Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 6
6 JOLABLAÐ TIMANS 1948 INGÓLFUR DAViÐSSGN: Hvað segir ritningin um gróðurinn? ••• y*. -> -r - • • o o Enginn veit hvar vagga akuryrkjunn- ar hefir staðið. En snemma hafa menn- irnir tekið að yrkja jörðina og hagnýta jarðargróðurinn. Leyfar af byggi, hirsi og hveiti hafa fundizt í grafhýsum Egypta og ýmsum ævafornum rústum. Fræðimennirnir Elliot Smith og Neto- litzky hafa rannsakað elztu mannlegu magana, sem fundist hafa í landi smurninganna, Egyptalandi. Hið liinzta sem Forn-Egyptarnir höfðu lagt sér til munns voru bygggrjón, hirsikorn og rótarhnýði af sefi. Þessarar máltíðar var neytt fyrir sex þúsund árum. Kína er einnig ævafornt akuryrkjuland. Á Norðurlöndum var farið að stunda ak- uryrkju á yngri steinöld. Á förum i forn- um leirkerum má sjá, að þar hefir ver- ið ræktað bygg, hirsi og hveiti fyrir um fimm þúsund árum. Á bronsiöld, um þúsund árum fyrir Krist, lcoma hafrar til sögunnar, en rúgur ekki fyrr en á járnöld. Bárust jurtirnar að sunnan cg austan til Norðurlanda. Er akuryrkja mjög gömul í Miðjarðarhafslöndunum. Á steinöldinni var tekið að rækta ýmsar nytjajurtir þar syðra, sem nú eru al- kunnar. T. d. vínber, olífur, baunir, lauka, salat, rófur og káltegundir. Forn- leyfar einar veita aöeins slitrótta fræðslu. Meiri vitneskja fæst eftir að farið var að rita. Forn rit veita ýmsa fræðslu um lifnaðarhætti þjóðanna. — Ritningin er um margt merkileg heim- ild, auk þess að vera grundvallarrit kristindómsins. Hún geymir mikinn fróðleik um sögu og lifnaðarhætti margra þjóða. Þar er getið ýmsra jurta, einkum í Palestínu, Arabíu og Egypta- landi. Bera sumar jurtirnar ennþá hin fornu nöín. Gróðurfar „biblíulandanna“ er mjög fjölbreytt, enda eru skilyrði margbreytileg. Þar er leðjan frjóa á Nílarbökkum, sandauðnir Arabíu og snævi krýndir tindar Libanonfjalla. Frá Egyptalandi er einkum getið um garða- gróður og akurjurtir. T. d. hirsi, bygg, hveiti, rúg, ýmsa lauka, gúrkur og melónur. Ennfremur spunahör. Glóðarbakað brauð var borðað í forn- öld. Hetjurnar á söguöld átu flatbrauð, og grautar eru ævafornir réttir. Lín- klæði eru oft nefnd í fornsögunum, enda er hörinn eða línið eldgömul vefj- arjurt. Alkunn er sagan um móður Mós- esar, sern skildi vögguna eftir í sefinu til að reyna að forða barninu frá oí- sóknum Faraós. Það heppnaðist, því að kóngsdóttirin fann vögguna. 2—3 m hátt papýrussef vex enn á bökkum Níl- ar. Það var löngum notað til pappírs- gerðar cg er frægt mjög í fornum sög- um. Á eyðimerkurlöndum Arabíu getur biblian ísópsins, sem sumir höfðu helgi á, einitrjáa, akasintrjáa og skuggsælla pálmaviða í gróðurvinjunum. Döðlu- pálminn er oft kallaöur konungur eyði- merkurinnar. Hann stendur með fæt- urna í vatni og höfuðið í glóð sólarinnar, segja Arabar. Landið helga er víða gróðm-sælt. Ferðamenn dást að trjágróðri þess og blómskrúðinu á vorin. Það flóði í mjólk og hunangi í fornöld, samanborið við hrjóstur Arabíu og Sínaí. í 1. kafla Mós- esarbókar segir: Láti jörðin spretta af sér græn grös, sáðjurtir og aldini. Flest- ir kannast við söguna um Kain og Abel. Kain ræktaði jörðina og færði fórn af ávöxtum jarðarinnar. En ekki er getið hvaða ávextir það hafi