Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 26
26 JOLABLAÐ TIMANS 1948 inn á þá heillandi tóna. Það er tak- markalaus hamingja fólgin í þessari rödd, hamingja, sem ekkert andstreymi megnar aö varpa skugga sínum á. Með lotningu legg ég leið mína gegn- um trjálundi þessa, sem á einhvern undraverðan hátt hafa staöið af sér á- hiaup hinna eyðandi afla. Og nú taka við víðáttumikTar, gfÓð'ursh'áúSár hfeeðir, og held ég austureftir þeim og er þá bráölega kominn að vesturtakmörkum hraunflákanna, sem umlykja Heklu á alla vegu. Er hraunið þarna (Næfur- holtshraun) mjög úfið og íerlegt ásýnd- um. Brúnir þess eru víða furðulega há- ar og sýna ljóslega hvílík undrabýsn af hraunmagni hér er um að ræða. Þetta mikla apalhraun rann 1845. — Yfir að líta eru hraunbreiðurnar áþekkar úfn- um sjó og það leynir sér ekki, að þær muni vera allt annað en þægilegar yfir- ferðar. Hraunflóðin frá síðasta gosi, sem hafa flætt yfir hin eldri á stórum svæðum, blasa nú við mér einkar vel. Stinga þau greinilega í stúf við eldri hraunin, sakir þess, hve algerlega þau eru gróðurlaus. Þau eru eðlilega allmiklu dekkri og hrikalegri en hin, sem eldri eru, og mosagróðurinn hefir náð að setja svip sinn á. Þessi nýju hraun mynda mikla hraun- fiáka, er teygjast í ýmsar áttir út frá fjallsöxlinni að suðvestan. Þaðan vall rauðglóandi hraunkvikan fram í sí- breytilegum kvíslum í fyrra sumar og allan s.l. vetur, unz eldæðar fjallsins þurru að fullu um sumarmál. Voru eld- kvíslar þessar næsta einkennilegar út- lits á hinum myrku vetrarnóttum og fagrar mjög, eins og rauðagull á að líta. Ég held nú förinni áfram inn með vesturjaðri hraunstorkunnar, því ætlun mín er að komast að norðvesturhlíð hennar, móts viö Litlu-Heklu. Þar hafði ég hugsað mér að ráðast til uppgöngu á eldfjallið sjálft, eins og áður er minnst á. •— En von mín um að það megi heppn- ast fer nú sídofnandi, því að þoka grúfir stöðugt yfir háfjallinu og er jafnvel meiri en áður, enda eru skýjadrög him- insins tekin að aukast að nýju og spáir það vissulega engu góðu um lokaþátt ferðarinnar. Þó þykir mér ástæðulaust að halda eigi lengra, því svo virðist mér sem landið framundan muni búa yfir margvíslegum leyndardómum, er nokk- urs kunni að vera um vert að kynnast nánar. Eftir því sem lengra kemur inn með hraunhafinu, verður auðnarsvipur um- hverfisins stöðugt áhrifameiri. Hinar grösugu víðlendur Landsveitarinnar, með bændabýlunum hugþekku, þar sem ferðamaðurinn fihnur ætíð, að hann er velkominn, eru algerlega horfnar mér sjónum. Dauðaþögn grúfir yfir öllu. Til hægri handar við mig, handan við hraunbreiðurnar, rís Hekla, og eru hlíð- ar hennar tröllslegar mjög í slíkri ná- lægð. En annars vegar eru víðáttumikl- ar, naktar hæðir, sem hylja allt frekara útsýni þeim megin. í slíku umhverfi þramma ég áfram langan tíma, að mér finnst, og spor mín hverfi jafnharðan í veglausa auðnina. — Hraunbreiðurnar meðfram Hekluhlíðum. virðast firna- miklar ummáls, og í ljósi þeirrar stað- reyndar skil ég betur en nokkru sinni fyrr hvílíkt undrafjall Hekla er í raun og veru. Allt það gífurlega efnismagn, sem þurft hefir til að skapa þessi hraun, er upp úr gígum hennar hafa komið. Allar þær ótölulegu milljónir smálesta af föstu bergi, klettum og klettaborgum, er mynda hraunin, hafa eitt sinn verið glóandi bergkvika einhvers staðar í af- kimum jarðskorpunnar undir Heklu, sem fyrir áhrif einhverra lítt skiljanlegra ofurafla hefir brotið sér leið upp úr fjall- inu, eða rótum þess, og flætt út frá því tíl allra hliða. Mér