Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 andftæðinga sína og blekkti áheyrendur með svo köldu blygðunarleysi að undrun má sæta. Hann sagði einu sinni á fundi að sósílademókratar lofuðu öllu fögru en svikju allt. Margir gripu þá fram í og sögðu: Þetta er rangt! Alberti hélt á- fram og sagði kalt og rólega: Já, þetta er rangt. Hver maöur á að halda loforð sín! Það var öðru sinni, þegar þungar sakir voru að honum færðar um óreiðu í fjármálum að hann sagði: Ég skulda engum manni neitt! Hann var í nýjum fötum, tók í jakkaboöungana, leit á þá og sagöi: Það er að segja — ég er víst ekki búinn að borga klæðskeranum mín- um þessi föt. — Lófatakið dundi við ó- stöðvandi. Allar aðdróttanir voru að engu orðnar. Fjandmenn hans vissu vel, að hann væri sekur, en hvernig og hve mjög gátu þeir ekki sannaö. Alberti vissi vel hve mikiö þeir gátu vitað og hvar vizku þeirra þraut. Hann tefldi taflið af dæmalausri íþrótt, lagði hispurslaust frarn sjálfur það sem þeir hlutu að vita, en síðan breiddi hann út lygavef sinn og flækjur. Hann hafði svo óbilandi minni að hann varð aldrei tvísaga um hið minnsta atriði í þessum endalausa lyga- vef, nær tvo áratugi. Mannþekking hans var óskeikul. Og enginn kunni betur en hann að þegja og þagna á réttum stað. Hann braskaði líka með smærri hluti en gull og demanta. Hann braskaði með lóðir, misbeitti aðstöðu sinni þar og gerði sér vini af hinum rangfengna mammoni. Margir kunningjar hans urðu auðugir menn. Merkir andstæðingar I. C. Christen- sens vöruðu hann við Alberti í trúnaði og af heilum hug. En Christensen gerði það sem mörgum þótti síöan firnum sæta; hann fór til Alberti og spurði hann í trúnaði hvort þessar sakargiftir væru réttar. Nei, sagði Alberti, og Christ ensen gerði hann að dómsmálaráðherra áfram í sinni eigin stjórn 1905, enda var þaS þá fyrst og fremst verk þeirra tveggja, að hin fyrri stjórn var felld og ný flokkaskipun gerð. Nú var vegur Al- bertis sem allra mestur og þótti varla slikur maður í Danaveldi sem hann. Alberti var mikill skörungur í ráð- herradómi. Hann sá á augabragði kjarna hvers máls. Hann fyrirleit af hjarta all- ar umbúðir og kurteislegar orðavefjur. Hann sópaði burt aldagömlum venjum í afgreiðslu mála í ráðuneytinu, bréfa- skriftum um hvað eina og dauðum form um. Ætti að gera hlutinn, þá var hann gerður. Nú voru mál afgreidd á fáum mínútum, sem áður tók mörg bréf, bukk og beygingar og vikur aö afgreiöa. Hann varð vinsæll af starfsmönnum, einkum ungum mönnum. Á þeim árum kom til starfa í ráðuneytið ungur lögfræðingur, Alberti tók honum vel og sagði við hann: Ég sé á yður að þér eigið eftir að setjast í þennan stól, þar sem ég sit nú. Ungi maðurinn geymdi þessi orð í hjarta sínu. Hann hét Rytter og varð síðar nafn- kunnur sem amtmaður í Færeyjum og dómsmálaráðherra, eins og Alberti hafði spáð honum. Þá var Alberti minntur á þetta; hann var þá kominn aftur úr fangelsinu. En Alberti svaraði: Ég sagði þetta við hvern ungan mann! Alberti kom sjálfur fyrir allar aldir í skrifstofuna, löngu á undan öðrum. Þetta þótti merkilegt fordæmi. Ekki var þeíta eintóm dyggð. Hann opnaði sjálf- ur hvert einasta bréf; svo vel varð hann að gæta sín. Enginn gat vitað nema dauðadómur hans bærist í ráðuneytið í meinlausu bankabréfi. Hann veik ekki frá skrifborðinu í ráðuneytinu og stóln- um í þinginu. Lagabætur hans voru framkvæmd á gamalli stefnuskrá flokks ins; sjálfur átti hann engar hugsjónir. Og því skærar sem valdasól hans skein, því