Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 1
„Því að barn er oss fœtt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómuriiin hvíla; nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi.“ — (Jes. 9,6.) Það er fagnaðarhljómur í þessum orðum. í meira en hálfan þriðja tug alda hafa þau hljómað til mann- kynsins, fyrst sem spádómur, síðan sem yfirlýsing dá- samlegrar staðreyndar. Og atburðurinn, sem breytti x spádómnum í veruleika, er tilefni þess, að vér höldum hátíðleg jól. Fyrir hálfri tuttugustu öld hljómaði fyrir fjárhiröunum x Betlehem hinn undursamlegi boðskap- ur: „Yður er í dag frelsari fœddur.“ Síðan hefir spá- dómurinn verið raunveruleiki. Meðal hinna fornu Gyðinga var það talið sérstakt hamingjumerki, er manni fæddist sonur. Sonurinn birti föður sinn, eins og borinn í nýrri mynd. í honum\ lifði faðirinn meðal ættmenna sinna, jafnvel þótt hann félli sjálfur frá. Sonurinn, sem fœddist á jólunum, er einmitt slíkur sonur, er birtir fullkomið eðli föður síns. Hann er son- ur Guðs, lifandi eftirmynd hans, sem er faðir allra manna, einkasonur fyrir það, að hann birti ómengað og hreint eðli föðurins, sem aðeirts birtist óljóst og flekkað í lífi annarra barna hans. Það er eftirtektarvert, að spámaðurinn nefnir ekki þennan son þeim heitum, sem þjóð hans hafði tíðkað um hinn þráða framtíðarhöfðingja sinn, og á hann þó ótvírœtt við hann. Hann skildi, áð hér var ekki um að rœða þjóðkonung, sem drottnaði yfir einni þjóð og reyndi að kúga aðrar þjóðir undir hana. Hann mundi ekki . verða neinn sérkonungur ísraelsþjóðarinnar. Hann gefur honum ný heiti og táknrœn. Nafn hans skal kállað: Undraráðgjafi. Með því er bent til vizku hans. Hlutverk hans er það fyrst að frœða mennina, gefa þeim nýja opinberun um vilja Guðs og eðli, sýna þeim föðurinn. Að fylgja ráðum hans er ganga á vegum hinnar æðstu speki, að lúta leiðsögn hans er að leita fram tiL hinnar dýpstu þekk- . ingar. Hin œðsta vizka er að þekkja sína eigin smæð, en hátign og gæzku skapara síns, og vita þó, að sá heilagi Guð er faðir vor, en vér börn hans. Því mælti undraráðgjafinn orð eins og þessi, sem birtu megin- kjama kenningar hans: „Sœlir eru fátœkir í anda, því að þeirra er himnaríki,“ og hins vegar: „Vertu ekki hrœdd, litla hjörð, því að föður yðar hefir þóknazt að gefa yður ríkið.“ Sá ótti drottins, sem hann kenndi, var ekki skelfing gagnvart liinum stranga dómara, héldur óttinn við það, að slíta sig með hatri sínu eða sérgœzku frá kærleikshendi hins ástríka föður. Og hvílíkur undraráðgjafi hann er mönnunum, hafa allir þeir sannreynt, sem hafa látið hann leiða sig og orð hans vera lampa fóta sinna á göngu lífsins. En undraráðgjafvnn getur ekki aðeins hvatt aðra til að gánga hina réttu leið, liéldur gengur hann hana sjálfur á undan. Hann hefir sjálfur gengið á enda braut fórnarinnar, og því ber honum einnig heitið: Guðhetja. Hin guðdómlega hetjulund birtist ekki í því, að troða aðra undir fótum sér og verða valdur að dauða milljónanna, héldur í því að verða öðrum til blessunar og fórna lífi sínu fyrir þá. Sem sannur sonur föður síns, ímynd hinnar hreinu og óeigingjörnu elsku, hlaut hann að leggja sjálfan sig í sölurnar fyrir aðra. Með því fuLlkomnaðist sú elska, sem birtist í því, að sonur- inn fœddist méðal vor. Hann kom í senn til að sýna lifandi hugsjón og takmark mannsins, og til að veita styrk veikum brœðrum til að ná því takmarki. Barn- ið, sem fæddist á jólunum varð hin guðlega hetja, er birti í senn fórnarmátt elskunnar og sigurmátt. Því að guðhetjan á líka nafnið eilífðarfaðir. Ekki aðeins fyrir það, áð sjálfur var hann fyrri enn állt og allt á tilveru sína í lionum, eins og postulinn tjáir, héldur einnig í því, að með sigri sínum yfir dauðan- um varð hann frumburður hinna dánu til lífsins, fyr- irmynd og frummynd þess eilífðarmáttar, sem býr í hverjum brœðra lians og systra. Sigur guðhetjunnar birtist í upprisu hans. Bjarmann frá páskasólinni legg- ur álla inn í myrkasta skammdegið, yfir jötu jólabarns- ins. Hefði hann ekki sigrað á páskunum, liefðu ekki verið haldin heilög jól. Þess vegna eru líka páskarnir eldri sem kristin hátíð en jólin. Fögnuðurinn í orðun- um: „Barn er oss fœtt,“ verður enn dýpri, þegar þess er minnzt, að sonurinn, sem fœddur er, á nafnið: eilífðarfaðir. Hann er faðir eilífðarinnar, sem lögð er í brjóst mannanna. Hann er eilífðarfaðirinn: birting sjálfs föðurins, sem er frá eilífð til eilífðar. En dýpstur verður fögnuður vor, þegar vér minn- umst þess, að sonurinn, sem oss er gefinn, er friðar- höfðingi. Hann hefir stigið inn tíl hinnar œðstu dýrð- ar, og rikir sem konungur friðarins. Hvað þráum vér heitar en frið á jörðu, varanlegan, öruggan frið? Hverjum viljum vér heldur lúta, en friðarhöfðingjan- um Kristi? Einmitt af því, að vér búum enn undir skugga ófrið- arhœttunnar, höfum vér ástœðu til að halda heilög jól. Það sýnir, hversu mikið skortir enn á, að friðar- konungurinn hafi fengið váld yfir hjörtum mannanna. Nú er hann vor eina von. Vœri hann ekki fæddur, vœri dimmt fram undan á vegi mannkynsins. En í barninu frá Betlehem er varðveitt von mannkynsins um það, að því muni einhvern tíma renna upp dagur friðar, hin þráða gullöld, þegar friður rikir hið ytra, og friður í hverri mannssál. Mœttum vér þannig eignast öll í sannleika gleðileg jól!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.