fær ekki dulizt, að þetta kalda, stirðnaða hraunhaf, sem við mér blasir, er undraland, sem dylur í skauti sínu ógnþrungna leyndardóma, er veitast mun örðugt að gagnrýna. — Allt þetta rennur upp fyrir mér á leiö minni inn með Hekluhraunum, í full- komnari mynd en áður, og verður mér ærið umhugsunarefni, þar til nýtt sjón- arsvið"‘dfegúr'"áö' Sér’athygli mína. Er ég þá kominn andspænis Litlu-Heklu, tungunni miklu, sem skagar út úr norð- vesturhlíð aðalfjallsins. Þarna mjókkar hraunhafið skyndilega. Eru þar .all- margir móbergshnúkar, sem ég áætla að vera muni svo nefndir Suöurbjallar, og geng ég upp áeinn þeira. Þegar upp á hnúkinn kemur, opnast mikiö og fagurt útsýni til öræfanna, allt inn aö Hofsjökli. Á því sjónarsviði eru Kerlingarfjöll, meö öllum sínum ein- kennilegu, snæviþöktu tindum, lang- samlega tilkomumest. Upp úr bláma norðursins rísa þau, eins og ævarandi tákn þeirrar einmanalegu regintignar, sem íslenzku öx-æfin eru gædd. Austan Kerlingarfjalla teygjast hvítar blikur upp fyrir sjóndeildarhring, svo að fannahvel Hofsjökuls verður naumast aðgreint. í norövestri og vestri getur að líta ótal fjöll, margvísleg að formi og lögun, og yrði langt mál aö lýsa þeim öllum, hverju einstöku fyrir sig. Af hin- um nálægari fjöllum er Búrfell vegleg- ast. En vestantil við þaö blasir Þjórsár- dalurinn við, sem perlan á forgrunni þessa mikla listaverks. Eftir að hafa virt fyrir mér alla þessa dýrð, sný ég athygli minni að Heklu á ný. Það er komið undir hádegi og þoku- kúfurinn á henni virðist færast í vöxt og er ég orðinn með öllu vonlaus um aö honuitt muni létta af fjallinu þá um daginn. Tel ég þvi vænlegast að láta hér staðar numið og halda eigi lengra. Ég var eðlilega allt annaö en ham- ingjusamur yfir þessum málalyktum. Ákvörðun mín um að komast á Heklu- tind var að engu oröin. Ferðin hafði raunverulega misheppnast. En hér varð engu um þokað, og brátt er ég lagður af stað að nýju og held nú til baka, nálega sömu leið og ég kom. í bakaleiðinni kem ég aö Gamla-Næf- urholti, sem er eyðibýli. Var bærinn fluttur þaðan þegar Hekla gaus, árið 1845, eins og kunnugt er, og stendur nú undir Bjólfelli. Næfurholtsbærinn gamli hefir staðið hátt, dálítinn spöl fyrir austan Rangá. Örskammt frá bæj- arrústunum má sjá hraunálmuna, sem var ein aðalorsök þess, að bærinn var fluttur. Sérhvert eyðibýli á sína sögu, eins og hvað annað, sem vera skal, og húsarúst- irnar í Næfurholti eiga sér vissulega undursamlega fortíð. Ég ber ósjálfrátt lotningu fyrir þessum eyðilega stað, sem staðið hefir af sér svo margar eldraunir af völdum Heklugosa liðinna alda. Og meðan ég virði fyrir mér þessar fornu rústir, taka furðulegar myndir að svífa mér fyrir hugskotssjónum. Kynlegir við- burðir aftan úr rökkri fortíðarinnar birtast mér á ævintýralegan hátt. Þaö eru ekki lengur rústir einar á túninu í Næfurholti. Þar er kominn reisulegur bóndabær í forníslenzkum stíl. Árið 1300, segir hin dulda vitund mín. — Það er hásumar. Sólin stráir geislum sínum yfir blómskrýdda jörðina. Loftið er þrungið gróðurilmi. — Út við sjón- deildarhring í suðri, handan við slétt- una miklu, sem blundar í blámóöu sum- ardagsins, svífa hvít ský, eins og tröll- aukin seglskip vaggi þar á öldum út- hafsins. Þau fara ört stækkandi, dökkna og bruna inn yfir landið. Svalur vindur af landsuðri fylgir þeim eftir. Allt í einu heyrist annarlegur gnýr úr austurátt, (þ. e. frá Heklu) og í sömu andránni verður fólkið í Næfurholti þess vart, að jörðin skelfur undir fótum BERGUR I DAL: Sigurður á