heitar brann eldurinn bak við for- tjald mannvirðinganna. Hann hafði sól- undað 10 miljónum þegar hann varð dómsmálaráðherra öðru sinni, 1905, og þegar hann var leystur frá embætti, þrem árum síðar, námu fjársvikin 18 miljónum, en dagvextir af þessari súpu — dagvextir 200 þúsundir króna. Hann geymdi verðbréf sparisjóðsins í hólfum „Privatbankens“ og hafði við- skipti við hann. Hann hafði lagt fram vottorð bankans árlega fyrir stjórn sparisjóðsins um að bréfin væri þar geymd, óveðsett,. stóö lengi í þessu ár- lega vottoröi. En er hann veösetti bank- anum verðbréfin, þá féll að sjálfsögðu burtu orðið óveðsett. En fyrir persónu- lega beiðni dómsmálaráðherrans setti bankastjórnin enga athugasemd í staö- Inn, og endurskoðendur sparisjóðsins skildu vottorðið á sama hátt og fyrr, í einfeldni sinni og trúnaöi. En 1905 krafð ist bankinn að Alberti greiddi skuld sína, helzt alla; hún var þá yfir 8 miljónir. Þá seldi hann bréfin, 5 miljónir, og lækk aði skuldina sem því nam. Þá gerði Al- berti vottorðið sjálfur. Hann stimplaði nafn „Privatbankens" með gúmmíletri sem hann keypti í leikfangabúð og hver drengur gat keypt sér að gamni. Síðan skrifaöi hann sjálfur nöfnin. Og enn voru endurskoðendurnir ánægðir. En þó kom svo, að bændur kröföust þess að endurskoöendur gengi eigin augum úr skugga um verðbréfaeignina. Þetta tjáðu þeir dómsmálaráöherranum; var þá sett stefna á skrifstofu hans kl. 10 árdegis til að sjá verðbréfin, sem einu sinni voru í bankahólfinu. Ráðherrann var nokkuð stuttur í spuna er gestirnir komu, gekk fram, tók hatt sinn og sagði: Jæja, komum þá! En það skuluö þið vita, mínir herrar, að þegar við komum hér aftur, þá verð ég ekki lengur forstjóri sparisjóðsins ykkar! En þeir svöruöu, nokkuð dræmt: — Ja, ef ráðherranum fellur þetta illa, þá — ja, þá viljum við ekki ganga neitt eftir þessu. — Það er gott! sagði Alberti, hengdi hatt sinn á snagann og settist aftur í ráðherrastól- inn. En „Privatbankinn“ gekk allhart að. Tveir bankar höfðu brunnið og noklcur ókyrrð var í fjármálum. Þá kemur Al- berti til vinar síns I. C. Christensens for- sætisráðherra, segist vera hræddur um „hrun“ — úttektaræði — í sparisjóðnum og biður hann að lána sparisjóðnum úr ríkissjóði hálfa aðra miljón. Þetta gerði Christensen, með vitund fjármálaráð- herra síns eins — og saup mjög seyðið af því káli síðar meir. Alberti hafði gifzt ungur og átti eina dóttur með konu sinni. Kona hans var listelsk og safnaði mjög að sér skáldum og listamönnum. Alberti fyrirleit það allt innilega og fór í rúmið sem fyrr á náttmálum. Hann sagði einu sinni við Viggo Stuckenberg, frægt ljóðskáld, að hann ætti heldur að fást við eitthvert þarflegt verk. Þegar vegur Albertis var sem mestur vár hann skilinn við konu sína, en giftist þá annarri konu sem þótti bera af við dönsku hirðina fyrir fegurð og glæsileik. Hún var sænsk að ætt, en skildi nú við mann sinn, dansk- an hljómsveitarstjóra, eftir 18 ár, til þess að giftast Alberti. Tveim árum síð- ar gaf Alberti sig fram. Hann sagði ekki eitt orð um það við konu sína. Hún fyr- irgaf honum það aldrei, aö hún sagði, og fór aftur til síns fyrra manns. En það er í frásögur fært að Alberti yrði einu sinni á ævinni orðfátt á fundi. Hann var þá nýskilinn við konuna, en hætti sér af vana út í sinn gamla söng um sósíaldemókrata, að þeir vildu grafa undan heimilislífi og hjónabandi, gera allt að almenningi. Þá stóð upp þeirra maður og sagði: Hérna situr hún Lára konan mín hjá mér enn. En hvar