verið. Þegar syndaílóöið tók að réna, nam örkin staöar á fjailinu Ararat. Þá lét Nói út hrafn, en hann flaug fram og aftur. Þá sendi hann frá sér dúfu, en hún fann ekki hvíldarstað fæti sínum og kom aftur. Eftir sjö daga sendi hann dúfuna af stað aftur. Hún kom til hans undir kvöld og var með grænt olíuviðarlauf í nefinu. Sá þá Nói, að vatnið var þorrið á jörðinni. Nói gerðist akuryrkjumað- ur og gróðursetti vínvið. Er vínviðurinn fyrsta ræktaða jurtin, sem ritningin getur um. Á dögum Abrahams er getiö um fíngert mjöl, brauð og kökur. í frá- sögunum um Jakob, er rætt um hveiti og linsur, þ. e. einskonar baunir. Fyrir þær seldi Esaú frumburðarrétt sinn. Esaú kom dauðþreyttur heim af veiðum og sagði við Jakob, sem starfaði að matreiðslu: Gef mér fijótt að eta þetta rauða þarna. En Jakob gaf honum brauð og baunarétt. Baunirnar voru fræ ein- ærrar jurtar (Ervum lans), en rautt af- brigði hennar er enn ræktað í Pale- stínu og Egyptalandi. Síðar er sagt frá nötkun byggs, hirsis, rúgs, bauna, fíkja, hneta, granatepla og allmargra annara jurta. Hör er helzta jurtin, sem Móses- arbækur geta um tii klæðagerðar, Tjald- búðin var gerð úr tvinnaðri baðmull, purpura og skarlati. Þiljuborðin í henni voru úr akasíuviði. Sömuleiðis sáttmáls- örkin og brennifórnaraltarið. Til ilm- bætis var angandi kanelbörkur notaöur. Móses segir frá iimrunna Benjamíns (Benzain aestivale) og fleiri ilmjurtum, sem tíðkuðust á hans dögum. AIls eru um þrjátíu trjátegundir nefndar í ritn- ingunni. Guðingaland var i fyrndinni vaxið miklu meiri skógurn en nú. Skóg- ur var höggvinn. Geitfénaður ísraels- manna át nýgræðinginn og átti drjúg- an þátt í eyðingu skóganna. Sedrusviður er ágætur t-il smíða. Salómon sótti hann til Líbanon og notaði í musterið, Sed- rus vex enn i Libanon og verður oft afar gamall. Sycamare-fíkjuviður er mun endingarverri. Kann var aöallega not- aður áður og stundum fluttur inn frá nágrannalöndunum. ísraelsmenn tala um sedrusvið, þegar þeir reikuðu um eyðimörkina víðs fjarri Libanonfjöllum. Hafa þeir þá liklega átt við einitegundir — lágvaxin tré og runna, sem enn þrif- ast í eyðimörkum Vesturasíu. Um þrjú þúsund ára gamlir bútar af sedrusviði hafa fundizt í rústum Nineve-borgar og eru geymdir í bre.zka safninu mikla í Lundúnum. Olíuviðartré eru algeng í Palestínu. Olíuviðarolíunnar eða við- smjörsins er oft getið í ritningunni. Það var þá þegar mikilvæg verzlunarvara. T. d. greiddi Salómon konungur Hiram að ráða hann á þá leið, að hann væri ekki honum — eða að minnsta kosti ekki hans sjósókn — viðkomandi. — Ég gaf ykkur ekki lífið, piltar, og þykist ekki hafa rétt til að kasta um það teningum, sagði hann. Þá var það lika til, að hann dragi upp á hvern dag dauða lóð eða sargaði með færi í veiðileysu í kannski heila viku, án þess að hann sýndist hafa minnstu hugmynd um, að allt gengi ekki eins og í óskadraumi. Þá var hann að pílatusera, Hvítur minn. — Nei, nú er það heldur! Hvað var það nú hjá honum? — Það var að þenkja spaklegar hugsanir. Hann sagði, ao þeir kölluðu það — mig minnir hann segöi að fílósóffera — í útlandinu, en sagðist nú heldur nota þetta, ef hann brúkaði lærdómsmál á annað borð, því að Pílatus — hann hefði verið heimspek- ingur, — það