Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 12
72 JOLABLAÐ TIMANS 1948 hreinsunina, en mjög var það litfagurt og mjúkt áferðar og á ég þykkan, lít- inn dúk úr þessú líni. Þessi verksmiðja var stór, að mér fannst. Þarna unnu um 200 manns og var vakta skipti á átta tíma fresti og unnið allan sólar- hringinn. Verksmiðjan var rétt við brautarsporið og vissi birgðaskemman út að sporinu, síðan var vinnusalur meö vélasamstæðum og þurrkhólfi, sem hit- að var upp, svo að-stráið væri skrauf- þurrt, er það var sett í brák- og hreinsi- vél, sem skilaði því hismislausu og til- búnu að safna því í knippi sem tíu og tíu voru bundin saman í einn pakka. Síðan var það sent til írlands til þess að fá það spunnið þar. Þá var það aft- ur flutt til Danmerkur og ofið úr því í verksmiðjunni í Tommerup. Voru það aðdáanlegir hlutir, sem úr því voru unnir og á ég einn danskan dúk, sem mér var gefinn þar af forstjóranum, Niels Peder- sen. En eins og hann sagði: Það voru ekki damask dúkar, sem unnir voru úr dönsku línu fyrstu árin. Sala á vörum verksmiðjunnar fór fram í smekklegri búð þar á staðnum. Ég óskaði þess í hjarta mínu, að öll sú kunnátta og þau tæknitæki, sem þarna voru að verki, væru fallin í skaut míns eigin fósturlands. Og skil ég varla í að þetta eigi langt í land, ef menn aðeins eygja hið rétta viöhorf. — Hjá Steinbuck — Nielsen jarðeigenda á Norður-Sjálandi gafst mér kostur á að sjá vatnsfeyskjun í tjörn einni þar í landareigninni. Hafði hann mestan hug á að koma sér upp heitavatnsfeyskj un eftir fyrirkomulagi, sem hann hafði kynnst í Þýzlcalandi, og sá ég hjá hon- um teikningar af einu slíku kerfi og sé ég í huga mínum hve hagkvæm slík að- ferð væri hér, í landi hinna heitu linda. Einn ötulasti áhrifamaður á sviði lín- yrkj unnar í Danmörku um þessar rnund- ir var Vinkel ofursti. Hann stóð fyrir félagi því, sem kallað var Dansk Hör- kompani. Átti hann mikil samskipti við Chr. Lunden og sendi honum jafnan á- litsskjöl „til hispurslausrar gagnrýni“ eins og hann sjálfur orðaði það, meðal annars tillögur þær, sem hann það sama ár sendi danska landbúnaðarráðuneyt- inu og sem hann sendi mér eintak af ásamt vinsamlegu bréfi og ráðlegging- um, sem hér fara á eftir og gætu orðið mönnum til umhugsunar og leiðbein- ingar. „Út af samtali okkar í gær, sendi ég yður eftirfarandi upplýsingar: Áður fyrr ræktuðu menn hér talsvert af' líni. Fyrir um það bil 100 árum var línakur svo að segja við hvern bæ. Línið var unnið til fullnustu á heimilunum. Það var dregið upp með hendinni, þreskt með tréskafti, brákað og greitt meö seinvirkum áhöldum. Að vetrinum var setið við að spinna og vefa línið. Allt, sem heimilið þarfnaöist af lökum, hand- klæðum, diskþurrkum og mörgu fleiru, var framleitt á staðnum. Allur þessi heimilisiðnaður lagðist smám saman niður, menn keyptu línvöru frá Höfuð- staðnum og notuðu jörðina til aukinnar búfjárræktar. Þetta var höfuðvilla, bú- skapurinn varð of einhliða. Eins og ég gat um, hefi ég unnið að því síðustu fimm árin að fá danskan iandbúnað til þess að taka upp ræktun á líni í stærri stíl en áður var og á öðr- um grundvelli, sem sé þeim, að flytja út óspunnið lín. Á síðasta ári fékk ég Landbúnaðar- ráðuneytið til þess að skipa nefnd í mál- ið og tókst mér í sumar að senda 200,000 kg. af dönsku líni til vinnslu í fullkom- inni nýtízku verksmiðju erlendis. Línið hafði til jafnaðar sætt svo illri meðferð yrkendjanna, að ég var í fyllsta máta mjög kvíðinn um árangurinn. Hann varð þó öllum vonum fremri. Danskt lín getur verið góð vara og línyrkja sér- lega góð tekjulind fyrir landbúnaðinn. Hvort það ber sig að rækta lín á íslandi, veit ég ekki, en lín sprettur vel norðar- lega í Noregi og Svíþjóð, svo að það er varla nokkur vafi á því að spunalín geti sprottið á íslandi. Ég gæti trúað að lín- yrkja ætti eftir að hafa talsverða þýð- ingu fyrir ísland, ef hún er byggð rétt upp frá rótum. Hér hafa verið gerðar allar mögulegar skyssur, en það ætti að mega læra af þeim, svo þær þyrftu ekki að endurtaka sig á íslandi. Fyrst þarf að setja ákveönar reglur að fara eftir. Við línyrkju er svo margt að athuga, sem gæta þarf að fyrstu ár- in. Yrkjendur, sem ekki fara eftir sett- um reglum, skemma