Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 28
28
JÓLABLAÐ TÍMANS 1948
JDNAS JDNASSDN:
FRÁ FLATEY Á
Flatey á Skjálfanda er ein af stærstu
eyjum, sem við ísland eru. Stærð henn-
ar eru röskir 256 hektarar. Af þessu
landi eru að minnsta kosti 240 ha. rækt-
anlegt land. Hitt eru tjarnir, upp-
blásnir rindar og malarkambar. Lega
eyjarinnar er ca. 66° 22’ n. br. og 17°
48’ v. 1. Lengd hennar er 2156 mtr, og
breidd 1674.
Meðan búið var í Vík á Flateyjardal,
var þangað skemmst í lendingu, úr
eynni, eða nákvæmlega breidd eyjar-
innar. Vegalengd til Nausteyrar er 2156
mtr., eða jafnlangt og lengd hennar.
Nafn sitt ber eyjan með réttu, því að
rnesta hæð yfir sjávarflöt er rúmir 21
mtr. Hitt er allt allmiklu lægra. Er
sumstaðar svo lágt, að í aftöku brim-
um flæðir sjórinn nokkuð inn á ey, eink-
um að norðan, enda eru engar varnir,
nema aldagamlir malarliambar, sem þá
rofna fyrir ofurmagni vetrar- og haust-
brima.
Enda þótt eyjan sé lág, er dásamlegt
um að litast, þegar gott er skyggni. í
norðvestri örlar á Siglunessfjöllin und-
an Gjögrum við Eyjaíjörð. Á austur-
fjallgarði Eyjafjarðar ber „Þórur“ við
himin. Þar næst og miklu nær Víkur-
fjall ásamt Mosahnjúk og Hánef, en
hann er næsthæsta fjall í fjallgarði
þeim, er milli liggur Eyjafjarðar og
Fnjóskadals og Flateyjardalsheiðar.
Austan heiðarinnar og alveg gegnt
Flatey, rísa Hágöngur — há og hrika-
leg fjöll. Þegar Hágöngum sleppir, blasa
við ýmis héruð Þingeyjarsýslu. Þegar
skyggni er mjög gott, sjást bæði Blá-
fjall (1225 mtr.) í Mývatnssveit, sem og
Herðubreið (1660), frammi á regin ör-
æfum, hjúpuð töfrandi bjarma. Við
suðaustur er Tjörnes. Yfir því gnæfir
fjall við fjall. í kvöldsólarskini leika ó-
lýsanleg litbrigði yfir fjöllum þessum,
einkum þeim, sem fjarst eru og hverfa
að nokkru í blámóðu öræfanna. Búrfell
(Kistufjall) yfir Syðri-Tungu er t. d.
íagurt og hrikalegt fjall.
Utan Tjörness greinir hæztu tinda
Sléttunnar við austur. Loks rís Grímsey
úr sævi í norðurátt. Mundi ókunnugum
þykja hún ærið furðuleg, þegar veit á
veðrabrigði. Tekur hana þá að hilla.
Má þá kalla, að hún breyti lögun í sí-
fellu.
Engar frásögur eru til um landnám í
Flatey. Þó mæla mjög sterkar líkmda-
sannanir fyrir því, að eyjan hafi verið
numin af einhverjum einum manni
jafnsnemma og næstu byggðarlög.
Jarðamatsbók Árna Magnússonar segir
um þetta „og er ein jörð að fornu.“
Landrými var þá nóg og eyjan hefir
verið þá sem nú grösug og legið vel við,
til margskonar fanga úr sjó. Kunnu
forfeður vorir vel að meta þær aðstæð-
ur og höfðu enda sjálfsreynd fyrir slíku
frá NoregL Þar var fengsælt í eyjum
og útskerjum. Má því til sönnunar
nefna ummæli Eglu um Þórólf Kveld-
úlfsson, en bróðir hans, Skallagrímur,
tók upp sömu búskaparháttu hér heima,
jafnskjótt, sem hann hafði land numið
á Mýrum. Inntökuskip kirkna, klaustra
og ýmissa fyrirmanna héraðsins, hafa
sennilega sótt til fiskfanga allskonar og
annars veiðiskapar til Flateyjar frá því
snemma á öldum. Gamall núlifandi
maður, hefir tjáð mér, að hann hafi
verið ungur þátttakandi í einni slíkri
veiðiför á snærum Sigurjóns á Laxa-
mýri, en Sigurjón var stórbóndi á forna
vísu og leitaði víða aðdrátta til bús síns.
