Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 17
JÖLABLAÐ TÍMANS 1948 17 ingu tímans. En í hvert sinn, er moldarreka hraut á kistuna, mælti prestur sem af eðlisávísun: — Búmm, — búmm, búmm! Hákon var ekki nema mátulega hýr, þegar heim kom, var glaöur og ræðinn og frásögull. — Þetta gekk allt — með guðs hjálp og kannski minni... Hér-vistarciumingja, sagði hann, sá stúder- aði — eru máski líka til vígðir, — verða vonandi ekki þar-vistarvesalingar seinna meir, sagði hann svo allt í einu. En eftir matinn bað hann mig að koma með sár út í hlöðu. Hissa var ég, en líka forvitinn, og það mundi ég hafa farið með honum án eftirgangsmuna. Þegar út í hlöðuna kom, sagði hann, að við skyld- um hafa opið — hvort ég vildi ekki standa í dyrunum. Og írú sýndi það sig, að inni í horni stóð alveg ein- staklega falleg veturgömul gimbur. Hákon hljóp inn- ar eftir hlöðugólfinu og króaði gimbrina í horninu. Þá er hann þaut á hana, stökk hún í loft upp. En hann fékk gripið hana, og svo leiddi hann hana þangað fram, sem full dagsbirta náði til. Hann strauk gimbrma, hann talaði við hana, og hann horfði á hana eins og þetta væri barn, sem hann bæri til sér- lega hlýjar tilfinningar, og það var furðulegt, hvað þessi fjör- og f jallstyggðarskepna gat verið fljót að róast í höndunum á honum. Hann leit á mig, glömpuðu í honum augun: — Þykir þér hún ekki falleg og gæfuleg, þessi, Krúsadrengurinn ? — Ég held það sé nú ekki hægt annað! — Þetta er sá hreini svipur kynsins, varla séð hann eins skýran á nokkurri skepnu — föður míns eða minni, nákvæmlega hún Góðastjúpa, eins og henni hefir verið lýst. En hún var þannig til komin, að hún langamma mín var sótt um hánótt — í einum I þessum mikla hafísbyl — til konu í barnsnauð. Stutt undan, var í klettaþili í hólrönd í túninu þar í Mosa- dal. En um morguninn, þegar hún vaknaði, kom son- ur hennar inn að rúmi til hennar með hvíta gimbur. Hún var i bæjargöngunum, þegar fólk kom á fætur. Hún var miskunnaruvibun, — taktu eftir því, Krúsa- drengurinn. Og Góðastjúpa var hún kölluð, af því að hún var vanalega komin með þrjú og fjögur lömb á fráfærum, tók að sér tvævetlulömb, sem mæðurnar vanhirtu, — og þetta hefir orðið kynfast, stúfurinn! Hann þagnaði og sleppti gimbrinni, og hún gekk nokkur skref, bretti eyrun, stappaði framfótum. Fallegur var lagðurinn, sem klæddi að lágklaufum. Hún nam staðar, leit til Hákonar, horfði á hann eins og hana sárlangaði til hans aftur, en fyndist sér það ekki samboðið sem frjálsri skaparans skepnu. Hún var ekki falleg — hún var meira — hún var augnatál. En nú vék Hákon Oddsson að mér. Hann ræskti sig, sagöi svo: — Þú spuröir, Krúsadrengurinn, um daginn, hvort ég væri hræddur.... hvort Hákon Oddsson væri hræddur við hann Manga sálaða.... Ég var hrædd- ur — ekki við hann, þann veraldarhrj.áða vesaling, en vegna hans, — því átti hann nú aö fara að vinglast hér fram og aftur eftir allt saman, barn, — þurfandi ekki annað en venda sínum þanka til annarrar átt- : '..;3 ar — og þá beið hans margfalt við það, sem hann ^ hér hafði farið á mis við, — hvað annað, þessa minnsta bróður?.... En hræddari var ég vegna henn- ar, dúfunnar, sem hafði sótt hann, hafði hlúð honum og hjúkrað og gekk nú eins og á eldi — á eldi góð- verka sinna, — furðulegt, stúfurinn!.... En ég var þó kannski hræddastur vegna min, vegna Hákonar Oddssonar, barn! Ég held ég hafi eitthvað kvikað mér til, — því að þetta fannst nú Litla manninum hlustandi á. Það lá við, að honum dytti í hug, að hann væri á leið að pílatusera, hann Hákon, — nei, varla formyrkvaði þar heilinn hjartað.... En nú þagði hann Hákon og horfði upp í rjáfur. Svo kom — var talað hægt, með sérlegum áherzlum: — Þeir hafa sjaldnast verið hræddir, karlarnir í minni ætt — í mínum ættum. Þetta hafa verið ribb- aldar hér áður fyrr, harðdrægir og ófyrirleitnir — og hörkutól, gikkir við höfðingja og stórbokka, sem hafa viljað sýna þeim sína makt, — en ekkert af þessu voru þeir, þegar smælinginn var annars veg- ar — ekki svo langt aftur, sem ég hefi sögur af, — HELGI HJDRVAR: errct í I. Þessa dagana fyrir 40 árum voru að gerast hér á íslandi þeir atburðir sem lengi munu í minnum hafðir, þó að saga þeirra tíðinda sé í rauninni enn óskráð. En atburðirnir lifa í blóði þjóðarinnar og gleymast aldrei þeim sem til vits og ára voru komnir þá. Hinn 8. maí 1908 gaf Friðrik 8. út kon ungsbréf, að Amalíuborg í Kaupmanna- höfn, um það efni, að kjósa skyldi til Alþingis á íslandi 10. september það ár, en Aiþingi. rofið, það sem þá var. Kon- ungsbréf öllu voru þá gefin út á dönsku