Sólhamri Hann Sigurður á Sólhamri var vel þekktur um alla sveitina. Ekki aðeins fyrir það, að hann var einn af betri bændum sveitarinnar, heldur einnig fyrir hjálpsemi og greiðvikni, þegar á lá. Solveig kona hans var fríð sýnum, lítil vexti og hvers manns hugljúfi. Það fann því öll sveitin til með þeim hjónum, er þau misstu einkason sinn í sj óinn, uppkominn og mesta efnis- mann. Solveig á Sólhamri lagöist í rúmið, þegar fregnin barst um, að báturinn hafði farist. En Sigurður gekk út í smiðju og dundaði þar eitthvað í smíðadóti sínu meðan hann var að jafna sig. Presturinn hafði flutt þeim fréttina á fjórða degi. Þá hafði rekið eitthvað úr bátnum. Þetta var að haustlagi. Báturinn liafði róið í góðu veðri, en svo rauk hann upp norðvestan. Þannig fór um sjóferð þá. Um kvöldið, þegar Sigurður háttaði gat hann ekki sognað. Hugurinn reikaði á liðnar slóðir. Ekki treysti hann sér að tala um þetta við Solveigu. Bezt að vera einn með minningunum. Hann átti líka einn sérstakar minningar um Jökul, son sinn, sem enginn annarr þekkti. Þeir höfðu verið sérstaklega samrýmdir, feðgarnir. Þeir voru eitthvað svo andlega skyldir. Aldrei hafði hann elskað neinn mann eins heitt eins og Jökul, ekki einu sinni konuna sína. Hann minntist hans, þegar hann var aö vaxa upp. Myndirnar komu hver annarri hugljúfari. Hann minnt- ist þess, þegar drengurinn fór fyrst að elta hann í fjár- húsin. En hvað hann hafði haft mikla ánægju af því að hafa litla stúfinn með sér. Síðar fylgdi hann honum á engjarnar. Fyrst færði hann honum matinn. Síöar hafði hann með sér hrífu eða orf. — Já, það voru dýrðlegir dagar. Svo hófst skólagangan. Honum var létt um að læra og allt gekk eins og í sögu. — Nú hafði hann nýlokið prófi í búnaöarskóla. Hann ætlaði aö taka við jörðinni 1 vor. I-Ivers vegna var hann tekinn frá honum? Var nokk- urt réttlæti í þessu? Oft fannst honum hann hafa þekkt Jökul lengi, lengi. Sálir þeirra voru svo skyldar. Ástin milli þeirra svo ein- læg og innileg. En hvar var Jökull nú? Presturinn hafði sagt, að nú liði honum vel. Hann væri kominn til Guðs. Var það nú öruggt? Hvaða sönnun var fyrir því? Hann varð að játa, að hann hafði lítið hugsað um trúmál uitt ævina. Hann hafði ekki krufið þau mál til mergjar, þótt hann teldi sig sæmilega kristinn eins og gengur og gerist. En nú hefði hann mikið viljað gefa til að geta öðlast einhverja reynslu, sem gerði hann öruggan um það, hvar Jökull væri og hvernig honum liði. Hann blundaði svolítið undir morguninn. Skömmu síð- ar kom Solveig með kaffi til hans í rúmið. Það var auð- séð á henni, að hún hafði heldur ekki sofið mikið. „Gjörðu svo vel, góði minn. Ég kom hérna með svolitla hressingu handa þér.“ „Þökk fyrir.“ „Hvernig svafstu í nótt?“ „Heldur lítið.“ „Ég bjóst við því. Svipað -er um mig að segja. En við verðum að reyna að taka þessu með stillingu.“ Sigurður svaraði þessu ekki. Hann saup kaffið og lagð- ist svo út af aftur. Hann klæddi sig ekki um daginn. Þannig liðu tveir dagar. Þá bað hann um að senda eftir Hrólfi í Haga. Hrólfur var nágranni hans. Hann var dálítiö undar- legur í háttum sínum og fór sínar eigin götur. Almennt var hann talinn sérvitur og einþykkur. En hann var tal- inn skyggn og dulfróöur og greindur vel. Allir vissu að hann var skáld gott, þótt hann flýkaði því ekki mikiö. Solveig sendi nú eftir þessum manni. Það var einkenni- legt uppátæki í Sigurði, manni hennar, að vilja helzt fá hann til sin í sorg sinni. Henni fannst nær að senda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.