SKJÁLFANDA
Þessi för var farin um fráfærnaleytið
og fullyrti þessi gamii maður, að vor-
ferðir þessar hefðu þá verið talinn æva-
forn siður.
Menn hafa haldið því fram við mig,
að Flatey muni hafa verið í eyði í hall-
ærisárum. Engar sannanir færðu þeir
fyrir máli sínu, enda erfitt um útvegun
þeirra, því að Flateyjar er ekki víða
getið í sögum. Raunar er fullyrðing um
þetta atriði heimska ein. í hallærisár-
um er hvergi betra að draga fram lífiö,
en þar, sem bæði nýtur gagna lands og
sjávar, en þeirra nýtur í ríkum mæli í
góðæri og að einhverju. leyti jafnvel í
hallæri í eyjunni.
Þess er getið í Sturlungu, að Hrani,
aðstoöarmaður Eyjólfs ofsa við Flugu-
mýrarbrennu, hafi verið veginn (senni-
lega 1242) undir kirkjuvegg í Flatey.
Ekki hefði kirkja verið reist, nema um
einhverja byggð hefði verið að ræða.
Skip Sturlunga, en þeir voru þá í elt-
ingaleik við menn Guðmundar biskups
góða, týndist við Flatey með allri á-
höfn á svonefndum Sturlungaboðum. Sá
atburður hefir skeð um svipað leyti.
Magnús prúði, sem var Þingeyingur,
sonur Jóns lögmanns á Svalbarði við
Eyjafjörð, hélt Norðursýslu um 7 ára
skeið. Hann greiddi Páli Stígssyni höf-
uðsmanni árið 1559 á Alþingi 9 courant
dali í leigu eftir Flatey. Varla hefði sú
leiga verið goldin eftir eyðiey.
'Loks telur Jarðamatsbók Árna Magn-
ússonar og Páls Vídalíns 15. júlí 1712,
skömmu eftir Stórubólu, fjóra ábúend-
ur í eynni, á sömu jörðum og nú eru.
Þar er þess jafnframt getið, að eyjan
hafi verið ein jörð til forna. Raunar er
þó samtímis talað um eyðibýlið Arnar-
gerði, „fornt eyðiból norður á eynni.“
hjá foreldrum, sem það hefir dvalið með áður og þekk-
ir. Þegar það verður fullvaxta, þá binzt það ástvina-
böndum einhverri annarri sál, sem það þekkir einnig
frá sínu fyrra lífi. Allt er þetta byggt á gamalli kynn-
ingu.
Sambúð þeirra, sem unnast hér, hvort sem um er
að ræða hjón eða foreldra og börn, fer svo að einhverju
leyti eftir fyrra lífi. Ef til vill á einhver ógoldið þar
gamla reynsluskuld, og er því dæmdur til að greiða
hana í þessu lífi. Þannig álít ég, að því sé varið með
mig. Og eftir dauðann lifum við svo áfram í öðrum
heimi og sameinumst þar ástvinum okkar á ný.
Þessar skoðanir hafa gert mér lífið bærilegt, já, meira
en bærilegt — oft ánægjulegt. Ég trúi því, að heimin-
um sé stjórnað af guðlegri forsjón, og við lifum eftir
dauðann.
Nú finnst mér svipað ástatt fyrir þér og mér, þegar
ég missti stúlkuna mína. Þú hefir misst son þinn, er
þú unnir heitt. í því sambandi vil ég segja þetta: Reyndu
að taka þessu með stillingu og treystu Guði. Gleðstu
yfir því tækifæri, sem þér er gefið til að greiða gamla
skuld, og gleddu þig til endurfundanna við Jökul, þeg-
ar þú hefir lokið dagsverkinu hér.“
Hér lauk Hrólfur máli sínu. Það varð löng þögn á eftir.
„Ég ætla að hugsa um það, sem þú heíir sagt. Um líf
í fortíðinni hefi ég aldrei neitt hugsað, en líf eftir dauð-
ann hefi ég alltaf trúað á. En álítur þú að sú trú, sé
mér nægileg hjálp, án þess að vera gæþdur þeim dular-
gáfum, sem þú hefir?“
„Það skal játað að snertingin við eilífðina liefir verið
mér afarmikils virði. Þó álít ég, að hægt sé að öðlast
þá trúarvissu, sem bjargar, án þess aö hafa nokkra sér-
staka dulræna hæfileika. — Jökull þinn er hérna hjá
okkur, og ef ég skil hann rétt, þá er hann hryggur yfir,
hve mikið þú syrgir hann.“
„Blessaður drengurinn. Ég verð að sýna meiri karl-
mennsku en þetta.“
Lengi dags ræddust þeir við nágrannarnir um lög-
mál lífsins, þegar Hrólfur fór, var Sigurður orðinn ró-
legri og glaðari.