bæði fyrir sjálf- um sér og málefninu. Ætti ég að gefa ráð, mundi ég segja þetta: Að ári yrði gerð tilraun á ýmsum stöð- um í landinu. AÖeins vandvirkir og á- Islenzka línið frá Blátúni og: Bessastöðum á landbúnaðarsýningunni 1947. reiðanlegir menn gerðu tilraunirnar. Gefnar væru út reglur um aðferðina, sem nákvæmlega væri farið eftir. Eftir uppskeruna væri linið sent til Reykja- víkur og stjórnin keypti það við á- kveðnu verði eftir gæðum. Sýnishorn væru send hingað, svo að hægt væri að ganga úr skugga um hvernig haga skyldi ræktuninni framve^is. Ég hefi því miður aldrei komið til ís- lands, en eftir því sem ég bezt veit, er þar aðallega stunduð búfjárrækt, það kæmi því íslendingum kannske nokkuö spanskt fyrir að fara að rækta lín, en erfiðara er það þó ekki en svo að gera má það eftir góöum leiðbeiningum. Að endingu: Það mundi gleðja mig mjög, ef áform yðar heppnúðust.“ Svo mörg voru þau orð þessa gagn merka manns, og hvar stöndum við 1 dag? Ekki nær en svo, aö ýmsir telja Mál er að vakna, vel er sofið. Bíða ykkar þorskar og þyrsklingar feitir, steinbítur, langa, stórkjöftur, ufsi, lýsa, keila, lostæt skítla, lilýri, ltakarl og heilagfiski. En liáfur flýr af miði og hundfiskur skæður, lóðskata, vogmeri og vábeyður allar, — og krossfiskar, sjópungar, svampar og maðkar, ígull, hrúðurkarl, ormur og skeri verpast sandi í votum leynunt. Vaknið burir og brúðamakar, kvenskir strákar og kirningar aumir, symjið á sætrjám of svalar unnir! En sá, er I landi latur kúrir, skellist og smellist, skakist og bakist, sveltist og eltist og síðan klæðist pilsi af píku og á pall setjist! En það get ég sagt þér, Hvítur minn, að þegar hann vakti okkur á venjulegum róðrartíma nóttina eftir látið hans Magnúsar gamla, þá gaf hann sér ekki tíma til kveðskapar. Ef hann hafði stundum áður verið óðfús til að leita sér og sínum lífsbjargar upp á árið, þá var hann nú eins og hann ætti líf sitt undir hverri mínútunni, sem leið. Hann stjáklaði á miðju gólfi milli rúmanna okkar og kallaði: — Hvaö er þetta, hvað er þetta? vaknið, vaknið — strax, undireins! Og eins og elding vorum við fram úr rúmunum, vissum hreint ekki, hvaðan á okkur stóð veðrið. — Þú, Krúsi, verður með mér við að smíða utan um hann, Gummi hleypur fyrir mig inn á sveit, og þú, Jói, þú ferð á hlíðina með drengnum og skoðar, hvort kindurnar eru vísar — og athugar lambahöldin, um fram allt þau! Og svo var hann rokinn. Þegar við komum heim, var hann á stjákla á hlað- inu. Aúðvitað var enginn kominn á fætur, var ekki nema mitt á milli óttu og miðs morguns. Hann vék sér að Guðmundi: — Þú ferð inn á sveit og hittir fyrir mig prest- inn — jarða á föstudag, ef hægt er, heitt í veðri. Og þú finnur fyrir mig þá, sem ég vil fá fyrir lík- menn. Og svo romsaði hann upp tíu, tólf nöfnum — fyrst þeirra, sem hann kaus helzt, en svo kom hann að þeim, sem biðja skyldi, ef hinir fengjust ekki, fleiri eða færri. — Þú hefir tekið eftir? sagði hann svo. — Lof mér heyra, stúfurinn! Og nú hallaði hann höfði, lagði eyrun við, eins og hann byggist við hvísli frá Guð- mundi, stúfnum, sem hann kallaði, þriggja álna mað- ur — eða allt að því — hann Gúðmundur, seinna kallaður Guðmundur stóri. En það kom hvorki hvísl né annað frá honum, manninum þeim. Það var nú hvort tveggja, að roms- an hjá Hákoni hafði verið löng og hann borið ört á, enda hafði allt lent í graut á höfðinu á Guðmundi. Og nú hækkaði hann sig heldur betur, Hákon, stik- aði um hlaðið, talaði og sveittist. — Það var yfir- tak, hve sá maður, sem hann einmitt hafði valið fyrir sinn trúnaðarsendiboða, gat verið furðulegur fáráð- ur og minnislaus aumingi — og haföi alltaf verið þau þrjú ár, sem hann var búinn að vera á Töngum! En nú kom húsfreyjan út, fölleit og tekin. Og hissa varð hún víst, þó að hún segði það ekki. En ekki vantaði það, að Hákon bóndi kyssti hana og stryki og bæði gúð að launa henni allt og allt. Það var eins og þau hefðu ekki sézt í mörg ár. En ein- hvern veginn hafði hún lag á að teygja hann inn í bæjardyr án þess að segja neitt, og svo hurfu þau þá inn. Eftir stutta stund kom svo húsfreyjan út og kallaöi okkur inn í eldhús. Þar fengum við vökvun,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.