áhrif jólanna megi gagntaka
líf peirra állt.
Guð gefi okkur öllum gleðileg jól.