er kon an ráðherrans? Örlögin þokuðust nær og nær. Árás- JON ENLID: * Astir og framtíðarvonir Hún hét Marit, en hann Lars. Þau voru vinnuhjú á Björk, sem var stórbýli eitt hið mesta í sveitinni. Marit var ættuð frá litlu koti, er var innarlega í byggðarlaginu. Hún átti mörg systkini og varö á unga aldri að fara sjálf að vinna fyrir sér. Lars var utan- sveitarmaður. Hann kom að haustlagi og fékk. þegar vinnu- mennsku á Björk. Þau voru sem sagt á sama bænum. Þeim virtist lífið leikur. Bæði voru ung og hraust. Það leið ekki á löngu þar til þau fóru að fella hugi saman, og hafa leynileg stefnumót. Og er voraði, og dansskemmtanir voru haldnar á laugardagskvöldum, dönsuðu þau mikið saman, og fylgdust að á heim- leiðinni. Vornæturnar voru yndislegar, og þau dreymdi um ást og unað. Svo gerðist þaö eina dásamlega vornótt að þau trúlofuðust, og ákváöu að vera saman í blíðu og stríðu alla ævi. Þau voru svo afar hamingjusöm. Þeim 'virtist allt svo bjart framundan. Innan skamms vissu allir í sveitinni að þau voru heitbundin. „Þetta eru falleg hjónaefni,“ sagöi fólkið. „Þau eru eins og sköpuð hvort handa öðru.“ Leiðin til samkomustaðarins, þar sem dansaö var, lá um Bjarkarhlíðina. Þaö var mjög fagurt á þess- um slóðum. Þarna sátu kærustupörin oft mjög lengi og dreymdi um framtíðina. Kvöld nokkurt sagði Lars: „Heyrðu, Marit! Hérna vildi ég búa með þér.... Ég hefi í hyggju að tala við Bjarkarbóndann, og biðja hann um landspildu til ræktunar hérna í hlíöinni. Ég ætla aö byggja nýbýli. Byggja heimili handa mér og þér. En ég vil fyrst vita hvað þú segir um þetta mál.“ Marit svaraði: „Jú, hér vil ég vera. Mér hefir kom- iö hið sama til hugar. Viö erum ung og hraust, og við þurfum að eignast heimili út af fyrir okkur. Ég vona að gamli maðurinn selji okkur landspildu og við fáum lán til þessara framkvæmda.“ Þetta kvöld leið fljótt. Þau höfðu nóg um að hugsa. Þau litu björtum augum til framtíðarinnar. Bæjar- stæðið voru þau búin að ákveða. Kraftarnir skildu sameinaðir til stórra átaka. Erfiðleikarnir yrðu yfir- unnir. Hamingjan mundi ekki yfirgefa þau. Lars talaði við Bjarkarbóndann um málið. Bóndi lofaöi að selja honum landspildu til að reisa á ný- býli. Hann mælti: „Hm, jæja svo þú vilt verða bóndi, og setjast hér að. Jú, ég læt þig hafa dálítið land. En þetta verður ekki dans á rósum svona fyrst. Því fylgir mikið erfiði. En þú ert duglegur. Svo færðu duglega konu. Þið verðið góðir nágrannar.“ Bóndi brosti. Hann var enginn Gyðingur, og verðið var sanngjarnt það er hann krafðist. Svo sótti Lars um lán til nýbýlisins. Þau Marit voru spennt eftir því að frétta hvernig lánbeiðninni yrði tekið. Þetta sumar gengu þau Lars og Marit oft út í Bjarkarhlíðina. Þar leiö þeim yndislega vel. Fram- tíðarvonirnar lyftu þeim upp yfir hversdagsleikann, og fengu þeim nóg að hugsa. Haustið kom. Laufin visnuðu, og blómin dóu. Dag nokkurn kom nýbyggingarnefndin. Hún mældi og mældi, gerði áætlanir og kynnti sér allt þessu við- víkjandi. Svo fór hún. Ungu elskendurnir voru vongóð. Vonin gaf þeim vængi. Þau fundu ekki haustkuldann, og sáu ekki hve allt var oröið visið og kuldalegt. Snjórinn kom. Veturinn hélt innreið sína. Marit og Lars höfðu ekki enn fengið svar við lánbeiðninni. Þau fréttu að innan skamms yrði því ráðið til lykta. Þau biðu og unnu af kappi. Hún vann heimil- isstörf og fjósverk, hann var í skóginum að störfum. Þau fóru einstöku sinnum á skemmtun. Gengu bá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.