væri auðheyrt á því, að hann hefði spurt Krist: Hvað er sannleikur? .... En feillinn hans Píla- tusar heföi verið sá, að heilinn hefði formyrkvað hjartað, þó að allt sitt hefði hann frá því — eins og máninn myrkvaði sinn ljósgjafa. Þetta væri vert að muna, sagði hann, — allt bezt með máta, stúfarnir mínir. — Og um hvað var hann þá að pílatusera? — Þaö var nú sosum sitthvað, um læknisdóma — til ao mynda um jurtir og jurtaseyði, um náttúrur marg slags feiti, um sýrur og steinamulning og um koppasetningu og blóðtökur. Stundum voru það trú- arlærdómar, forlög og frívilji, fjölkynngi og fjölvísi, eoa himintungl og þeirra aðskiljanlegar verkanir. Þá kannski dularverur af ýmsu tæinu, að ógleymdri mannlegri náttúru. Svo og dýr suöur í Afríku. — Hvaðan hafði hann þessi Afríkufræði? — Kann hafði verið með dönskum og lært dönsku á bók, haföi svo einhvers staðar náð í fjandi mikla doranta á því máli, eftir einhvern enskan, um Afríku, apaketti og antílópur og strútfugla og ljón — og ég veit ekki hver ósköpin.... Já, ég sagði einu sinni við hann á sjónum, Hvítur minn, þegar við vorum að draga dauðan þininn eittlivað fjórða daginn í röð: — Þykir þér nú ekki lýsa lítið á lóðinni, Hákon Oddsson? Þá leit hann á mig og iðaði allur af áhuga: — Og alveg kvað Blálendingakóngur vera sólginn í mannaket, — bezt af ungu, bezt af ungu, sagði hann við þann engelska! Þá held ég maður muni eftir því, þegar hann einu sinni í verbúðinni okkar rýkur cfan í koffortið sitt, þrífur þar rif — var úr hanginni sauðarsiðu — rekur að mér og segir: — Hérna, taktu við, Krúsa-drengurinn! Nú skalt þú vera veiðimaður, en ég górilla, og svo leggur þú til mín spjótinu, en ég bít af mér lögin! Ég hugsa nú, Hvítur minn, að þú getir gert þér það í hugarlund að Litla manninum hafi um tvicugt þótt þetta heldur en ekki lokkandi leikur, nema ég tók rifið og greiddi honum atlögu. Hann glefsaði, og hann giefsaði og var það viðbragssnöggur, að ég kom aldrei á hann lagi að gagni. Og það held ég það endaði á því, að hann festi svo rækilega tennur á rifinu, að hann hreinlega yndi það úr hendinni á mér. En þá var líka farið að blæöa út úr báðum kjaftvikum á mannapanum! — Hann heíir- verið snar og veL að -manai? — Snar eins og eldingin. Kann var ekki stór, ekki meira en meðaimaður, en þéttur á herðar og þykkur undir hönd, miðmjór, handsmár cg fótnettur, kattliö- ugur í hreyfingum og aulc þess með sterkari mönn- um. Og þá held ég hann væri álitlegur og gáfuleg- ur — það enni og höfuolag, en þó sérdeilis angun. Þau voru sosum ekkert sérleg að farfanum til, en það var lífið cg breytileikinm Þau gátu aldeilLs geisl- að aí kátinu, og þú hefðir átt að sjá hlýjuna i þeim, þegar hann horfði á einhvern auman — eða á kon- una, dúfuna, sem hann kallaöi. En stundum gátu þau verið eins og beittasta stálið — og oft og tíðum var eins og kæmi á þau einhver furöuslikja, annars ckki til mikils að reyna ao lýsa þeim, voru jafnbreytileg og til að mynda himinninn yfir okkur. — Þú sagðir furðuslikja, — var hann ekki ákaf- lega hjátrúarfullur? Hann ranghvolfdi á mig augunum, Markús, sagði síðan: — Þið munduð sjálfsagt kalla það svo, en ég vildi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.