Þegar Sigurður var einn eftir hélt hann áfram að
hugsa um hina merkilegu lífsreynslu þessa manns, og
hinar ákveðnu björtu skoðanir hans á lífinu.
Á morgun ætlaði hann á fætur og taka upp störf
sín að nýju.
Bergur í Dal.
Flatey er í siglingaleið milli Akureyr-
ar og Húsavíkur. í dimmviðri og stór-
görðum er sigling mjög hættuleg í ná-
munda við eyjuna vegna útgrynnsla.
„Kong Inge“ skip Thorefélagsins gamla,
strandaði skömmu fyrir jól 1906 á leið
milli áðurgreindra staða í dimmviðri,
en annars góðu veðri. Menn björguðust
allir. Landtaka er og mjög háskasam-
leg í brimum og stórviðrum við nálæga
strönd meginlandsins. Hafa orðið þar
slys við mörg strönd, bæði að fornu og
nýju. Mörgum skipbrotsmönnum hefir
orðið þar sem viðar, bæði fyrr og nú,
það til þfs, að byggð var við strönd-
ina, enda er mannabyggð með ströndum
landsins öruggasta slysavörnin. Vegna
útgrynnsla við eyna brýtur grunnbrot
langt frá landi, þegar stórbrim er, og er
það stórbrotin sýn. Má nærri geta, að
annars eru hamfarir sjávar og veðráttu
mjög ömurlegar og lamandi 1 snjóum
og stórrigningum.
í Jarðamatsbók Árna Magnússonar
eru atvinnuvegir Flateyjarbænda talidr
landbúnaður og sjávarútvegur. Þetta eru
enn atvinnuvegir eyjarbúa, þótt með
öðrum svip sé.
Frásögn jarðamatsbókarinnar um at-
vinnuhætti eyjarskeggja er öll þrungin
vonleysi og ömurleik. Svo er raunar
víðar. Öll hlunindi virðast hafa horfið,
jafnframt því sem bólap æddi yfir
landið. Skip hætta að koma í útgerðar-
staðina. í Flatey eru engin inntöku-
skip talin hafa komið undanfarin ár,
voru áður allt að 7 tals. Selveiði, hrogn-
kelsaveiði, þorskveiði, varp, reki, allt
bregzt.
Áhöfn Flateyjarjarða 1712 var 10
RÉDERIC BONTED:
Tveir hringar
Samkvæmt venju steig Ivonne fyrir varúðarsakir út
úr leigubifreiðinni við strætishornið. Hún gelck spölinn,
.• sem hún átti eftir ófarinn og naut svala og tærleiks
marzloftsins.
Ekki var laust við, að hún fyndi nú eins og ávallt
áður við þetta tækifæri til ofurlitils kvíða.
Það var ekki óþægileg tilfinning, sem olli dálítilli
þennslu á taugum hennar.
Ævintýr hennar með Jacques hafði nú samt sem
áður staðið yfir nærri því heilt ár. Vissulega var þetta
fyrsta ævintýr hennar. Aldrei hafði henni komið til
hugar ,að hún kynni að verða manninum sínum ótrú
fyrr en hún hitti Jacques Andry í samkvæminu forð-
um. Frá þeirri stundu hafði hún engan ástarhug borið
til mannsins síns, sem bæði var ófríður og miklu eldri
en hún. En Jacques var svo glæsilegur, og sagði svo
heimsmannslega og með sannfæringarvissu, að hann
elskaði hana!
Ivonne gekk upp tröppurnar og hringdi bjöllunni að
hliöaríbúðinni. Dyrnar opnuðust að vörmu spori.
„Ástin mín, hvað það var fallegt af þér að koma svona
flj ótt! “ Jacques þrýsti henni í faðm sér og leiddi hana
síðan inn í stóra, bjarta og ilmþrungna stofuna. Ivonne
varpaði öndinni léttilega. Hún var glöð og naut í fullum
mæli umhverfisins. Það var svo þægilegt að koma úr
bitru útiloftinu, setjast við snarkandi arininn, horfa á
töfrabirtu inniljósanna og fögru rósirnar, sem létu blöð-
in slúta. Hádegisverður stóð tilreiddur á borði í öðrum
enda stofunnar.
„En hvað þú ert falleg, Ivonne!“