og íslenzku að jöfnu, en mörgum ungum fslendingi mun nú þykja það furðu gegna að íslenzk lög frá Alþingi voru gefin út bæði á dönsku og íslenzku allt fram undir 1920. í konungsbréfi Friðriks 8., 8. maí 1908, segir svo: „.... Vér höfum ennfremur lagt fyrir íslandsráðherra Vorn að biita kjósendum, áður en kösningar þessar fara fram, frumvarp til laga um ríkisréttarsamband Danmerkur og ís- lands — svo að kjósendum veitist kost- ur á við kosningarnar að gefa tii kynna afstöðu sína gagnvart þessu frumvarpi, er Vér viljum láta leggja fyrir Alþingi.. Thi byde Vi herved allernaadigst, at der den 10. September d. A. bliver at afholde et almindeligt Valg af Medlemm er til Altinget. ITvorefter alle vedkomm ende sig have at rette.“ Frumvarpið um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands fór ekki hljóða- laust yfir landið þetta sumar. Aldrei hafði áður þekkst hér á landi slík bar- átta í stjórnmálum. Aðdragandi máls- ins var langur, í rauninni öll sjálfstæðis baráttan frá Baidvini. Einarssyni, því að aldrei hafði fengizt svo miklu áorkað að öllum þætti vel. Margir höfðu sætt sig hálfnauðugir við þá réttarbót sem fékkst með innlendri stjórn og innlend- um ráðherra, sem tók við völdum 1. febrúar 1904. Ungir menn uxu upp og heimtuðu meira og börðust fast. Norð- menn brutust undan sænsku konung- dæmi og yfirráðum Svía 1905. Frjálslynd ir menn höfðu endurskipað og treyst Peter Adler Alberti stjórn sína í Danmörku 1905, Friðrik konungur vildi íslendingum mjög vel í hvívetna, íslenzki ráðherrann, Hannes Hafstein, hafði. mikið traust danskra stjórnmálamanna og svo konungs. Hann var maður ágætur og stórmannlegur for ingi. En þrátt fyrir ástsæld sína og traust völd í flokki síunum hefir hann séð vel að óánægja íslendinga varð ekki þögguð til lengdar. Það var stefna hans að sæta því sem lengst varö komizt hverju sinni, með sæmilega góðu, en hætta ekki til svo geistrar sóknar að allt tapaðist. Hann hefir stutt mjög að þeim skilningi með leiðtogum Dana, og svo konungi, að rýmka yrði um tengslin milli Danmerkur og íslands, ef vel ætti að fara. íslenzkir þingmenn fóru til Dan- merkur 1901. Síðan var gerð för konungs og danskra þingmanna út hingað til ís- lands sumarið 1907, og var mikið um dýrðir það sumar á íslandi. Síðan var sett millilandanefndin: af íslands hálfu Hannes Hafstein við þriðja mann af sín um flokki, en þrír menn úr andstöðu- flokki hans, svo að verða mætti um þetta sem æskilegust samvinna allra. Þessi nefnd danskra og íslenzkra stjórnmálamanna samdi „uppkastið,“ það sem frægast varð allra lagafrum- lega 3—4 mánuði, kemur andvirði allra bókanna frá Magnúsi. Hjá honum tap- ast aldrei nein bók og hjá honum ligg- ur aldrei nein bók lengi óseld. Það væri gaman að gefa út íslenzkar bækur, ef allir bóksalarnir væru eins áreiðanlegir og skilvísir og M. B.“ í þessum orðum hefir B. Th. M. drepið á helztu æviatriði M. B. Þess má þó einnig geta, að í föðurgarði lærði Magn- ús á eigin spýtur að lesa erlend tungu- mál, kynnti sér m. a. rit um lækningar, lagði stund á ritstörf og ýmis fræði. Hann hefir m. a. skrásett söguna „Val- týr á grænni treyju.“ (Sigfús Sigfússon: íslenzkar þjóðsögur og sagnir I. b.) Enn- fremur skrifaði hann upp bækur. Birt- ist hér sýnishorn af rithönd hans. Ævisöguþættir þessara manna eru brot af þúsund ára sögu íslenzkrar þjóð- menningar. Skáldið talaði fyrir munn íslendinga ,er þaö sagði: Löngum var ég læknir minn lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur, þótt áraugurinn hafi orðið misjafn eftir hæfileikum manna og háttum. Þannig var því farið um þá skaft- fellsku hagleiksmenn, sem hér eru nefndir. Meðan ok einokunarinnar lá á herðum íslendinga, meðan Móðuharð- indin þjökuðu þjóðina, já, á meðan þjóðin í heild stóð svo höllum fæti, að alþingi var afnumið og hinir fornu biskupsstólar lagðir niður, aflaði Þor- steinn tól sér mikillar þekkingar til munns og handa og náði þeim þroska heima í ættbyggð sinni, hinni ein- angruðu sveit, að lærðasta manni lands- ins á þeirri tíð þótti hlýða að taka af honum efni til birtingar í hið eina tíma- rit, sem þá var gefið út á íslenzku. Og tvítugur leysti hann af hendi bóklega vinnu á listrænan hátt. (Sbr. mynd- irnar). Og Magnús Bjarnason ávann sér það veganesti heima í föðurgarði með reglu- semi, festu og andlegu atgervi, að hann hlaut að leiðarlokum viðurkenningu og lof hinna lærðustu manna hér á landi og erlendis. Slíkar sögur, hvar sem þær gerast, eru vissulega verðar þess, að þeim sé at- hygli veitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.